Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 34

Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 34
MENNING KONA ÞÚSIIND ANDLITA Það hefur gengið á ýmsu á undanförnum áratug hjá Annie Lennox, söngkonu hins geysivinsœla dúetts Eurythmics. En nú er hún komin ífrí sem hún hefur þráð lengi Söngkonan breska, Annie Lennox, er í fríi frá samstarfsmanni sínum Dave Stewart. Og hann er í fríi frá henni. Dúettinn vinsæli, Eurythmics, skilgetið afkvæmi þeirra tveggja er í hvíld. Enda kannski ekki nema von eftir meira en ára- tugs tilveru og miklar vinsældir. Annie og Dave hittust seint á áttunda áratugnum á matsölustað þar sem hún vann sem gengilbeina og kabarettdama, en áður hafði hún verið nemandi í píanó og flautuleik í TheRoyal Academy of Musicí London. Þau stofnuðu The Tourists með þremur félögum sínum og á tímabilinu 1977-80 áttu þau fimm smelli á breska vinsældalistanum. Þegar hljómsveitin leystist upp héldu þau tvö samstarfinu áfram og tóku sér nafnið Eurythmics. Þremur árum síðar höfðu þau fullþróað sinn mjög svo sér- staka stíl sem var í senn nútímalegur og léttur. Popp var þeirra tónlist og hljóð- gervlar allskonar og trommuheilar mjög áberandi. Þau hafa gefið út vel á annan tug platna og nú er komin út plata með vinsæl- ustu lagasmíðum þeirra. En það eru ekki bara lögin sem hafa aflað þeim vinsælda heldur einnig myndböndin sem mörg hver eru nánast meistaraverk á því sviði. Þau eru uppfull af ferskum hugmyndum og hefur Annie brugðið sér í mörg gervin í EFTIR GUNNAR H. ÁRSÆLSSON þeim, m.a. karlmannsgervi. Hún er eigin- lega kona með þúsund andlit. n líf poppstjörnunnar er ekki dans á rósum, það hefur Annie Lennox fengið að reyna. Þau hafa bæði gengið í gegn um súrt og sætt á ferlinum. í nýjasta hefti breska tónlistartímaritsins Q segir hún sögurnar að baki margra vinsælustu laga Eurythmics. Gefum Annie orðið: Love is a Stranger. Ég samdi textann á ferðatölvuna mína því mér finnst mjög þægilegt að geta breytt og bætt við að vild. Þegar myndbandið var sýnt í Bandaríkj- unum olli það ofsareiði og fólk var á báð- um áttum varðandi kynferði mitt. Við uppgötvuðum að viðbrögð Bandaríkja- manna við útliti fólks eru mjög sterk og afgerandi. Allt í einu var ég orðin með útliti mínu ógnandi persóna. Og þetta lík- aði mér vel, fannst þetta gefa mér vald sem ég hafði ekki haft áður. Og við Dave vor- um sammála um að það þyrfti að vera eitthvað mjög sérstakt við framsetningu Eurythmics. Sweet Dreams: Lagið var alger smellur og nú þurftum við ekki að sanna okkur fyrir neinum. Allar dyr opnuðust og við vorum ekki lengur óþekkt heldur fræg. Mér finnst ég hafa brugðist rétt við frægðinni því hún breytir einhverju í innra lífi manns; gerir mann spenntan, þú verður meðvitaðri um sjálfa þig og verndar þig meira. Og frægðin einangrar. Þarna tók ég skrefið til fulls og einangraði mig því mér finnst ég alltaf hafa verið einskonar útlagi. Who’s that Girl?: Ég var mjög ástfangin á þessum u'ma, margir textarnir mínir voru um óendurgoldna ást. Og þeir snerust aðeins um einn hlut í huga mínum, ástina, en þegar fram líðu stundir breyttist þetta. Sistersaredoin’itfor themselves: Þettalag var að því leyti þolraun að þarna var um að ræða lag sem spila átti á útvarpsstöðvun- um en á sama tíma átti það að koma hug- myndafræði kvenna á framfæri. Ég skrif- aði textann á einum morgni og sagði við Dave að það þyrfti stórkostlega konu til að syngja það með mér. Okkur datt Tina Turner í hug, höfðum samband við hana en henni þótti of mikil kvennapóhitík í laginu. En svo höfðum við samband við Arethu Franklin og hún sló til. Mér fannst hún koma fyrir sem frekar feimin og sorg- mædd, einmana kona. Og okkur kom ekki saman vegna þess að hún er kjötæta en ég grænmetisæta (Annie Lennox giftist árið 1984 manni að nafni Radha Raman sem var Hare Krishna og grænmetisæta. Þetta voru áhrif frá honum. Þau skildu eftir stutt hjónaband). Ef konan vill borða svínarif er það hennar mál. Ég tala ekki um samskipti mín við hana að öðru leyti. 34 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.