Þjóðlíf - 01.05.1991, Síða 32

Þjóðlíf - 01.05.1991, Síða 32
Ertu á leiðinni utan? HOTELIÐ VIÐ FLUGVÖLLINN 42 þægileg herbergi, fyrsta flokks veitingastaður og bar. Aðeins fimm mínútna akstur frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hjá okkur fá ferðamenn fyrsta flokks þjónustu. - Alltaf. Flug hótelið í Keflavík er hótelið við flugvöllinn. Vel búin herbergi og svítur. Veitingasalur, bar og rástefnusalur. Bílageymsla í kjallara akstur til og frá Flugstöðinni. VEISLU- OG RÁÐSTEFNUSALUR HAFNARGATA 57 230 KEFLAVÍK SlMI 92-15222. FAX 92-15223 / Tiwanaku; fyrír framan fomar menjar hcldur „nútímakonan" fast í stöðutáknið —hið lifandi stolt Bólivíu(lamadýrið). stjórnvalda sem hyggjast leysa vandamál indíána á einu bretti. Til að mynda hafa stjórnvöld nýverið gripið til þess ráðs að leggja úr vör með nokkurs konar nýlend- ustefnu á nútíma vísu. Hún felst í því að fólki frá hálendinu er í stórum stíl gert kleift að flytjast búferlum til hitabeltis- svæðanna. En loftslagið þar verður fólk- inu oft þungt í skauti. Hitinn reynist því óbærilegur og sjúkdómar blossa upp með hörmulegum afleiðingum. Þá hefur fólkið ekki ráð á sögum og öðrum verkfærum til eðlilegra skógarnytja. í fáfræði stundar- hagsmuna ryður það skógana með ófag- legum íkveikjum og skilur eftir sig sviðnar jarðir, óhæfar til ræktunar. Nýlendustefnan hefur sætt mikilli en máttvana gagnrýni vísindamanna sem og annarra er láta sig framtíð Bólivíu miklu varða. Þeir hinir sömu benda á aðrar heillavænlegri en jafnframt erfiðari leiðir til úrbóta. Vísa þeir m.a. til nýlegra rann- sókna bandarískra vísindamanna sem hafa svipt hulunni af rúmlega 3000 ára gamalli en afar þróaðri áveitu- og ræktunartækni indíána. Sú tækni gerði innfæddum kleift að nýta sér sólar- og vatnsorku út í ystu æsar og draga með þeim hætti úr hrikaleg- um veðursveiflum á hálendinu. Hin al- dagamla og hugvitsamlega tækni hefur komið vísindamönnum til að gapa af undrun og vakið hjá þeim vonir um að unnt sé að nota hana á ný. ljósi þess hve ódýr hin forna tækni er í samanburði við tækni nútímans hafa stjórnvöld nú loksins látið undan þrýst- ingi vísindamanna og veitt þeim leyfi til að hefja ræktun í tilraunaskyni með notkun hinnar gömlu tækni. Ýmis ljón eru þó í veginum. Af skiljanlegum ástæðum en einnig fyrir kaldhæðni örlaganna hafa rannsóknir bandarískra vísindamanna mætt töluverðri tortryggni og andstöðu íbúa hálendisins, afkomenda þeirra sem fundu upp hina snilldarlegu tækni. Þá er ekkert vitað um veðurfar á tímum Tiwan- aku- og Inkamenningarinnar þegar tækn- in var notuð. Það er undir hælinn lagt hvort hún hentar nútímaaðstæðum. Loks hafa stjórnvöld ekki sýnt aðferð- um af þessu tagi áhuga. Þolinmæði þeirra er á þrotum. Erlendar bankastofnanir gera kröfur til þess að stjórn Bólivíu haldi áfram að grynnka skuldir ríkisins og mik- ilvægt er að stjórnvöld sýni viðleimi í þá átt til að fá frekari lán til uppbyggingar í þjóðfélaginu. Þá skortir Bólivíu fjármagn, tækni og aðgang að mörkuðum til að nýta þær auð- lindir sem hún hefur að geyma. Stjórnvöld hafa því biðlað til fjársterkra auðhringa sem hafa sýnt fjárfestingum í Bólivíu auk- inn áhuga einkum eftir að stöðugleiki náð- ist í bólivísku efnahagslífi. Að framan hefur verið leitast við að lýsa í grófum dráttum afdrifum indíána Bóli- víu og þeim vandamálum sem steðja að þeim nú. Slík umfjöllun getur aldrei náð utan um svo viðamikið og flókið mál, í mesta lagi getur hún varpað örlitlu ljósi á það. í fljótu bragði virðist sú þróun sem nú á sér stað í Bólivíu og felst í umbyltingu frumstæðs bændasamfélags í sívaxandi neysluþjóðfélag vart verða umflúin. Og kannski er hún indíánum Bólivíu nauð- synleg á leið þeirra til aukins þroska, bættra lífskjara og meiri lífshamingju. Hvaða verði sú þróun er keypt getur tíminn einn leitt í ljós. Hversu vel tekst til hjá indíánum er undir þeim sjálfum komið sem og öllum þeim sem geta lagt hönd á plóginn. 0 32 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.