Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 35

Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 35
I There Must be an Angel (playing with my Heart): Við bókuðum okkur í hljóðver í Los Angeles til að taka þetta lag upp og áttum von á Stevie Wonder í upptökuna með okkur. En sagan segir að tímaskyn hans sé ekki upp á það allra besta og við biðum og biðum. Að endingu þegar við vorum orðin mjög svartsýn á að hann kæmi birtist kappinn. Hann er aðdáunarverð persóna og þegar hann spilar hristir hann höf- uðið svo mikið að það glamrar í dótinu sem hann er með í hárinu. Þessvegna varð að binda það fast svo lætin heyrðust ekki inn á upptök- una. Stevie Wonder er snillingur og það var vel þess virði að bíða eftir honum. Would I lie to you og Thorn in my Side: Það þarf nú ekki háa greindarvísitölu til þess að sjá það út að þessi lög eru samin eftir skilnaðinn við fyrsta eiginmann minn. Missionary Man: Þetta lag er um Hare Krishna og allt það. Hare Krishna eru svipuð öðrum bókstafstrúarbrögðum sem leggja áherslu á gömlu gildin, s.s. fjölskylduna og þess háttar. Og mörg þessi gildi eru góð. Fólk sem tilheyrir þessum trúflokki er mjög öfgakennt í útliti (sköllótt og í appelsínugulum sloppum, innsk. G.H.Á.) og það heillaði mig. Mér fannst líka gott að þeim var sama hvað öðrum fannst, ég held að vestræn samfélög séu illa á vegi stödd en þetta fólk vill gera hluti sem það heldur að sé því fyrir bestu. Samt verður maður að vera vakandi gagnvart fólki sem telur sig hafa svör við öllu og þarna fann ég m.a. hræsni og tvöfalt siðgæði. En ég hef ennþá áhuga á au- strænni heimspeki og dulhyggju. Angel: Ég á stundum mjög erfitt með að syngja þetta lag. Upp- haflega var þetta ljóð um frænku mína sem dó 57 ára gömul. Á þessum tíma var ég heilluð af dauð- anum. Ég sá fyrir mér grafreit- inn, þak- inn snjó, laufum og blóm- um. Og ég sá fyrir mér frænku mína. Það breyttist þegar ég fæddi mitt fyrsta barn andvana. En í aðalatriðum er þetta lag um dauðann. Við deyj- um öll einhverntímann, segir Annie Lennox. 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.