Þjóðlíf - 01.05.1991, Síða 5

Þjóðlíf - 01.05.1991, Síða 5
STUNDIN NÚLL! — Við verðum menningarleg höfuðborg Evrópu! Um bjart- sýni og þunglyndi í Weimar, Lei- pzig og Dresden og stuttu tísk- una í Prag—.Tíðindamaður Þjóðlífs, Einar Heimisson, fang- ar augnablikið og skoðar spegla sögunnar í „nýju“ borgunum í Austur-Evrópu dagana kringum 1. maí.......... 23 LÍFFÆRI TIL SÖLU Ólafur Ingólfsson líffræðingur segir frá óhugnanlegri verslun með líffæri víða um heim. Vax- andi eftirspurn hefur skapað svartan markað þar sem líffæri ganga kaupum og sölum. Síð- ustu ár hefur komist upp um meiri háttar glæpastarfsemi vegna þjófnaðar á líffærum. Sagt frá fátækiingi í Venesúela: „Augunum var stolið úr mér“ .................. 51 þjóðfélagsmál mmm^^^mm Líffæri ganga kaupum og sölum. 48 Augunum var stolið úr mér.. 50 VIÐSKIPTI Smáfréttir ..................... 52 náttúra/vísindi mmm^^mmmm Verður regnskógunum bjargað?..... 54 Ósonþurrðin eykur tíðni krabbameins...................... 55 Nikótíntyggjó virkar einungis án kaffis........................ 55 Varnaraðferð hríðskotabjöllunnar 500 skot á sekúndu .............. 56 Ellihrumur alheimur ............. 56 Kastið saltstauknum!............. 57 ÝMISLEGT Krossgáta ....................... 62 Stöðugleika fórnað Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum grafa undan stöðugleikanum sem þjóðin hafði skapað á síðustu árum. Ríkisstjórnin rökstuddi vaxtahækkanirnar með því að það þyrfti að slá á þenslu og bæta stöðu ríkissjóðs. Vaxtahækkanirnar væru nauðsynlegar til þess að halda við stöðugleikanum. í umfiöllun Þjóðlífs að þessu sinni eru hins vegar færð gild rök fyrir því að afleiðingarnar verði allt aðrar. Aðgerðirnar leiða til kostnaðarverðbólgu, ríkissjóður mun tapa og það sem verst er; stöðugleikanum er fórnað, verðbólgan er laus úr böndunum. Flestir töldu eðlilegt að ríkisstjórnin reyndi að draga úr halla ríkissjóðs. Þannig má segja að almennur stuðningur hafi verið við niðurskurð útg jalda og reyndar þótti mörgum ekki nóg að gert í þeim efnum. Meira að segja hefði almenningur skilið að það þyrfti að hækka lítils háttar vexti á spariskírteinum ríkissjóðs. En það geta fáir sætt sig við svona miklar hækkanir og að því er virðist skilningssljóar ákvarðanir sem skerða hag flestra heimila og fyrirtækja í landinu. Afleiðingar vaxtahækkana húsnæðisstjórnarlána sem tekin voru bæði í húsnæðiskerfinu sem gilti frá 1984 til 1986 og í 1986-kerfinu eru á sömu bók. Af ummælum ráðherra er ekki annað að álykta en þeir hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir voru að gera. Það er hins vegar ómerkilegur fyrirsláttur stjórnarherra að gagnrýnendur þessara ákvarðana hafi ekki bent á önnur úrræði í efnahagsmálum. Menn í öllum stjórnmálaflokkk- um hafa verið að benda á ýmsar leiðir; niðurskurð og frestun á opinberum framkvæmdum, skatta á fiármagnstekjur, einföldun og uppstokkun í landbúnaðarkerfinu, leigu veiðileyfa í stað kvótakerfisins í sjávarútvegi og annað sem skapaði ríkissjóði tekjur og bætti lífskjör landsmanna með heilbrigðara efnahagslífi. Og það liggur í augum uppi að fiármagnseigendur á Islandi búa við ofdekur af hálfu stjórnvalda, — þeir þurfa ekki að greiða gjöld af fiármagn- stekjum sínum. En einmitt þessum ofdekraða hópi er ríkisstjórnin að hygla með ráðstöfun- um sínum. Engu er líkara en á nokkurra ára fresti komist kreddulið til áhrifa við vaxtaákvarðanir; menn sem halda að háir vextir leysi