Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 55

Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 55
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL m.a.: „Hvað er það sem málið snýst um? Bann við nekt? Því fer fjarri. Það er að sjálf- sögðu engin ástæða til að amast við nektinni sem slíkri ... Það sem skiptir sköpum eru stellingarnar, svipurinn og limaburðurinn í heild, sem á að koma eftirfarandi boðskap á framfæri: Ég er viljalaust verkfæri, sköpuð til þjónustu, reiðubúin að gera allt sem þú biður um... Með slíkum myndum eru kven- kyns manneskjur niðurlægðar og gerðar að auðsveipum hundstíkum, sem ýlfra framan í húsbændur sína. Hér er annað og miklu meira í húfi en hlutverk okkar sem kynvera. Hér er verið að ala á þeirri hugmyndafræði, að við konur séum óæðri verur... Auðsveip- ar, undanlátssamar, ávallt til reiðu. í rúminu jafnt og á skrifstofunni, á götunni og á hvíta tjaldinu.“ Pornograpie: sýning á hórum Á sama tíma og Emmu-konur skáru upp herör gegn klámi í tímaritinu gáfu þær út bókina „Klám“ (Pronography) eftir banda- ríska rithöfundinn Andreu Dworkin, á þýsku. í formála þýsku útgáfunnar ítrekar Alice Schwarzer, að barátta kvenna gegn klámi sé ekki borin uppi af siðferðislegum tepruskap, heldur sé hér um að ræða baráttu gegn kven- hatri. Schwarzer bendir á, að klámiðnaður- inn hafi vaxið hröðum skrefum á síðustu ár- um og dreifing á „hörðu“ klámi færst veru- lega í aukana. „Það sem hefur átt sér stað, er að klámið hefur náð að gegnsýra kynlífið og alla hversdagslega tilveru okkar. Þessu fylgir óneitanlega sú árátta að líta á allar konur sem hórur. Eins og Dworkin bendir á merkir gríska orðið pornograpie lýsingu eða sýningu á hórum.“ í þeim heftum tímaritsins Emmu, sem út hafa komið frá því að þessi nýja herferð gegn klámi hófst, er umræðunni um ofbeldisdýrk- un og kvenhatur á klámmarkaðnum haldið áfram. Það er til marks um þá skinhelgi, sem ríkir í þessum málum, að fljótlega eftir út- komu októberheftis tímaritsins börðu tveir lögfræðingar það í gegn, að blaðasalar í Bæj- aralandi og víðar hættu við að bjóða heftið til kaups, - á þeirri forsendu, að í því væru myndir sem féllu undir hugtakið „hart" klám (!) Þessi ráðstöfun vakti mikla hneykslun hér í landi. Ástæðan var ekki einungis sú að lög- fræðingum skyldi takast að hindra dreifingu tímarita, sem stefnt var gegn klámi með þeirri furðulegu röksemd, að í því væru Atriði úr kvikmynd Pasolinis „Saio“. Úr klámbúðarglugga í Hamborg. óleyfilegar klámmyndir. Það sem olli enn meiri vandlætingu var sú staðreynd, að um- ræddir lögfræðingar eru báðir á mála hjá forlögum sem gefa út „létt“ klámrit á borð við „Playboy“ og fleiri karlablöð. Fjörugar umræður Þrátt fyrir þetta takmarkaða sölubann hef- ur þeim Emmu-konum tekist að stugga veru- lega við almenningi og vekja fjörugar um- ræður. Karlmenn hafa t.d. látið töluvert í sér heyra, - reyndar ekki alltaf af mikilli og djúpri speki. Nokkrir þeirra karla, sem hafa lagt orð í belg, hafa þó fjallað um málið af skilningi og fordómaleysi. Þar má nefna ágæta grein, sem birtist í janúarhefti tíma- ritsins Emmu. Sá texti er saminn af þýska blaðamanninum Lohmann og var upphaf- lega lesinn í útvarp. í greininni reifar höf- undur þá röksemd, að ofvöxt í klámiðnaði megi rekja til þess, að karlmenn hafi á síð- ustu tímum verið að missa það vald, sem þeir hafa haft yfir konum um aldir. Árátta þeirra til að smána og lítillækka konur í kynferðis- efnum eigi sér rætur í óttanum við að missa umrætt vald. Þeir fái djúpa fullnægju út úr því að lesa um eða horfa á konur, sem eru svívirtar, kvaldar og píndar. Slíkar aðfarir veiti körlum þá tilfinningu, að þeir séu enn herrar sköpunarinnar. Jafnréttisbarátta kvenna á síðari tímum hafi því m.ö.o. vakið upp þá áráttu í hvatalífi karla að bæta sér upp félagslegan forréttinda- og valdamissi með yfirgangi í kynfeðismálum. Hver svo sem ástæðan er, þá er það stað- reynd, að klámfarganið hefur farið úr öllum böndum á síðustu árum. Það á ekki einungis við um Vestur-Þýskaland, heldur hafa nágrannar Þjóðverja líka verið iðnir við kol- ann. Sem dæmi má nefna að svonefndar „frjálsar" sjónvarpsstöðvar í Frakklandi hafa tekið upp þann sið að láta naktar konur dilla brjóstum og bossum framan í áhorfend- ur í dagskrárlok. Nýlega bárust þau tíðindi, að Austur-Þjóðverjar hefðu keypt slatta af frönskum klámmyndum og væru farnir að sýna slíkar myndir í sjónvarpi. Hvort sú til- raun ráðamanna til að lyfta andlitinu á sósí- alismanum nær árangri, er svo aftur annað mál. Gárungar hafa haft á orði, að það sé a.m.k. ánægjulegt, að andi þeirrar umbóta- stefnu sem nú ríkir í Sovét, skuli hafa borist til Þýska Alþýðulýðveldisins, - í gerfi als- berra karla og kvenna. Kynlíf er fagurt fyrirbæri Það sem veldur Emmu-konum einna mestum áhyggjum er sá rökstuddi grunur, að 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.