Þjóðlíf - 01.02.1988, Side 55

Þjóðlíf - 01.02.1988, Side 55
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL m.a.: „Hvað er það sem málið snýst um? Bann við nekt? Því fer fjarri. Það er að sjálf- sögðu engin ástæða til að amast við nektinni sem slíkri ... Það sem skiptir sköpum eru stellingarnar, svipurinn og limaburðurinn í heild, sem á að koma eftirfarandi boðskap á framfæri: Ég er viljalaust verkfæri, sköpuð til þjónustu, reiðubúin að gera allt sem þú biður um... Með slíkum myndum eru kven- kyns manneskjur niðurlægðar og gerðar að auðsveipum hundstíkum, sem ýlfra framan í húsbændur sína. Hér er annað og miklu meira í húfi en hlutverk okkar sem kynvera. Hér er verið að ala á þeirri hugmyndafræði, að við konur séum óæðri verur... Auðsveip- ar, undanlátssamar, ávallt til reiðu. í rúminu jafnt og á skrifstofunni, á götunni og á hvíta tjaldinu.“ Pornograpie: sýning á hórum Á sama tíma og Emmu-konur skáru upp herör gegn klámi í tímaritinu gáfu þær út bókina „Klám“ (Pronography) eftir banda- ríska rithöfundinn Andreu Dworkin, á þýsku. í formála þýsku útgáfunnar ítrekar Alice Schwarzer, að barátta kvenna gegn klámi sé ekki borin uppi af siðferðislegum tepruskap, heldur sé hér um að ræða baráttu gegn kven- hatri. Schwarzer bendir á, að klámiðnaður- inn hafi vaxið hröðum skrefum á síðustu ár- um og dreifing á „hörðu“ klámi færst veru- lega í aukana. „Það sem hefur átt sér stað, er að klámið hefur náð að gegnsýra kynlífið og alla hversdagslega tilveru okkar. Þessu fylgir óneitanlega sú árátta að líta á allar konur sem hórur. Eins og Dworkin bendir á merkir gríska orðið pornograpie lýsingu eða sýningu á hórum.“ í þeim heftum tímaritsins Emmu, sem út hafa komið frá því að þessi nýja herferð gegn klámi hófst, er umræðunni um ofbeldisdýrk- un og kvenhatur á klámmarkaðnum haldið áfram. Það er til marks um þá skinhelgi, sem ríkir í þessum málum, að fljótlega eftir út- komu októberheftis tímaritsins börðu tveir lögfræðingar það í gegn, að blaðasalar í Bæj- aralandi og víðar hættu við að bjóða heftið til kaups, - á þeirri forsendu, að í því væru myndir sem féllu undir hugtakið „hart" klám (!) Þessi ráðstöfun vakti mikla hneykslun hér í landi. Ástæðan var ekki einungis sú að lög- fræðingum skyldi takast að hindra dreifingu tímarita, sem stefnt var gegn klámi með þeirri furðulegu röksemd, að í því væru Atriði úr kvikmynd Pasolinis „Saio“. Úr klámbúðarglugga í Hamborg. óleyfilegar klámmyndir. Það sem olli enn meiri vandlætingu var sú staðreynd, að um- ræddir lögfræðingar eru báðir á mála hjá forlögum sem gefa út „létt“ klámrit á borð við „Playboy“ og fleiri karlablöð. Fjörugar umræður Þrátt fyrir þetta takmarkaða sölubann hef- ur þeim Emmu-konum tekist að stugga veru- lega við almenningi og vekja fjörugar um- ræður. Karlmenn hafa t.d. látið töluvert í sér heyra, - reyndar ekki alltaf af mikilli og djúpri speki. Nokkrir þeirra karla, sem hafa lagt orð í belg, hafa þó fjallað um málið af skilningi og fordómaleysi. Þar má nefna ágæta grein, sem birtist í janúarhefti tíma- ritsins Emmu. Sá texti er saminn af þýska blaðamanninum Lohmann og var upphaf- lega lesinn í útvarp. í greininni reifar höf- undur þá röksemd, að ofvöxt í klámiðnaði megi rekja til þess, að karlmenn hafi á síð- ustu tímum verið að missa það vald, sem þeir hafa haft yfir konum um aldir. Árátta þeirra til að smána og lítillækka konur í kynferðis- efnum eigi sér rætur í óttanum við að missa umrætt vald. Þeir fái djúpa fullnægju út úr því að lesa um eða horfa á konur, sem eru svívirtar, kvaldar og píndar. Slíkar aðfarir veiti körlum þá tilfinningu, að þeir séu enn herrar sköpunarinnar. Jafnréttisbarátta kvenna á síðari tímum hafi því m.ö.o. vakið upp þá áráttu í hvatalífi karla að bæta sér upp félagslegan forréttinda- og valdamissi með yfirgangi í kynfeðismálum. Hver svo sem ástæðan er, þá er það stað- reynd, að klámfarganið hefur farið úr öllum böndum á síðustu árum. Það á ekki einungis við um Vestur-Þýskaland, heldur hafa nágrannar Þjóðverja líka verið iðnir við kol- ann. Sem dæmi má nefna að svonefndar „frjálsar" sjónvarpsstöðvar í Frakklandi hafa tekið upp þann sið að láta naktar konur dilla brjóstum og bossum framan í áhorfend- ur í dagskrárlok. Nýlega bárust þau tíðindi, að Austur-Þjóðverjar hefðu keypt slatta af frönskum klámmyndum og væru farnir að sýna slíkar myndir í sjónvarpi. Hvort sú til- raun ráðamanna til að lyfta andlitinu á sósí- alismanum nær árangri, er svo aftur annað mál. Gárungar hafa haft á orði, að það sé a.m.k. ánægjulegt, að andi þeirrar umbóta- stefnu sem nú ríkir í Sovét, skuli hafa borist til Þýska Alþýðulýðveldisins, - í gerfi als- berra karla og kvenna. Kynlíf er fagurt fyrirbæri Það sem veldur Emmu-konum einna mestum áhyggjum er sá rökstuddi grunur, að 55

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.