Þjóðlíf - 01.05.1991, Síða 10
INNLENT
Skerðir
samkeppnis-
kæfni íslenskra
Þegar vextir eru orðnir helmingi
hærri en í samkeppnislöndum skerð-
ist hæfni íslenskra fyrirtækja til að
standast samkeppni. Þessi vandi
verður enn stærri þegar haft er í huga
að ísiensk fyrirtæki eru nú þegar yfir-
ieitt mun skuldsettari en gengur og
gerist meðal fyrirtækja erlendis.
Vaxtahækkanirnar leiða því til þess
að íslensk útflutningsfyrirtæki lenda í
erfiðari stöðu gagnvart samkeppnis-
fyrirtækjum erlendis. Og það sama á
við um íslensk fyrirtæki sem keppa á
markaði við innflutta vöru og þjón-
ustu.
Viðeyjarstjórnin kýldi vextina upp aftur.
En þegar þessar vaxtahækkanir byrjuðu
að segja til sín á árinu 1987 kollvörpuðust
öll plön hjá íbúðakaupendum á áður-
nefndu árabili (1984—1986). Þessi vaxta-
hækkun lífeyrissjóðanna leiddi til þess að
margir íbúðakaupendanna misstu íbúð-
irnar eða neyddust til að taka dýr bankalán
til að hafa fyrir afborgunum. Það er reynd-
ar enn eitt dæmið um hvernig vaxtahækk-
anir leiða oft til meiri eftirspurnar eftir
lánsfjármagni þvert á kenningar hávaxta-
manna um að hávextir slái á eftirspurn. En
aðalatriðið er þó að fólkið sem keypt hafði
íbúðir á þessu tímabili þurfti að mæta auk-
inni greiðslubyrði með hærri launum eða
fleiri lánum.
Á það er að benda að vegna þess að
lánshlutfall húsnæðisstjórnarlána í íbúða-
kaup 1984 til 1986 var minna en síðar varð
þá hefur vaxtabyrðin af allri íbúðaskuld-
bindingunni verið meiri en ella. Þannig
væri einnig hægt að skipa íbúðakaupend-
um í flokka eftir því hvernig lánakerfið var
hverju sinni og fá út meðalvaxtabyrði. Og
jafna síðan út vexti eftir því.
Nú hefur ríkisvaldið enn einu sinni
ákveðið að þyngja álögur á íbúðakaupend-
um þessa tímabils með hækkun húsnæðis-
vaxta aftur í tímann. Forstjóri Húsnæðis-
stofnunar hefur upplýst að hækkunin nái
til allt að 21 þúsund lántakenda og
greiðslubyrði vegna vaxtanna á lánunum
frá 1984 til 1986 þyngist um tæplega 22%.
En það er aðeins hluti af aukinni greiðslu-
byrði í kjölfar ákvarðana ríkisstjórnarinn-
ar. Með hækkun húsnæðisvaxtanna var
komið aftan að fólkinu. Morgunblaðið
varaði ríkisstjórnina við í leiðara 22.maí
s.l.: „Það hefur verið óþolandi kækur í
þessu þjóðfélagi árum saman að gjör-
breyta forsendum fyrirfjárhagslegum ráð-
stöfunum fólks með stjórnvaldsákvörðun-
um“. En Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra kvað á hinn bóginn sérstakt
Eykur
erlendis
—Vaxtahækkanirnar draga ekki endi-
lega úr erlendum lánum því í stað
þess að ríkið taki lánin neyðast fyrir-
tæki til að gera það sagði fjármálast-
jóri stórs fyrirtækis í samtali við Þjóð-
líf-.
í rauninni auka þessar gífurlegu
hækkanir erlendar lántökur. Auðvitað
hljóta fyrirtækin að bregðast við bæði
vörukaupalánum og langtímafjárfest-
ingarlánum og við skuldbreytingum
með því að leita hófanna erlendis.
Menn verða að hafa í huga að langtíma-
lánin hjá íslensku bönkunum eru núna
með föstum vöxtum sem eru með þetta
11 til 13% raunvexti. Þau fyrirtæki sem
geta fara því á erlendan markað og fá
mun hagstæðari lán þrátt fyrir mikla
fyrirhöfn og lántökugjald hér heima
auk mikillar gengisáhættu, sagði fjár-
málastjórinn.
réttlætismál að hækka vextina á þessum
gömlu fárhagsskuldbindingum! Vísaði
hann til þess að byggingasjóðirnir væru í
aukinni þörf fyrir fjármagn til að mæta
nýjum útlánum. Þannig er sífellt höggvið í
sama knérunn; fólkið sem þurfti að greiða
verðtrygginguna og háa vexti frá 1980 til
1986 í þeim tilgangi að bæta byggingasjóð-
unum tjónið vegna óverðtryggðra útlána
kynslóðarinnar á undan, á nú að greiða
enn meira til að mæta þörfum húsnæðis-
kynslóðarinnar á eftir. Fjármálaráðherra
hefur einnig sagt að ef lífeyrissjóðirnir
knýi fram hærri vexti fyrir sig muni ríkis-
valdið bregðast við því með því að hækka
vaxtaprósentuna enn meira af gömlu hús-
næðislánunum. Þannig virðist þetta
vaxtafyllerí engan endi ætla að taka.
Valur Valsson, bankastjóri íslands-
banka hefur sagt í fjölmiðlum að „hækkun
á vöxtum spariskírteina gæfi augljóst til-
efni til vaxtahækkana á inn og útlánum
bankanna“. Og aðrir bankastjórar hafa
tekið undir þetta sjónarmið. Þetta þýðir að
sjálfsögðu að aðrar langtímaskuldbinding-
ar en húsnæðisstjórnarlán þyngjast enn
frekar.
Sumir græða
Er kolkrabbinn að eignast allt?
Sú almenna vaxtahækkun sem nú
hefur orðið mun flytja þeim einstak-
lingum skattlausar tekjur sem hafa haft
aðstöðu til að fjárfesta í verðbréfum.
Þeir einstaklingar sem skulda verða
hins vegar fyrir miklum búsifjum án
þess að tillit sé til þess tekið í sköttum
svo neinu nemi.
Húsnæðiskynslóð ráðherra í ríkis-
stjórninni sem fékk ódýr húsnæðislán og
námslán sleppur við búsifjarnar, þ.e.
verðbótalausa kynslóðin en húsnæðis-
kynslóðirnar sem koma á eftir tapa
miklu.
Fyrirtæki sem skulda mikið munu á
sama hátt stórtapa á þessum hækkunum
en þau fáu fyrirtæki sem hafa góða eigin-
fjárstöðu munu hins vegar standa mun
betur að vígi. í rauninni er hér um að
ræða fjármagnsflutninga frá skuldugum
heimilum og fyrirtækjum til nokkurra
fyrirtækja og einstaklinga.
„Ætli kolkrabbinn eignist bara ekki
allt“, sagði kunnur hagfræðingur úr
Sjálfstæðisflokknum í samtali við tíð-
indamann Þjóðlífs þar sem verið var að
ræða afleiðingar vaxtahækkananna.
0
10 ÞJÓÐLÍF