Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 27

Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 27
Heróínbylgja í Bandaríkjunum Vaxandi ótta gætir nú í Bandaríkjunum viö eiturlyfið heróín. Telja sérfræöingar að mikið magn fari í umferð á næstunni. Ástæða þessa er sú að veður og ræktunarskil- yrði í Asíu og SuðurAmeríku hafa verið mjög góð fyrir óp- Heróínneytandi. íumjurtina sem eitrið er unnið úr. Eiturlyfjalögreglan í Bandaríkjunum segir að aldrei hafi jafn miklu verið smyglað og að undanförnu. Ekki bætir úr skák að efnið er svo „hreint" að eiturlyfjasjúkl- ingar geta tekið það í nös eða reykt það, „þeir þurfa ekki lengur að sprauta því í sig“, segir Mark Kleiman eiturlyfja- sérfræðingur við Harvardhá- skóla. í New York og Was- hington hafa menn þegar uppgötvað mikið magn í um- ferð af efni með 40 til 45% hreinu heróíni en áður var al- gengt að um 10% efnisins væri hreint. Þetta allt er talið auka líkurnar á því að fleiri ánetjist þessu drephættulega efni með skelfilegum afleið- ingum... (Spiegel/óg) Svipleysi John Majors forsætisráðherra Breta hefur verið viðfangsefni margra listamanna í Bretlandi, sérstaklega skopteiknara. Nú hefur hirðmálarinn John Anthony uppgvötað nýja möguleika en hann er að mála mynd af Major. Með tilvísun til þekkts verks eftir Frans Hals segir hann Major geta orðið svipmikinn, -ef hann vildi bara láta sér vaxa skegg... Hindra innflytjendur í Þýskaland Innanríkisráðherra Þýska- lands, Wolfgang Schauble (CDU, kristilegir) hefur með leynilegum hætti reynt að stöðva mikinn straum innflytj- enda, gyðinga frá Sovétríkj- unum. Nú hefurverið ákveðið að einungis innflytjendur frá Sovét sem komu fyrir 30.apríl fái dvalarleyfi. Frá og með þeim degi fengu „einungis þær persónur úr þessum hópi sem koma í þeim tilgangi að sameinast fjölskyldum sínum dvalarleyfi". Frá ársbyrjun liggja fyrir umsóknir um eitt hundrað þúsund gyðinga frá Sovétríkjunum sem vilja flytja til Þýskalands. Schauble inn- anríkisráðherra hefur gefið út tilskipun til innanríkisráðu- neyta fylkjanna um að herða allar reglur varðandi dvöl út- lendingaíÞýskalandi. Þannig hefur t.d. verið gert kunnugt að tyrkneskir Kúrdar „megi eins og sakir standa einungis vera í landinu til 1.10.1991“ áður en þeir verði sendir aftur til Tyrklands... (Spiegel/óg) Margrel Thatcher þykir hafa orðið fórnarlamb efnahagsstefnu ríkis- stjómarinnar sem hún leiddi á sínum tíma með sérstæðum hætti. Mað- ur að nafni Mounsey, aðdáandi Thatcher, hafði látið steypa á verk- stæði sínu um eitt þúsund litlar bronsstyttur af forsætisráðherranum fyrrverandi. Styttan kostaði um 14 þúsund krónur. Einungis þrírkaup- endur gerðu sér erindi til að kaupa styttur og Mounsey sér enga aðra skýringu á dræmri sölu en bágt efnahagsástand. Þess vegna lét hann bræða stytturnar sem eftir voru. „Ef til vill hefur fólk of miklar pen- ingaáhyggjur til að geta leyft sér að kaupa svona Iúxusskraut“, sagði aðdáandinn fyrrverandi. Gyðingar frá Sovétríkjunum í Berlín. ÞJÓÐLÍF 27

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.