Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 19

Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 19
INNLENT . . . og slíka menn fær ekkert stöðvað". viðfeðmur í hugsun, né neitt sérstaklega klár,“ segir maður sem þarf að hafa við hann mikil samskipti, „en hann er klár í öllu sem snýr að verkalýðsmálum,“ viðurkennir sami maður. „Hann er slóttugur en hörkudugleg- ur, útsjónarsamur og mikill áróðursmaður, snillingur í því að vekja á sér athygli. Það vita flestir ef hann hefur komið nálægt ein- hverju," segir annar og bætir við: „Hann stefnir á þingsæti, það er augljóst. Hans verk miða að því að vekja á sér athygli og störfin í verkalýðsmálum verða hans stökkpallur inn á þing.“ Sami maður viðurkenndi að Björn Grétar hefði unnið vel og rifið félagið upp úr öldudal, en hann efaðist um að það væri gert af mikilli hugsjón. Hann taldi að miðað við óbreyttar aðstæður, svo sem þær að ekki kæmi fram kraftaverkakona í röðum Al- þýðubandalagsins á Austurlandi þá myndi Björn sigla í rólegheitunum inn á þing. „Hann kemur málum einfaldlega þannig fyrir að það verður erfitt að ganga fram hjá honum. Ef þessi ætlun hans mistekst þá verður hann óvæginn andstæðingur þeirra sem verða ofan á og þá list kann hann. Hann er mjög erfiður andstæðingur.",, Snúðu ekki berskjaldaður bakinu að hon- um,“ voru heilræði annars sem hefur mikil samskipti við Björn Grétar í gegnum starf sitt. Sá taldi ekki vafa á því að hann ætlaði sér langt og hann myndi komast það. Yfirleitt voru andstæðingar hans við samningaborðið „Hannstefnirá þingsæti, þaðer augljóst" heldur jákvæðir í garð Björns og viður- kenndu fúslega dugnað hans og töldu hann leggja sig mjög fram fyrir umbjóðendur sína en nokkuð bar á því að menn teldu hann ekki vandan að meðulum og töldu framagirni og „egóisma“ ráða gerðum hans. Einn klykkti út með því að segja: „Mér er ekki illa við hann, þó ég þykist sjá í gegnum skepnuna.“ Gífurlegur metnaður í gömlu konunni Sjálfur neitar Björn Grétar því mjög ein- dregið að hann gangi fyrst og fremst fyrir framagirni. Hann sé hinsvegar þannig gerð- ur að hann þurfi sífellt að vera að. Áhuga sinn á kjörum verkalýðs rekur hann til upp- vaxtarára sinna á Eskifirði. Foreldrar hans voru verkafólk, hins vegar var mikið um broddborgara, betri borgara á Eskifirði, vel stæðar fjölskyldur frá fornu fari. „Móðir mín hvatti mig gegndarlaust til að láta hvergi undan síga í samkeppni við börn úr þessum fjölskyldum, hvorki á leikvelli né í einkunn- unr. Það var gífurlegur metnaður í henni gömlu konunni fyrir okkar hönd og þessi metnaður var stéttarlegs eðlis. Og við tömd- um okkur fyrir bragðið það að láta ekki troða á okkur og stéttarvitundin óx og dafn- aði og brýst þannig út að ég hef alltaf verið á kafi í félagsmálastörfum og þá ekki síst fyrir Alþýðubandalagið og verkalýðshreyfing- una.“ Og Björn heldur áfram. „Ég var svo sannarlega á báðum áttum þegar mér bauðst þriðja sætið á lista Alþýðubandalagsins á Austurlandi fyrir síðustu kosningar og nærri lá að ég tæki það ekki vegna þeirrar röskunar sem það hefði getað þýtt á högum fjölskyld- unnar. Það fór nú reyndar svo að ég tók það eftir að hafa rætt við mína fjölskyldu. En ég get fullyrt að metnaðurinn er ekki það mikill að hann ráði ferðinni einn og sér. Þar kemur margt annað til." Spurður um það hvort hann sé slóttugur hlær Björn við og verður slóttugur en um leið glettinn í framan. „Ég held að spurningin sé hvort maður er hreinskipinn eða undirförull og ég held að ég hafi yfirleitt verið talinn hreinskilinn, jafnvel um of.“ Alþýðubandalagið komið niður fyrir öll hættumörk Hvort hann stefni á þing? „Ég hef hugann við það sem ég er að fást við hverju sinni. Lengra nær það nú ekki. Þó get ég viður- kennt að ég stefndi á það á ákveðnum tíma- punkti að verða formaður verkalýðsfélags- ins. Ég stefndi t.d. ekki að því að verða ritari flokksins." Hvernig það kom til: „Einfald- lega þannig að á landsfundi er komið til mín og spurt hvort ég væri tilbúinn að taka sæti í stjórn ef Ólafur Ragnar yrði formaður. Og ég gaf kost á mér með því skilyrði að það kæmi ekki í veg fyrir að ég gæti áfram óhindr- að sinnt því sem ég væri að gera þ.e. að segja verkalýðsmálum nr. 1, 2 og 3." En hvers vegna ritari stjórnmálaflokks? „í mínum huga var Alþýðubandalagið komið niður fyrir öll hættumörk í fylgi og ég vildi taka þátt í tilraun til þess að rífa það upp og ég trúi því að við náum því svo framarlega sem það verður einhver friður til þess innan flokks- ins, en það verður erfitt þar sem aðrir flokk- ar eins og Kvennalistinn eru nokkuð fastir í sessi með mikið fylgi." Birni er tíðrætt um áróður, enda er honum sjálfum lagið að reka áróður fyrir sjónarmið- um sínum og á vænan skerf í því hvað allir virðast vita vel um slæm launakjör fisk- vinnslufólks nú um stundir. Hins vegar verð- ur ekki annað skilið en hann eigi við hag- fræðingana í verkalýðshreyfingunni er hann talar um ákveðna menntamenn sem búi vissulega yfir þekkingu en sé ekki lagið að setja hlutina þannig fram að aðrir skilji. Hann tekur einfalt dæmi: „Það er búið að jarða heila bændastétt í landinu með áróðri, oft á tíðum ósvífnum áróðri, en forystu- mönnum bænda hefur ekki verið lagið að taka á móti. Þeir hafa ekki kunnað „propa- ganda". Á sama veg hefur smám saman verið að fara fyrir verkalýðshreyfingunni." 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.