Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 35

Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 35
ERLENT í essinu sínu við mótmælaaðgerðir í miöbæ Kaupmannahafnar. Ásamt fyrrum ástkonu sinni, Hanne Reintoft um 1970, en hún var þingmaður kommúnista á sinni tíð. Alþýðuhetja og sprelligosi Með slíkum uppákomum varð Preben að alþýðuhetju í augum margra. Til skamms tíma naut hann þó fyrst og fremst vinsælda sem harður nagli í kjarabaráttu og skemmti- legur sprelligosi í fjölmiðlum, en fáum datt í hug að treysta honum til pólitískrar forystu. í þingkosningunum í september 1987 voru hins vegar sérstakar aðstæður sem reyndust hagstæðar honum. A vinstri vængnum var Sósíalíski Pjóðar- flokkurinn í fylgissókn, en um leið á biðils- buxum gagnvart Sósíaldemókrötum og dró því víða úr broddinum á stefnu sinni. Eftir meira en áratugs harðar innri deilur voru Vinstri Sósíalistar í upplausn, en uppdráttar- sýki hrjáði Kommúnistaflokkinn og smá- hópa trotskíista og maóista. Það var því lag fyrir harðan vinstriflokk, og þetta lag notfærðu Preben og félagar sér óspart. Þeir suðu stefnuskrá sína upp úr stefnuskrám og umbótatillögum annarra vinstri flokka og miðflokka, og Preben not- aði öll tækifæri ti! að koma sér í fjölmiðla. Hann réðist tæpitungulaust á félagslegt rang- læti danska velferðarríkisins, og óheflað málfar hans og fullkomið virðingarleysi gagnvart valdamönnum aflaði honum síauk- inna vinsælda. Fælles kurs varð hinn óvænti sigurvegari kosninganna, og tíðindamaður Þjóðlífs sætti lagi, þegar hann var staddur í Kaupmannahöfn, að ná viðtali af Preben Möller Hansen. Hann var fyrst spurður hvort Dani vantaði enn einn verkalýðsflokk- inn: „Fælles Kurs er eini raunverulegi verka- lýðsflokkurinn á þingi,“ segir Preben Möller Hansen. „Sósíaldemókratar og Sósíalísku þjóðarflokkurinn vinna báðir að vaxandi hlutdeild Danmerkur í starfi Efnahags- bandalagsins og Atlantshafsbandalagsins, og slík pólitík er andstæð hagsmunum verka- lýðs.“ Þótt Fælles kurs telji sig verkalýðsflokk, leggúr hann mikla áherslu á að bera fram kröfur gamalmenna og æskulýðs og annarra, sem standa utan vinnumarkaðarins. Flokk- urinn telur að verkalýðsstéttin sé fullfær um að knýja sjálf fram sæmileg laun, en ríkið eigi að sjá vel fyrir þeim sem ekki eru í vinnu. ekki síst til að koma í veg fyrir að þeir undir- bjóði vinnandi fólk. Þessi áhersla kemur skýrt fram þegar ég spyr Preben Möller um helstu atriði í stefnu flokksins: „í mennta- málum vill flokkurinn 12 ára skólaskyldu, þar sem saman fer bóklegt og verklegt nám, að hætti Austur-Þjóðverja. Þar með hefur hver einasti nemandi í raun hafið framhalds- nám, þegar hann lýkur skólaskyldu, en allir sem vilja eiga að geta numið áfram. hvort sem þeir velja iðnnám eða bóklegt nám. All- ir skólanemar eiga að njóta námslauna. Atvinnuleysisvandamálið er ekkert annað en röng dreifing þeirrar vinnu sem er fyrir hendi. Við viljum lækka eftirlaunaaldurinn niður í 60 ár og skipta vinnunni jafnt á milli þeirra sem þá verða eftir á vinnumarkaðn- um. Fælles kurs vill afnema hugtakið „ellilíf- eyrisþegi". Gamalt fólk hefur skapað verð- mæti sem við byggjum líf okkar á, og það á ekki að setja það í einhvern bás eins og þurfalinga. Gamalt fólk á að fá skattfrjáls „borgaralaun", fimm þúsund danskar (29 þús. íslenskar) á mánuði, auk ókeypis hús- næðis, heimilishjálpar, læknishjálpar, síma, sjónvarps og fleiri fríðinda. Sama á að gilda um öryrkja og atvinnuleysingja. Það á líka að hætta að hafa eftirlit með atvinnuleysingj- um. Ef ekki er hægt að útvega þeim vinnu, á að láta þá í friði, í stað þess að láta þá koma í viðtöl og til að fá stimpil. Með því að hætta eftirliti nteð atvinnuleysingjum og með því að leggja niður aðra ónauðsynlega starfsemi ríkisins telst okkur til að hægt sé að segja upp um 200 þúsund opinberum starfsmönnum, sem geta í staðinn deilt nauðsynlegum fram- leiðslustörfum með öðru vinnufæru fólki.“ Hver á að borga? Þessar hugmyndir eru ekki nýjar af nál- inni. Til dæmis var stungið upp á almennum „borgaralaunum" í bókinni „Uppreisn frá miðju“ sem nokkrir menntamenn í miðju stjórnmálanna skrifuðu fyrir um áratug. En hvernig ætla Fælles Kurs menn að fjármagna allar þær umbætur sem þeir hyggjast beita sér fyrir? „Við hyggjumst þjóðnýta annars vegar fjármagnsiðnaðinn, þ.e. banka, fjárfestinga- félög, kaupleigur og þess háttar, og hins veg- ar alla málma, olíu og gas í jörðu og land- grunni. Þar munar mestu um olíuna og gasið í Norðursjó, sem ríkisvaldið hefur gefið auð- hringnum A.P.Moller. Þessa auðlind viljum við nýta m.a. til að auka garðyrkju, ylrækt og fiskirækt. Þannig fær landbúnaðurinn nýjar aukabúgreinar og getur komist í gegnum nú- verandi kreppu. Smábændur þurfa ekki að selja stórbændum jarðir sínar, eins og nú gerist í allt of ríkum mæli vegna landbúnað- arstefnu Efnahagsbandalagsins, sem hyglar frumstæðum landbúnaði Miðjarðarhafs- landanna á kostnað hins fullkomna landbún- aðar okkar. Með þessum þjóðnýtingum og breyttri at- vinnustefnu teljum við að hægt sé að ná jafn- vægi í þjóðarbúskapnum, sem standi undir þeirri félagslegu aðstoð til gamalmenna, sjúkra og skólanema, sem við viljum veita. Hins vegar myndi vanta fjármagn til að byrja með, áður en nýjar fjárfestingar í orkulind- um og landbúnaði byrja að skila arði. Þessu fjármagni viljum við ná inn með því að leggja á fjármagnsskatt í eitt skipti fyrir öll, 10% og 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.