flest vandamál í efnahagslífi. Og nú er aftur farið á vaxtafyllerí og stjórnarherrarnir virðast vera búnir að gleyma rústunum sem hávaxtafylli- bytturnar skildu síðast eftir sig; árið 1988. Kredduliðið virðist telja að stjórnvöld eigi ekki að leita leiða til að lækka vexti. Athyglisvert að þau lönd sem menn eru gjarnan að miða við í frjálsræðisheimi hafa þann hátt á að stjórnvöld hafa óbein áhrif á vaxtastig. Hvarvetna er leitað samninga og samkomulags meðal þeirra í peningaheiminum sem mest hafa áhrif. En uppi á íslandi var á dögunum við engan talað. Teknar voru einhliða ákvarðanir um vaxtahækkanir á ríkispappírum sem og um afturvirkar hækkanir í húsnæðiskerfinu. Það var ekki einu sinni reynt að halda vöxtunum niðri, engin viðleitni. Þetta var afspyrnu óklókt af ríkisstjórninni og einstaklega óheppilegt fyrir íslenska efnahagslífið. Aðilar vinnumarkaðar sem hafa lagt vinnu í að viðhalda stöðugleika á umliðnum misserum brugðust misjafnlega við vaxtahækkunum. VSÍ sem fram að vaxtahækkunum hafði verið mjög á varðbergi gagnvart hvers konar kostnaðarupphlaupum þagði eða lagði blessun sína yfir hækkanirnar. Þar með missti VSÍ ákveðna tiltrú sem sambandið hafði aflað sér áður meðal almennings. En það er líka umhugsunarefni að fyrirtækin í landinu sem mörg hver eru skuldsett og máttu ekki við þessum gífurlegu vaxtahækkunum skuli ekki eiga málssvara í samtökum sínum. Einmitt á punkti þar sem saman fara á auðsæan hátt hagsmunir heimila og fyrirtækja. Verkalýðshreyfingin brást yfirleitt við af snerpu. Hluti verkalýðshreyfingarinnar er samt í hálf mótsagnakenndri stöðu sem eigandi banka og hávaxtalífeyrissjóða. Sumir sjóðanna elta ævinlega uppi hæstu vexti á lánum til sjóðsfélaga sinna og skýrgreina hagsmuni þeirra eingöngu út frá reiknilíkönum um líklegt heilsufar sjóðsfélaga á 21.öld. Reyndar er það svo enn ein mismununin í vaxtaruglinu hversu ólík kjör sjóðirnir hafa á lánum sínum. Það verður fylgst með því hvernig sjóðirnir bregðast nú við vaxtaofstopanum. Og reyndar fá þeir tækifæri núna sumir hverjir sjálfir til að sporna við hávaxtaflippinu. Verkalýðshreyfingin getur ekki gengið til samninga í haust með hávextina hangandi yfir launafólki. Ríkisstjórnin og samtök atvinnurekenda geta heldur ekki reiknað með neinni tiltrú frá almenningi öðruvísi en að snúa biaðinu algerlega við; lækka vextina. Óskar Guðmundsson. Útgefandi: Þjóðlíf h.f. Vallarstræti 4, box 1752, 121 Reykjavík, sími 621880. Stjóm: Kristinn Karlsson, Svanur Kristjánsson, Ásgeir Sigurgestsson, Hrannar Björn, Jóhann Antonsson, Margrét S. Björnsdóttir, Hallgrímur Guðmundsson, Guðmundur Ólafsson, Halldór Grönvold og Helgi Hjörvar. Framkvæmda- stjóri: Garðar Vilhjálmsson. Ritstjóri Þjóðlífs: Óskar Guðmundsson. Setn o.fl.: María Sigurðardóttir. Próförk.: Sigríður Matthíasdóttir. Fréttaritarar: Einar Heimisson (Freiburg) Guðni Th. Jóhannesson, Guðmundur Jónsson (London), Bjarni Þorsteinsson (Danmörku), Guðrún Helga Sigurðardóttir (Finn- landi), Guðbjörg Linda Rafnsdóttir (Lundi), Jón Ásgeir Sigurðsson (New Haven), Þorfinnur Ómarsson (París). Forsíða,hönnun: Erlingur Páll Ingvarsson. Skrifstofa m.m.: Pétur Björnsson. Bókhald: Jón Jóhannesson. Auglýsingastjóri: Kristján Þorsteinsson. Prentvinnsla: Prentstofa G. Benediktssonar Kópavogi. Áskriftasími: 621880. Framkvæmdastjóri 623280. Auglýsingasímar: 26450 og 28149. Rit- stjóri: 28230. ÞJÓÐLÍF 5

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.