Þjóðlíf - 01.05.1991, Síða 18
STUNDIN NIILI!
Upphafspunktur þess
sem verður. Mannlíf í
austur-evrópskum
borgum eftir
kommúnisma
Við verðum menningarleg höfuðborg Evrópu! Um
bjartsýni og þunglyndi í Weimar, Leipzig og
Dresden og stuttu tískuna í Prag—.Þjóðlíf fangar
augnablikið og skoðar spegla sögunnar í„nýju“
borgunum í Austur-Evrópu dagana kringum 1. maí
EINAR HEIMISSON
Vorkoman í gamla Austur-Þýskalandi
var svöl þetta árið, hitastigið var ekki
nema 5 stig á fyrsta maí og loftið var
úrsvalt og blandað mengun úr bflum og
verksmiðjum. Austur-Þýskaland er
óhreint og það er í niðurníðslu. En fólkið
ætlar sér stóra hluti og það trúir á endur-
reisn landsins og þjóðarinnar þrátt fyrir
nýjar tölur hagfræðinga sem sýna at-
vinnuleysi og margvíslega aðra efna-
hagsörðugleika. Eða eins og gamli mað-
urinn á knæpunni í Dresden sagði: Við
sláum Miinchen við eftir 10 ár!
egar ég keyrði yfir samþýsku landa-
mærin gömlu var John Lennon í út-
varpinu: Imagine a 11 the people... Svo
heyrðist smám saman minna í Lennon,
rétt eins og sendikerfin austanmegin væru
enn ekki orðin eins máttug og vestanmeg-
in. Þarna sjást landamærin enn, stöku
varðturn milli trjáa og einskismannsland-
ið fyrrverandi er enn áberandi slétt og
gróðurlaust. Og svo keyrði ég áfram inn í
Þýringjaland: í áttina að borgunum gömlu
sem núna eru orðnar nýjar aftur... Eisen-
ach kúrir í dal en fyrir ofan borgina gnæfir
kastalinn Wartburg þar sem Luther
leyndist í tryggu skjóli fyrir ofsóknar-
mönnum sínum enda mun sá kastali aldrei
hafa verið unninn hvorki fyrr né síðar; þar
börðust eitt sinn 5 farandsöngvarar um
hylli ungmeyja með mansöngvum sínum
Tíðindamaður Þjóðlífs við einn af frægustu speglum sögunnar, þinghúsið í Berlín sem brann á
útmánuðum 1933.
og það varð Wagner efni í óperu; núna er
Wartburg orðinn vinsæll ferðamannastað-
ur á ný. Inni í miðborg Eisenach er fæð-
ingarhús Jóhanns Sebastians Bachs og
það er núna safn. En annars er Eisenach
dæmigerð lítil borg fyrir það sem áður hét
Þýska alþýðulýðveldið; þar er lítill mið-
bær og eitt kaffihús þar sem fólk situr og
borðar kökur, kaffihúsið er í afskaplega
daufum litum; trabantarnir voru allir ljós-
brúnir eða ljósgrænir eða ljósgulir —
kaffihúsið er í sömu litum, steingólf, ljós-
gulir veggir og þjónn á ljósbrúnu vesti og
ljósbrúnum buxum; þetta eru hinir sönnu
pastellitir Alþýðulýðveldisins.
Næsta borg við Eisenach er Erfurt.
Hún er iðnaðarborg og þar er gott knatt-
spyrnulið sem gæti komist i Bundesliguna
en þar er fásinnið áberandi á sunnudags-
kvöldi: snoturlega endurbyggð miðborgin
er nánast mannauð og ég finn aðeins einn
veitingastað sem reyndar er afar virðuleg-
ur. En ljóst er að þetta er ekki sérlega
alþýðlegur veitingastaður og allt í einu
ryðst ölvaður maður inn á staðinn með
hund í bandi og öskrar svo leggur úr bark-
anum um víðan völl:
Hundurinn minn finnur lykt af skó-
áburði!!!
Og hún er reyndar mjög áberandi í
þessu fyrrverandi Alþýðulýðveldi, mis-
skiptingin. Það sést á bílunum og það sést
á húsunum sem fólk býr í: afar margir eru
búnir að kaupa sér nýja bíla og raunar er
umferðin austanmegin síst minni en vest-
anmegin; vegirnir eru yfirleitt mjög góðir
og það er gaman að keyra gegnum gróin
landbúnaðarhéruðin sem eitt sinn voru
forðabúr alls Þýskalands. Kannski verða
18 ÞJÓÐLÍF