Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 26

Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 26
MENNING „Lesið Kaldaljós. Pað verður enginn svikinn af því.“ Eiríkur Brynjólfsson, Alþýðublaðið. Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur 453 bls. Verð kr. 2.290.- „Þessi fyrsta skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur er mikið verk og vel unnið. Hæfileikar hennar njóta sín hér mjög vel. Kaldaljós er saga sem er skrifuð af miklum næmleik; tilfinningarík. sterk og snertir mann.“ Margrét Eggertsdóttir, Þjóðviljinn. „Frásagnarandinn í bókinni er einstakur. Mér fannst ég ekki vera að lesa heldur var eins og einhver hvíslaði að mér. Hún talar við les- andann, þessi bók, því hún á við okkur erindi. Bókin byggir á sannsögulegum atburðum en þeir eru færðir til í tíma og rúmi þannig að þær fyrirmyndir skipta ekki máli lengur. Aðeins örlög fólksins skipta máli, og manni er ekki sama um Grím Hermundsson en verður samt að játa fyrir sér í lokin að öðruvísi gat ekki farið.“ Eiríkur Brynjólfsson, Alþýðublaðið. „Kaldaljós er óður til fegurðar, trúnaðar, grimmdar, óvenjulega margslungin saga, saga ástar og dulúðar og þó raunsæis. Unnin af mikilli list. Henni skal ekki líkt við neitt. Um sumar bækur á ekki að nota of mörg orð. Því að eins og Vigdís Grímsdóttir skilur manna bezt; orð geta verið hættuleg. Og stöku höf- undum tekst svo að það er sálarbætandi að lesa orðin og allt sem að baki þirra felst. Þannig er Kaldaljós fyrir mér. Listaverk eftir Grím sem ég vildi hafa upp á vegg.“ Jóhanna Kristjónsdóttir, Morgunblaðið. r-r_ S áíívítu rí_______________________r fyrir sér í úti á hinum harða markaði. Sjálfur á ég eftir um eitt og hálft ár í námi og býst allt eins við að vera úti í nokkur ár í viðbót,“ segir Skúli. „Það er margt freistandi," segir hann en gefur ekki upp nein ákveðin áform. „Það er engin leið að ætla sér að lifa á því að spila hreinræktaðan djass," grípur Sig- urður frammí. „í fyrsta lagi þurfa menn að vera geðveikislega góðir, svo þarf að hafa réttu samböndin og heppnina með sér. Það er þvílíkur aragrúi af góðum spilurum þarna að aðeins lítið brot fær tækifæri til að helga sig djassinum. Hins vegar er vel hægt að lifa á því að spila alls kyns annars konar tónlist, ferðast t.d. um í stórum skemmtisveitum. Það er bara svo niðurdrepandi til lengdar." „Svo er djassinn alltaf svolítið hornreka alls staðar," segja þeir „Djass er náttúrlega ekkert annað en sérhæfð tónlist fyrir minni- hluta fólks og engin markaðsvara nema farið sé að blanda honum saman við aðra músík." Á söguslóðum djassins Sigurður er með eigin sveit í Bloomington sem heitir Big Sig and the Bebop Boys. „Big Sig upp á grín,“ segir hann, „enda þýðir ekk- ert að bjóða uppá Sigurðarnafnið, Banda- ríkjamenn lesa aldrei lengra en þeir þurfa. Við spilum djass einu sinni í viku í klúbbi í Bloomington, en svo hef ég verið í ýmsum skítadjobbum til að hafa eitthvað til að lifa á. Verið í stórum skemmtisveitum sem leika í hvers kyns gamaldags danssjóvum. Og s.l. sumar ferðaðist ég um öll miðvestur ríkin þver og endilöng. Það var heldur óskemmti- legt til lengdar en kostulegt þó, því þar fékk maður tækifæri til að ferðast á kaupi um söguslóðir djassins. Við spiluðum í svo- nefndum „Ball-rooms“ þar sem gömlu big böndin léku áður fyrr og maður hefur lesið um — og það jafnvel fyrir sama fólkið og var þarna að skemmta sér fyrir 40 árum.“ En af hverju valdi Sigurður Indiana Uni- versity? „Jú, eftir að ég hafði lokið einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík — í bókstaflegri merkingu eini íslendingur- inn sem það hefur afrekað í saxófónleik - þá vildi ég gjarna fást jöfnum höndum við djass- inn og klassískan saxófónleik og þar er Bloomington háskólinn tilvalinn því óvíða er hvorttveggja á svo háu plani sem þar,“ svar- ar hann. „í Indiana hef ég verið hjá einum fremsta klassíska saxófónleikara heims, Eugen Rousseau. Og djassmegin er svo deildaryfirmaður hinn frægi djasspedagóg- ur. David Baker, sem hefur ritað margar kunnar bækur um djassinn. Nú fer þetta að verða ágætt,“ bætir Sigurð- ur við, „ég hef verið þarna í námi í tæp fimm ár og er farinn að hugsa mér til hreyfings í vor. Þá er ég fyrst og fremst að velta fyrir mér að anda að mér loftinu í New York og vera í einkanámi hjá einhverjum góðum saxófón- leikara. Helst kemur til greina að það verði hjá George Coleman, þeim þekkta djassista sem lék með Miles Davis á árum áður. Eg var urn tveggja mánaða skeið í tímum hjá honum fyrir nokkru síðan og gæti haft gott af meiru slíku. Annars kemur margt annað til greina og í rauninni ætti maður ekki að þurfa að láta kennara reka sig áfram með svipu eftir alla þessa skólagöngu.1' „Múltifúsk“ Ekki segist Sigurður sjá mikla atvinnu- möguleika fyrir sig sem klassískur saxófón- leikari.„Helst að maður fái kennarastöðu til að kenna öðrum til að kenna enn öðrum," segir hann. „Og spilaði svo bóleró með sin- fóníuhljómsveitinni á tíu ára fresti, „bætir hann glottandi við. „Án alls gríns, þá er mjög sjaldan sem þörf er á saxófóneinleik í klass- ískri músík. Allt snýst þetta reyndar um að skapa sér sín eigin tækifæri og því hef ég líka lært á klarinett og flautu til að vera til í hvað sem er. Þetta hefur verið svoddan múltifúsk hjá mér.“ Skúli bendir á að það virðist vera nóg af tækifærum fyrir hljómlistarmenn hér heima um þessar mundir. „Öll þessi músíksjóv út um alla borg þar sem jafnvel strákar sem eru rétt að byrja í þessum bransa geta haft níu þúsund kall fyrir kvöldið. Svo eru leikhúsin, stúdíóvinnan og fleira — svo ekki sé talað um sífellt meira líf í djassinum, sem gefur þó lítið af sér peningalega." Báðir kváðust þeir félagar vera staðráðnir í að koma aftur heim til Islands. „Einhvern daginn, já — en ekkert liggur þó á.“ Þeir eru margir strákarnir sem hafa farið vestur um haf til að nema djass á síðustu árum, en er Evrópa alveg út úr þeirri mynd? „Það má auðvitað finna góðan djass víða í Evrópu og þar er fullt af fínum djassleikurum en að ætla sér þangað í nám væri alveg út í hött,“ svara þeir. „Það væri eins og að fara til Ástralíu til að læra færeyska þjóðdansa. Djasstradi- sjónin er í Bandaríkjunum." Ómar Friðriksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.