Þjóðlíf - 01.05.1991, Síða 24

Þjóðlíf - 01.05.1991, Síða 24
AMNESTY 30 ARA SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR Samtökin Amnesty International eru 30 ára á þessu ári. Þau voru stofnuð árið 1961 í kjölfar greinar breska lögfræðingsins Pet- er Benenson í „The Observer“ sem hann nefndi „Gleymdi fanginn“. Greinin fjall- aði um fangelsanir, pyntingar og líflát á fólki vegna skoðana sinna og trúarbragða. Starfsemi Amnesty er alþjóðleg og það er skoðun samtakanna að mannréttindabar- átta eigi sér engin landamæri, þar beri allir jafna ábyrgð. Markmið samtakanna eru: að tryggja að allir samviskufangar verði þegar látnir lausir án skilyrða að beita sér fy rir þ ví að allir pólitískir fang- ar fái réttláta meðferð fyrir dómstólum og að meðferð mála dragist ekki úr hömlu að berjast fyrir afnámi pyndinga og lífláts- dóma Baráttan er háð með pennann að vopni. Félagar skrifa bréf til yfirvalda, vekja at- hygli á einstökum málum og fara fram á að þau virði grundvallarmannréttindi þegna sinna. Samtökin gæta fyllsta hlutleysis hvað varðar stjórnmál og trúarbrögð, eru ekki með né á móti skoðunum þeirra fanga sem barist er vegna heldur láta sig einung- is varða að mannréttindum sé fylgt. Starf- ið byggir á mannréttindasáttmála Samein- uðu þjóðanna. Á stofnárinu 1961 tók Amnesty að sér mál 210 samviskufanga. Nú hafa samtökin unnið með mál 42.000 fanga, þar af hefur 38.000 málum verið lokað. Auk starfsins í þágu samviskufanga berjast samtökin fyrir afnámi pyndinga og dauðarefsinga. Daglega berast skrifstof- um samtakanna skýrslur hvaðanæva að um samviskufanga, rangláta meðferð mála pólitískra fanga, pyndingar, manns- hvörf og aftökur án dóms og laga. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að samtak- anna Amnesty International er þörf nú, árið 1991, ekki síður en fyrir þrjátíu árum. 0 ÞÚSUND MANNS í ÍSLANDSDEILD íslandsdcild Amnesty International var stofnuð 1974. Skráðir félagar eru rétt tæplega 1000. Virkir félagar eru um 100 og vinna að hinum ýmsu verkefnum. Framlag hvers og eins fer eftir getu og áhuga. Hér á eftir verður rætt um helstu vinnuaðferðir deildarinnar. Hóparnire.ru máttarstoðir samtakanna. Á þeim hvílir meginstarfið. Þeir taka að sér samviskufanga og vinna að því að þeir séu látnir lausir, taka þátt í herferðum, fjáröfl- un, öflun nýrra félaga og eru þátttakendur í stefnumótun og stjórnun hverju sinn- i.Um 40 manns starfa að skyndiaðgerðum innan deildarinnar. Mikilvægi þessara að- gerða er hraðinn, stundum hafa ríkis- stjórnir fengið áskorun frá Amnesty 24 stundum eftir að handtaka átti sér stað en það er í þann mund sem líklegast er verið að pynta fangann ef hætta er á slíkri með- ferð á annað borð. Mánaðarfangakort eru auðveldasta leiðin til að vera virkur í starfi samtakanna. Áskrifendur fá send heim 3 tilbúin kort í hverjum mánuði og þurfa aðeins að skrifa nafn sitt og heimilisfang og póstleggja. Herferðir eru einn liður í baráttu samtak- anna. Þá gangast samtökin fyrir því að vekja athygli heimsins á almennu ástandi mála í einstökum löndum eða hópi landa. Árið 1988 gengust samtökin fyrir herferð sem bar nafnið „Mannréttindi strax“. Með henni var skorað á yfirvöld allra ríkja að virða þau mannréttindi sem voru sett fram í Mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna fyrir 40 árum. Árið 1989 var meginverkefni samtakanna herferð gegn dauðarefsingum. Fjáröflunarstarfsemi:Samtökm byggja af- komu sína á frjálsum framlögum og þau þyggja aldrei ríkisstyrki til að tryggja sjálf- stæði sitt og óhlutdrægni. Helsta fjáröfl- unaraðferð Islandsdeildarinnar fyrir utan frjáls framlög og gjafafé er sala jólakorta. í áranna rás hefur fjöldi fólks lagt sam- tökunum lið í sjálfboðavinnu, þar á meðal listamenn af ýmsu tagi sem komið hafa fram í nafni samtakanna. Ótal einstak- lingar og stofnanir hafa lagt samtökunum lið og sparað þeim ómældan kostnað. 0 24 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.