Þjóðlíf - 01.05.1991, Side 31

Þjóðlíf - 01.05.1991, Side 31
ÞJÓÐLÍF 31 Verða léleg lífskjör hlutskipti þeirra um alla tið? plógsstarfsemi að ræða ellegar hræðileg mistök — óviljaverk í góðri trú — sökum kunnáttuleysis skal ósagt Iátið. Hitt er ljóst að fyrrgreindir atburðir hljóta að vekja okkur til umhugsunar um líf og ör- lög indíánanna. Til að mynda vakna spurningar um það hvort skipta á sér af málefnum indíánanna yfir höfuð og með hverjum hætti. Hér er vitaskuld í mörg horn að líta. Ljóst er að sú einangrun sem indíán- ar bjuggu við forðum daga hefur hvar- vetna verið rofín. Innfæddir hafa kynnst heimi hvíta mannsins, orðið fyrir áhrifum hans og meðtekið hann. Nú verður vart snúið til baka. Samfara þessari nýju þróun hafa óhjákvæmilega fylgt efnahagsleg, fé- lagsleg og sálfræðileg vandamál sem alla varða. Stjórnvöld í Bólivíu sem og vísinda- menn utan úr heimi hafa látið mál indíána til sín taka í síauknum mæli og leitað lausna á vandamálum þeirra. Til að mynda eru nú í burðarliðnum áætlanir um að koma handiðnaði indíána á markað í Bandaríkjunum og bæta samgöngur. Þá hefur verið ýtt úr vör herferð gegn fram- leiðslu og sölu kókaíns undir kjörorðinu: „Coca por desarrollo“ eða þróun í stað kókaíns sem miðar að því að leysa kókaín- ræktun af hólmi með annars konar ræktun og iðnaði. Enn er þó langt þangað til slíkar áætlan- ir munu skila árangri. Þá hafa mikil mis- tök verið gerð í vanhugsuðum áætlunum Þá er hjátrú indíánanna enn mjög sterk í bólivísku þjóðfélagi og birtist með marg- víslegum hætti, öðrum en dýrkun á alls kyns dóti. Til að mynda er sá siður enn við lýði að slíta Lama afkvæmi úr móðurkviði rétt fyrir fæðingu og grafa það í grunni nýbyggðs húss, jafnvel opinberra bygg- inga til lukku. Ekki verður því annað sagt en að menn- ing indíána hafi haldið velli í einhverjum mæli þrátt fyrir áhrif og ágang utanað- komandi aðila. Hversu lengi hún þraukar, blessuð menningin, veit enginn. Sumir binda vonir við hjálparstofnanir sem hafa öðlast dýrmæta reynslu í því að senda á vettvang mannfræðinga, lækna og aðra sérfræðinga í málefnum indíána. Leitast er við að kenna þeim að hjálpa sér sjálfir og laga sig smátt og smátt að nýjum aðstæð- um án þess að glata sérkennum sínum og menningu. Slíkt hjálparstarf krefst vissu- lega mikillar kunnáttu og tekur mjög lang- an tíma. Þegar viðvaningar eiga í hlut er hætta á að slys eigi sér stað. I heimildamynd frá bresku sjónvarpsstöðinni BBC, síðastliðið vor var fjallað um bandaríska trúboðs- starfsemi í Suður-Ameríku, m.a. í Bóli- víu. I mynd þessari var greint frá því þegar bandarískir trúboðar þjálfaðir upp í glæsi- legum villum héldu með leyfi stjórnvalda inn í frumskóga hitabeltisins vopnaðir rifflum. Markmið þeirra var að kenna in- díánum lifnaðarhætti „siðmenntaðra“; kristna þá og kenna þeim skógarhögg svo að þeir gætu orðið sér og þjóðfélagi sínu að „gagni“. Trúboðsstarfsemin átti hins veg- ar eftir að snúast í hreinustu martröð. Kristniboðið byrjaði ekki betur en svo, að við komu trúboðanna gripu indíánarnir til vopna með þeim afleiðingum að nokkrir þeirra létu lífið. Þegar forráðamenn trúboðsstarfsins voru inntir álits á þessu ypptu þeir öxlum og létu sér fátt um finn- ast. Sumir indíánanna þrjóskuðust við, neituðu að fylgja trúboðunum og héldu áfram að lifa sínu lífi. Flestir þorðu hins vegar ekki annað en að fylgja trúboðunum að málum. Indíánunum var síðan komið fyrir í gatslitnum tjöldum á þröngu svæði og gef- inn dósamatur að borða. Þá voru þeir látn- ir vinna við að fella tré og fengu einhverja smáaura í staðinn. Til að kenna þeim gildi peninga þurftu þeir að kaupa drykkjar- föng sín sjálfir sem voru í formi notaðra niðursuðudósa. Slík viðskipti stríddu hins vegar gegn lífsviðhorfi þeirra, — því að allir ættu að njóta alls í sameiningu. Þá var indíánunum veitt kennsla í bi- blíufræðum. Var lögð áhersla á að þeir sem óhlýðnuðust færu rakleiðis til vítis. Ekki leið á löngu uns trúboðarnir hurfu á bak og brott og skildu indíánana eftir í reiðileysi með biblíur einar í höndum. En biblíurnar dugðu hrörlegum og ósjálf- bjarga gamalmennum lítið og unglings- hnátur neyddust til að selja sig í stórborg- inni. í viðtölum við nokkra trúboðanna kom fram að 2 af hverjum 3 þeirra höfðu hætt störfum þegar þeim varð ljóst hvert stefndi. Hvort hér var um hreina og beina fjár- Skerandi fátxkt meðal indíána Bólivíu. Myndin er tekin í litlu þorpi þar sem eingöngu búa indíánar. L

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.