Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 57

Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 57
UPPELDI Glaðbeittir krakkar. Séreinkenni íslensks þjóðfélags er að börn taki snemma ábyrgð á sér og sínu lífi. (Mynd Björn Haraldsson) Börn hraðans Rekið er á eftir börnum að fullorðnast með ýmsum hætti. Efasemdir um slíkar uppeldisaðferðir eru vaxandi og hefur bandaríski sálfræð- ingurinn David Elkind fjallað um þetta efni í bók. Fullorðnir demba heimi sínum yfir börnin, en þau hafa hins vegar meiri þörf fyrir nærveru fullorðinna en skipulagsgáfu þeirra. Mannskepnan er þannig af guði gerð, að hún eins og aðrar skepnur, getur gripið til varaforða ef hún er í hættu stödd og brugðist við álagi sem annars væri henni um megn. Ýmislegt í nútímaþjóðfélagsháttum skapar álag hjá fólki, oft án þess að það geri sér jjað fyllilega ljóst. Sumir hafa tamið sér að lifa undir stöðugu álagi. Það er þetta sem við í daglegu tali köllum stress. En það er ekki nóg með að við fullorðna fólkið séum stress- uð, heldur bendir margt til að við séum að ala upp kynslóð stressaðra barna. Bandarískur sálfræðingur, David Elkind að nafni, varar íbók sinni Barn hraðans (The Hurried Child) við því að reka á eftir börn- um að fullorðnast. Þótt bókin sé ekki ný (skrifuð 1981) sýnist mér efni hennar engan veginn úrelt og býður í grun að sumt af því eigi ekki síður erindi til íslenskra uppalenda en bandarískra. Ég vil því í þessu greinar- korni leitast við að kynna nokkrar hugmynd- ir hennar. Ég mun einnig styðjast við grein eftir sama höfund í tímaritinu The Education Digest (frá 1987). Hugmyndir manna um eðli barnsins, barnæskuna. hafa verið breytilegar í tímans rás og litast af ríkjandi skoðunum á pólitík og trúmálum hverju sinni. Hugmyndir nútím- ans, sem sagðar eru vísindalegar, eru litlu áreiðanlegri. Nútíma uppalendur ganga út frá því að barnið eigi auðvelt með að læra og aðlagast nýjum aðstæðum. Elkind telur að þessar hugmyndir séu e.t.v. til komnar vegna einföldunar á ýmsu því sem rannsókn- ir á þjóðfræði og þjóðháttafræði hafa fært okkur. En rannsóknir þessara fræðigreina sýna svo ekki verður um villst að afstaða til barna er ólík í mismunandi menningarsam- félögum og hlutverk breytilegt. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.