Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 14

Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 14
INNLENT | VIMU- LAUS VEL- LÍÐAN - getur „heilbrigð vellíðan“ slegið vímuefnin út? — „Öðruvísi“ ráðstefna á Islandi í júní Kenningar bandaríska sálfræðiprófess- orsins Milkmans um Natural Highs (Vímulausa vellíðan) er sú að með því að rækta hjá ungmennum — og raunar hverjum sem er — hæfileikann til að „fá kikk“ út úr heilbrigðum og hollum at- höfnum sé vímuefnadraugnum skákað út í horn. Milkman verður á ráðstefnu á íslandi í júnímánuði. „Þetta er ungt og leikur sér“, segir gamla fólkið stundum um æskuna og slær sér á lær. Og víst eru uppátækin margvísleg. í nútímanum taka þau á sig ýmsar myndir og sumar verri en aðrar. Vímuefnaneysla ungmenna er sívaxandi vandamál um hinn vestræna heim og illa gengur að stemma stigu við henni. Umfjöllun um orsakir þessarar vaxandi neyslu hefur verið dálítið sundurlaus enda mál af því tagi æði flókin. Gjarnan er leitað skýringa í þjóðfélagsþróuninni, tengslaleysi kyn- slóðanna og breyttri stöðu æskufólks, auknum fjárráðum og vaxandi framboði vímuefna. Bandaríski sálfræðiprófessorinn Dr. Harvey Milkman hefur sett fram athyglis- verða kenningu um sókn ungmenna eftir vímu og styðst þar við rannsóknir sínar í samvinnu við lífefnafræðinga sem sýna fram á að hægt er með ákveðnum athöfn- um — s.s. líkamlegri áreynslu og slökun — að kalla fram hliðstæð efnafræðileg ferli í taugakerfmu og gerist við neyslu vímu- efna. Það tilheyrir leikjum æskunnar og eðlilegri forvitni að gera tilraunir með vit- undarástandið. Eða var ekki dálítið gaman að snúa sér í hringi til að fá svima, velta sér niður brekku eða taka þátt í sameiginleg- um yfirliðsæfingum með því að taka undir bringspalir hvers annars? En nútíminn kann önnur ráð til að komast í vímu sem eru bæði fljótvirk og áhrifarík en hafa hörmulegar aukaverkanir og verða undan- tekningarlaust til að vegir unglingsins og hamingjunnar skilja; vímuefnin. Kenning Milkmans & Co um Natural Highs (Vímulausa vellíðan) er sú að með því að rækta hjá ungmennum — og raunar hverjum sem er — hæfileikann til að „fá kikk“ út úr heilbrigðum og hollum at- höfnum sé vímuefnadraugnum skákað út í horn. Dr. Milkman verður á íslandi nú í júní- mánuði og heldur í samvinnu við Ung- lingaheimili ríkisins námsstefnu í Mos- fellsbæ um sólstöðurnar. Námskeið, fyrir- lestrar og listrænar uppákomur 20.-22. júní eru hugsaðar fyrir kennara, foreldra, þá sem vinna í heilbrigðis- og félagsþjón- ustu og raunar alla sem hafa áhuga á bættu samfélagi. Þátttakendum verður boðið upp á fjölbreytt námskeið undir stjórn ís- lenskra sálfræðinga og listamanna. Áhersla er lögð á líkamlega virkni, tengsl vellíðunar og mataræðis, slökun og list- ræna tjáningu. Þeir sem hafa lengi glímt við að láta drauma sína rætast með tak- mörkuðum árangri fá þarna námskeið við sitt hæfi og áhugamönnum um sjálfsskoð- un verður boðið í ferðalag um sköpunar- frumskóg sjálfsins. Inn í þetta allt saman verður fléttað léttum líkamsæfmgum og dansatriðum. Hápunkti sínum nær ráð- stefnan í sérstakri sólstöðuhátíð á Varmár- velli að kvöldi 21. júní með fjöldadansi. Hver veit nema þátttakendur nái hámarki vímulausrar vellíðunar með því að velta sér naktir í döggvotu grasinu þessa nótt? Skráning á ráðstefnuna stendur enn yfir og er hægt að skrá sig símleiðis á skrifstofu Unglingaheimilis ríkisins í síma 689270. Hér er á ferðinni „öðruvísi" ráðstefna þar sem tekið er á einu alvarlegasta vandamáli nútímans á nýstárlegan hátt. 0 14 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.