Þjóðlíf - 01.05.1991, Side 26

Þjóðlíf - 01.05.1991, Side 26
ERLENT Erfiður forseti Kurt Waldheim forseti Aust- urríkis lýkur fimm ára kjör- tímabili sínu á næsta ári. í augum margra Austurríkis- manna hefur þetta tímabil aö mörgu leyti veriö eins og mar- tröö. Allir vestrænir þjóöhöfö- ingjar og stjórnmálamenn hafa forðast aö hitta Wald- heim og afhjúpanir um nas- íska fortíð hans halda áfram að hrella gamla manninn. Hins vegar hafa nokkur arabaríki boöiö honum heim á kjörtímabilinu einmitt vegna fortíðarinnar, þá hefur hann veriö viö krýningu keisara Japans en að ööru leyti vilja menn sem minnst af honum vita. Sjálfur neitar hann að horfast í augu við einangrun sína og talar um „rógsherferö, uppfindingu engilsaxnesku pressunnar og samsæri ákveöinnar klíku“. Hvaö eftir annaö er gengið á gamla manninn og hann beðinn um að lýsa því yfir aö hann hyggi ekki á aö fara í framboð aö nýju. Forseti vinnuveitenda- sambandsins í Austurríki sagöi af þessu tilefni: „ Nú þegar Austurríki stendur á þröskuldi inngöngunnar í Evrópubandalagiö getur landiö ekki leyft sér að vera einangraö frá umheiminum.“ Stjórnmálaflokkarnir í landinu hafa ekki bent á neinn fram- bjóöanda sem geti talist sjálf- sagður í embættið en í fjöl- miðlum hefur veriö stungið upp á ótal mönnum. Þeir hafa jafnóöum lýst því yfir aö þeir gefi ekki kost á sér þannig aö spilið um eftirmann Wald- heims er orðið aö hálfgeröum farsa. Einn stjórnmálaflokkur Waldheim forseti. gerir sér litla rellu yfir þessum vandræðagangi, en þaö eru Græningjar sem halda því fram aö Waldheim hafi sann- aö þaö á kjörtímabili sínu að embættiö sé algerlega ónauðsynlegt og því megi leggja þaö niður. Aðrir tala um aö vera Waldheims í for- setaembætti hafi ekki gert annað en aö skemma fyrir Austurríkismönnum og því sé mál aö linni... (Spiegel/óg) Sakaður um spillingu Fyrrverandi forseti Perú, Alan García, er sakaöur um aö hafa komið undan á erlenda einkareikninga um 50 milljón dollurum í forsetatíö sinni 1985 til 1990. Tvær banda- rískar njósnastofnanir full- Alan García fyrrverandi forseti Perú. yröa þetta en þær hafa sitt í hvoru lagi rannsakað fjármál Carcías. Önnur njósnastofn- unin er Kroll Associates í New York sem hefur áður kannað leynireikninga Noriegas í Panama, Duvaliers frá Haiti, Marcosar frá Filippseyjum og Saddam Husseins meö góö- um árangri. Hún fullyrðir að forsetinn fyrrverandi hafi sett verulegar fjárhæöir á banka- reikning hjá banka nokkrum í Dallas í Bandaríkjunum. Hin njósnastofnunin, Larc Invest- igative Services í Miami seg- ist auk þess hafa fundið út að Garcia hafi notað leppa til aö leggja inn fé á bankareikning á nafni eiginkonunnar hjá hin- um alræmda alþjóðlega viö- skiptabanka BCCI. Upphæö- irnar sem um er aö ræöa nema ríflega þremur milljörö- um króna... (Spiegel/óg) Umdeildur og allur Hann var í margbrotinni hreyfingu herskárra nýnas- ista og meöal þeirra áhrifa- mestu um langa hríö. Michael Kuhnen var þrátt fyrir ungan aldur þekktur fyrir pólitísk afskipti sín í Þýskalandi. Hann var af ka- þólskum velmegandi uppr- una en gerðist snemma herskárnasisti. Hannvaroft kallaður „foringi hreyfingar- innar“ og átti þann titil aö þakka frábærum skipulags- hæfileikum og ræðulist. Alls konar öfgahópar söfnuöust í kringum hann og geröu hann að leiðtoga sínum. Ár- iö 1977 var hann útilokaður frá háskólanámi í hernum vegna ofsókna sinna á hendur gyðingum og út- lendingum. Og árin 1979 og 1985 var hann dæmdur til margra ára fangelsisvistar vegna útbreiðslu nýnasísks áróöurs, kynþáttaofsókna, hvatningar til ofbeldis og fleira þess háttar. Hápun- ktur pólitísks lífshlaups Kuhnen var að hans mati þegar innanríkisráöherra V- Þýskalands bannaði nas- istasamtök hans „Aktions- front Nationaler Sozialisten/ Nationale Aktionisten" (ANS/NA). í lok níunda ára- tugarins missti Kuhnen áhrifavald sitt í brúnu hreyf- ingunni sem stóö m.a. sam- an af 500 ungmenna aðdá- endahópi er andstæðingar hans néru honum því um nasir að hann væri hommi. Michael Kuhnen lést í síð- asta mánuöi 35 ára aö aldri úr alnæmi... (Spiegel/óg) 26 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.