Þjóðlíf - 01.05.1991, Síða 42
KVIKMYNDIR
UMSJÓN: KRISTÓFER DIGNUS PÉTURSSON.
STJÖRNUR
The Doors - ****
Hurðin opnast, maður gengur innfyrir og
það verður ekki aftur snúið...
Á ógnarhraða sogast maður inn í heim
lita, tónlistar og ofskynjunar. Þann heim
sem Jim Morrison söngvari lifði í. Kvik-
mynd Oliver Stone The Doors er eins og
flugferð, maður situr öruggur í sæti sínu í
fyrstu en finnur svo jörðina falla í burtu
undir fótum manns og ekki hægt að gera
annað en að fylgjast spenntur með og vona
að hrapa ekki.
Kvikmyndin segir frá ferli hljómsveit-
arinnar Doors frá stofnun (um ’66) og
fram að láti söngvarans (71). Saga hljóm-
sveitarinnar eru aðeins umbúðir um sögu
söngvarans Morrison sem lifði hratt og dó
ungur. Hann var (og er) fyrirmynd þeirra
sem trúa á að það sé eitthvað annað til bak
við hversdagsskynjun mannsins og að
hægt sé að nálgast það með hjálp ýmissa
ofskynjunarefna. Stone reynir að fylgja
staðreyndum og nær að gera mjög ná-
kvæma eftirlíkingu af því tímabili sem
myndin gerist á. Það eru þó fyrst og fremst
senurnar þar sem hann túlkar ofskynjunar
„tripp“ Morrison og áhangenda hans sem
gera kvikmyndina einstaka. Það hefur
ekki tekist jafn vel að skapa tilfmningu
fyrir ofskynjun með hjálp kvikmynda-
töku, klippingar og tónlistar eingöngu síð-
an kvikmynd Stanley Kubrick 2001 (loka-
senan) var gerð. Leikarar eru helst til
margir og erfitt er að fylgjast með öllum
aukapersónum sem tengjast Morrison en
það hjálpar manni jafnframt að upplifa
ringulreiðina sem ávallt fylgdi Morrison.
Aðalleikurum tekst öllum vel til og hljóm-
sveitameðlimir eru hóflega lítillátir við
hlið Val Kilmer sem fer með hlutverk hins
eðla konungs Morrison. Meg Ryan leikur
Pam, konu Morrison, og er sykursæt að
venju. Aðrir eftirminnilegir eru rokkarinn
Billy Idol í hlutverki drykkjufélaga
Morrison og Crispin Glover sem Andy
Warhol. Oliver Stone hefur tekist að
vekja áhuga minn og virðingu fyrir manni
og stefnu sem voru uppi fyrir mína tíð.
Hvað þarf kvikmynd að hafa meira til að
bera?
Hurðin lokast eftir að þú svífur út en er
á sama stað næst þegar þú vilt kíkja inn...
Sýnd í Stjörnubíó.
The Grifters - ***
Saga þriggja svikahrappa sem hafa gert
peningasvik að listformi, hver á sinn hátt.
John Cusack leikur ungan mann sem fæst
aðallega við smásvik þar sem snerpa og
athyglisgáfa skipta mestu máli. Kærastan
hans leikin af Annetu Benning fæst einnig
við svik af vissum toga og notar þá helst
kynþokkafullan og undurfagran líkama
sinn til að hafa fé af mönnum. Þriðji
hrappurinn, Anjelica Houston, kemur að
heimsækja unga manninn og kallar hann
son sinn. Hún stundar svik á „háu plani“
sem felast í því að leika á veðbanka í kapp-
reiðum út um öll Bandaríkin. Hún er und-
ir ströngu eftirliti yfirmanna sinna sem
eru hinir verstu krimmar og fara með hana
eins og þræl. Samband unga mannsins
við„ móður“ sína er óljóst og það blossar
upp mikil afbrýðisemi milli kærustunnar
og konunnar þar sem þær keppast við að fá
ástúð drengsins og athygli.
