Þjóðlíf - 01.05.1991, Qupperneq 18

Þjóðlíf - 01.05.1991, Qupperneq 18
STUNDIN NIILI! Upphafspunktur þess sem verður. Mannlíf í austur-evrópskum borgum eftir kommúnisma Við verðum menningarleg höfuðborg Evrópu! Um bjartsýni og þunglyndi í Weimar, Leipzig og Dresden og stuttu tískuna í Prag—.Þjóðlíf fangar augnablikið og skoðar spegla sögunnar í„nýju“ borgunum í Austur-Evrópu dagana kringum 1. maí EINAR HEIMISSON Vorkoman í gamla Austur-Þýskalandi var svöl þetta árið, hitastigið var ekki nema 5 stig á fyrsta maí og loftið var úrsvalt og blandað mengun úr bflum og verksmiðjum. Austur-Þýskaland er óhreint og það er í niðurníðslu. En fólkið ætlar sér stóra hluti og það trúir á endur- reisn landsins og þjóðarinnar þrátt fyrir nýjar tölur hagfræðinga sem sýna at- vinnuleysi og margvíslega aðra efna- hagsörðugleika. Eða eins og gamli mað- urinn á knæpunni í Dresden sagði: Við sláum Miinchen við eftir 10 ár! egar ég keyrði yfir samþýsku landa- mærin gömlu var John Lennon í út- varpinu: Imagine a 11 the people... Svo heyrðist smám saman minna í Lennon, rétt eins og sendikerfin austanmegin væru enn ekki orðin eins máttug og vestanmeg- in. Þarna sjást landamærin enn, stöku varðturn milli trjáa og einskismannsland- ið fyrrverandi er enn áberandi slétt og gróðurlaust. Og svo keyrði ég áfram inn í Þýringjaland: í áttina að borgunum gömlu sem núna eru orðnar nýjar aftur... Eisen- ach kúrir í dal en fyrir ofan borgina gnæfir kastalinn Wartburg þar sem Luther leyndist í tryggu skjóli fyrir ofsóknar- mönnum sínum enda mun sá kastali aldrei hafa verið unninn hvorki fyrr né síðar; þar börðust eitt sinn 5 farandsöngvarar um hylli ungmeyja með mansöngvum sínum Tíðindamaður Þjóðlífs við einn af frægustu speglum sögunnar, þinghúsið í Berlín sem brann á útmánuðum 1933. og það varð Wagner efni í óperu; núna er Wartburg orðinn vinsæll ferðamannastað- ur á ný. Inni í miðborg Eisenach er fæð- ingarhús Jóhanns Sebastians Bachs og það er núna safn. En annars er Eisenach dæmigerð lítil borg fyrir það sem áður hét Þýska alþýðulýðveldið; þar er lítill mið- bær og eitt kaffihús þar sem fólk situr og borðar kökur, kaffihúsið er í afskaplega daufum litum; trabantarnir voru allir ljós- brúnir eða ljósgrænir eða ljósgulir — kaffihúsið er í sömu litum, steingólf, ljós- gulir veggir og þjónn á ljósbrúnu vesti og ljósbrúnum buxum; þetta eru hinir sönnu pastellitir Alþýðulýðveldisins. Næsta borg við Eisenach er Erfurt. Hún er iðnaðarborg og þar er gott knatt- spyrnulið sem gæti komist i Bundesliguna en þar er fásinnið áberandi á sunnudags- kvöldi: snoturlega endurbyggð miðborgin er nánast mannauð og ég finn aðeins einn veitingastað sem reyndar er afar virðuleg- ur. En ljóst er að þetta er ekki sérlega alþýðlegur veitingastaður og allt í einu ryðst ölvaður maður inn á staðinn með hund í bandi og öskrar svo leggur úr bark- anum um víðan völl: Hundurinn minn finnur lykt af skó- áburði!!! Og hún er reyndar mjög áberandi í þessu fyrrverandi Alþýðulýðveldi, mis- skiptingin. Það sést á bílunum og það sést á húsunum sem fólk býr í: afar margir eru búnir að kaupa sér nýja bíla og raunar er umferðin austanmegin síst minni en vest- anmegin; vegirnir eru yfirleitt mjög góðir og það er gaman að keyra gegnum gróin landbúnaðarhéruðin sem eitt sinn voru forðabúr alls Þýskalands. Kannski verða 18 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.