Þjóðlíf - 01.05.1991, Qupperneq 12
stæð, þau gildi við ákveðnar aðstæður en
aðrar ekki. Hann bendir á að endurteknar
vaxtahækkanir í formi verðbótaþáttar og
hárra raunvaxta haft verið máttvana hér á
landi í því efni að draga úr eftirspurn láns-
fjár og peningaframboði. „Allar fullyrð-
ingar um áhrif vaxta í þá átt við ríkjandi
aðstæður eru marklausar og rekast á við
tölulegar staðreyndir“(Líf og landshagir
bls. 81).
Það er umhugsunarvert að af þeim sex
ríkjum sem hafa reynt verðtryggingu með
vísitölubindingu á lánsfjármagni hafa öll
nema Island lagt slík kerfi niður. Niður-
staðan af reynslunni hefur verið sú að
verðbinding fjárhagslegra skuldbindinga
hafi verið verðbólguhvetjandi. Það er með
ólíkindum að allt hávaxtahagfræðinga-
stóðið eins og það leggur sig klifar á vaxta-
frelsi og að Islendingar þurfi að hafa sama
fyrirkomulag á vaxtaákvörðunum og er
annars staðar á Vesturlöndum. En enginn
þeirra gengur fram fyrir skjöldu og krefst
þess að vísitölubinding verði afnumin
—eins og alls staðar annars staðar í heim-
inum.
Hér á landi hefur frelsið í peninga-
málum aðeins verið skýrgreint út frá hags-
munum fjármagnseiganda. Hans hags-
munir eru einráðir. Verðtryggingin er
þannig til komin og hávaxtafylleríið er
sömuleiðis fyrir hann. En það er eins og sú
efnahagslega staðreynd hafi farið framhjá
hávaxtahagfræðingunum að skuldarar eigi
einnig hagsmuna að gæta og að það sé
ástæða til að líta á „frelsi“ þeirra. Það má
nefnilega líta svo á að ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar t.d. um hækkun húsnæðis-
lána sem tekin voru fyrir sex árum til fjör-
tíu ára sem og hliðstæðar vaxtahækkanir
lífeyrissjóða séu siðlausar, í rauninni frels-
isskerðandi úr hófi fram. Ef vextir væru
fastir í langtímaskuldbindingum þá hefði
það frekar einhverja þýðingu til að slá á
þenslu og umframeftirspurn eftir íjár-
magni að hækka vexti. Skuldari væri þá
frjálsari að því að taka lán þegar hann telur
það hagkvæmt, á tímum lágra vaxta, en
neita sér um það á tímum hárra vaxta.
Fjármagnseigandinn er hér á landi ekki
bara með allt sitt á þurru, hann er fyrir-
fram búinn að tryggja sér hagnað á hóf-
lausan og siðlausan hátt. í langtíma-
skuldbindingum er hann með verðtryggt
lán, þ.e. alltaf tryggt gegn verðbólgu,
hann fær auk þess ekki bara hóflega vexti
heldur hæstu markaðsvexti af láninu
hverju sinni og er e.t.v einnig með bak-
tryggingu í húseignum viðkomandi skuld-
ara.
ávaxtastefnan er kredda, kredda
sem heltekur öðru hvoru þá sem
hafa valist í ráðherrastóla. Það er t.d. at-
hyglisvert að á síðustu árum hafa hvað
eftir annað komið upp tillögur um að
hækka afturvirkt margnefnd húsnæðis-
stjórnarlán. Þeim tillögum hefur ævinlega
verið vísað á bug og ríkisstjórnir ekki látið
undan. Ekki fyrr en þessi kiknar í hnjálið-
unum.
Vaxtahækkanirnar hafa þegar valdið
óstöðugleika í þjóðfélaginu og þær hafa
rýrt kaupmátt. Þannig hafa þær gengið
þvert á þjóðarsátt. En þessu til viðbótar
þjóna þær í engu tilgangi ríkisstjórnarinn-
ar með þeim. Þær slá ekki á þenslu heldur
leiða til meiri kostnaðarverðbólgu en ella
—og þær slá ekki á útgjaldavanda ríkis-
sjóðs heldur auka hann þegar til lengri
tíma er litið.
0
Ruðningsáhrif ríkisins
Guðmundur Ólafsson hagfrœðingur: Vaxtahœkkanirnar
draga úr hagvexti
í almennri hagfræði er alþekkt hugtak,
„ruðningsáhrif ríkisins“ þegar ríkið
fjármagnar hallarekstur með lántökum
á innanlandsmarkaði, þ.e. með því að
hækka vexti á ríkisbréfum. Langvar-
andi ruðningsáhrif ríksins leiða til þess
að kostnaður fyrirtækja eykst og það
dregur úr hagvexti. Heildarniðurstað-
an verður hrein verðhækkun segir
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur.
Hinn heimsþekkti hagfræðiprófessor
Rudiger Dornbusch segir að í sumum
hagkerfum megi draga úr ruðningsáhrif-
um með því að auka peningamagn í um-
ferð og hins vegar séu áhrifin minni ef
atvinnuleysi er mikið í viðkomandi ríki.
En hann varar sérstaklega við ruðnings-
áhrifunum í hagkerfum þar sem at-
vinnuleysi er lítið: Hættan á ruðnings-
áhrifum verður mun meiri. Þar geta
ruðningsáhrifín snúist upp í meiri háttar
verðbólguvítisvél (Macro economics,
Rudiger Dornbusch og Stanley Fischer
bls.160).
„Aukin skattheimta síðustu ríkis-
stjórnar, bæði í formi hærri skatta og
harðari skattheimtu drógu umtalsvert úr
hagvexti samkvæmt rannsóknum Ás-
geirs Valdimarssonar hagfræðings við
Hagfræðistofnun HÍ. Þrátt fyrir þetta
jókst halli ríkisins. Sú ríkisstjórn sem nú
situr hefur ákveðið að fjármagna hallann
með auknum lántökum innanlands og
þarf til þess að hækka vexti á ríkisbréf-
um. Það mun ryðja atvinnurekstrinum
út af lánamarkaðinum og draga enn
frekar úr hagvexti", segir Guðmundur
Ólafsson.
Ræðumcnn á útifundi verkalýðsfélaganna; Leifur Guðjónsson forstöðumaður verðlagseftirlits
verkalýðsfélaganna, Selma Dóra Þorsteinsdóttir formaður Fóstrufélags Islands og Ögmundur
Jónasson formaður BSRB.
12 ÞJÓÐLÍF