Það stefnir allt í voða þegar konurnar
gerast róttækar í aðgerðum sínum við að
losna hvor við aðra og ekki hjálpar það að
glæpagengið sem Houston starfar hjá
kemst á snoðir um að hún hefur verið að
taka til hliðar peninga úr svikum undan-
farinna ára sér í hag. Lokakafli myndar-
innar er mjög snúinn og endirinn kemur á
óvart.
Það er hin sérstæða blanda alvöru og
gamansemi sem gerir The Grifters að
mjög athyglisverðri mynd. Hún hefst á
léttum nótum þar sem fylgst er með hin-
um ýmsu svikum og brögðum hrappanna
en þyngist fljótt þegar tilfinningar aðal-
persónanna fara með þær í gönur. Skipt-
ingin milli gamansemi og alvöru er u.þ.b.
70 á móti 30 (alvöru í vil). Mannleg mistök
og eðli er grandskoðað og eyðingarkrafti
þess gerð góð skil. Hugmyndin á bak við
handritið (byggt á bók) er mjög góð og
persónusköpunin sannfærandi. Þrátt fyrir
það eru kaflar í myndinni of hægir og
andrúmsloftið niðurdrepandi. Leikur er í
alla staði prýðilegur, Houston í senn sterk
og viðkvæm, Cusack sjarmerandi og
Benning geislar hreinlega af lífsgleði þar
sem hún hleypur kviknakin um í nokkr-
um af léttari senum myndarinnar.
White Palace - ***
Hvað er kynþokki? Eru það peningar,
völd, glæsilegur líkami, persónutöfrar?
Hvað er það sem fær fólk til að laðast hvert
að öðru? Við þessum spurningum eru mis-
munandi svör. En ef spurt er hvort að fólk
úr mismunandi umhverfi og stétt geti átt
saman eitthvað annað en kynferðislegt
samband þá er svarið játandi ef dæma má
af myndinni White Palace.
James Spader leikur ungan uppa sem
hefur við fyrstu sýn allt, — það glittir
næstum í silfurskeið í munnviki hans.
Þegar nánar er athugað lifir hann í sorg
eftir að hafa misst konu sína í bílslysi.
Hann getur ekki hugsað sér aðra konu og
virðist sáttur við að lifa skírlífi það sem
eftir er. Það er miðaldra þjónustustúlka á
hamborgarastað, Susan Saradon, sem
breytir lífi hans og hugsunarhætti. Þau
eru eins og svart og hvítt, algjörar and-
stæður en ást hefur enga fordóma.
I fyrstu byggist samband þeirra á kyn-
lífi þar sem þörfin til að eðla sig er ofar öllu
en þróast svo á þann máta að gagnkvæm
virðing myndast og vinátta. Það eru þessir
þættir sem skapa ást þeirra hvort á öðru.
Ástin losar höftin sem njörvuðu þau við
sínar stéttir og lífsmáta. Saman brjóta þau
þær félagslegu reglur sem „kerfið“ hefur
sett þeim hvað varðar val á maka. Sérstak-
lega mannleg mynd, vel leikin (Saradon
frábær), lostafull og sannfærandi.
Sýnd í Laugarásbíó.
American Friends - **l/2
Leikari sem leikur afa sinn í kvikmynd er
sjaldséð fyrirbæri en það gerir einmitt
Monty Python, maðurinn Michael Palin í
myndinni Amerískir vinir sem hann bygg-
ir á endurminningum afa síns. Myndin
gerist seint á 19. öld og segir frá prófessor í
Oxford háskólanum sem er ímynd reglu-
semi og staðfestu og talinn líklegasti kan-
dídat í embætti skólameistara. Hann hef-
ur unun af að ferðast um heiminn og það
er í einni þessara ferða sem hann kynnist
tveimur amerískum konum sem eiga eftir
að hafa mikil áhrif á framtíð hans.
Þessi fallega mynd er af gamla skólan-
um, einföld og einlæg. Hún birtist manni
án allra gerviefna og fylgihluta og byggir
aðallega á sögunni sjálfri. Þessa mynd
hefði BBC sjónvarpsfyrirtækið getað gert
42 ÞJÓÐLÍF