Þjóðlíf - 01.05.1991, Síða 28

Þjóðlíf - 01.05.1991, Síða 28
ERLENT SILFRID VAR ÖÐRUM ÆTLAÐ Indíánar Bólivíu eiga mikil menningarskeið að baki. Getur forna menningin hjálpað þeim inn í framtíðina? Gífurleg vandamál í kjölfar trúboðs og vestrœnna lifnaðarhátta. Kókaínmartröð samtímans. -3000 ára gömul en afar þróuð áveitu- og rœktunartœkni indíána enduruppgötvuð. Gerði innfœddum kleift að nýta sér sólar og vatnsorku út í ystu æsar. Vísindamenn gapa af undrun Bólivía þekur um milljón ferkílómetra landsvæði fyrir suð-vestan miðja Suður-Ameríku. Hinn glæsti og hrikalegi fjallgarður Andesfjallanna liggur þvert suð-austur yfir vestanverða Bólivíu og myndar víðfeðmt hálendi, oft einu nafni nefnt „Alto“ sökum hæðarinnar. Á hinu hrjóstruga hálendi býr tæplega helmingur íbúa Bólivíu. Þorri þeirra eru hreinir indíánar af Aymara og Quechua ættstofnum sem lifa við afar erfiðar að- stæður og bág kjör. Skilyrði til ræktunar eru einkar erfið; í miklum dægursveiflum getur hiti farið undir frostmark og sam- göngur eru strjálar. Þá er víða skortur á hreinu vatni en neysla eitraðs vams veldur ungbarnadauða og sjúkdómum. Lang- flestir indíánanna hafa að vísu í sig og á en lítið umfram það og búa í litlum múrstein- lögðum hreysum án nokkurrar upphitun- ar eða annarra „sjálfsagðra“ lífsþæginda. Það skýtur því óneitanlega skökku við að heyra tóna diskótónlistar glymja út úr óhrjálegum hreysunum, nánast samvöxn- um klettabeltinu, líkt og nýjungagjamir álfar hefðu ákveðið að bregða sér á leik í hinu steingerða umhverfi. Hér mætast andstæður Bólivíu. Og mitt í þeim birtast „campesinas“ indíánakerlingar sem bera höfuðið hátt í skjóli hinna ómissandi Derby-hatta og dilla fyrirferðarmiklum og litskrúðugum pilsum sínum til skiptis hægri og vinstri. Reisn þeirra ber vott um ævaforna sjálfsbjargarviðleitni merkrar þjóðar sem hefur haldið velli þrátt fyrir að þurfa að þola nær linnulausa kúgun og ofsóknir í aldaraðir. Það er einmitt þessi reisn sem BENEDIKT SIGURÐSSON fær forvitinn ferðamann til að skyggnast í sögu indíána Bólivíu sem svo sannarlega mega muna sinn fífil fegurri. Talið er að indíánar Bólivíu hafi þróað einhverja menningu, þegar nokkrum ár- þúsundum fyrir Kristsburð. Fyrir áhrif Nasca- og Chimu-indíána frá Perú varð síðar til háþróuð menning, að öllum lík- indum um 1000 fyrir Krist. Miðstöð þess- arar menningar var í Tiwanaku en hið guðlega konungsveldi náði langt út fyrir það. Af ókunnum ástæðum dó þessi menning út um 1100 eftir Krist. Nú liðu rúmlega 300 ár uns önnur há- menning, ekki af lakara taginu, tók við með komu Inkanna um 1430. Inkaveldið þandist út um alla Bólivíu og langt út fyrir hana, allt til Norður-Perú, Equador, Chile og Norður-Argentínu. Hin forna indíánamenning birtist í undraverðum árangri á sviði ræktunar, arkitektúrs, vegagerðar og handiðnaðar svo eitthvað sé nefnt. Þá þykir tungumál Aymara vera harla fullkomið frá sjónar- hóli málvísindamanna nútímans. Inkaveldið var mjög stéttskipt þjóðfé- Bólivískt neysluþjóðfélag. Myndin er tekin á einum af fjöldamörgum mörkuðum iLa Paz. 28 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.