Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 43

Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 43
Atiiði úr myndinni „Millers Crossing“ sem sumir gagnrýnendur ílokka í hóp bestu mynda allra tíma. \ að 40 mín. löngu sjónvarpsleikriti og út- koman verið jafn góð. Vissulega er það göfugt af Palin að heiðra minningu for- feðra sinna á þennan hátt en hann má ekki búast við því að hinn almenni kvikmynda- gestur hafi athyglisgáfu eða áhuga á að fylgjast með heilli kvikmynd þess efnis. Millers Crossing - ***l/2 Þessi mynd var sniðgengin af tilnefninga- nefnd óskarsverðlauna en gagnrýnendur vestan hafs héldu ekki vatni yfir henni og sumir létu það flakka að hún gæti verið í hópi bestu mynda allra tíma. Kannski er það ástæðan fyrir að akademían gaf mynd Cohen bræðranna langt nef, hver veit. En saman tekst bræðrunum að gera frábæra kvikmynd, Ethan framleiddi, Joel leik- stýrði og þeir skrifuðu handritið saman. Myndin er klassísk hvað efnivið og hand- rit varðar, frábærlega snúinn söguþráður um glæpagengi í stórborg í Bandaríkjum tíunda áratugsins. Harðir leiðtogar, slungnir ráðgjafar og hættulegar konur setja svip sinn á myndina sem leiðir mann áfram ráðvilltan en á sama tíma spenntan í gegnum ástarsambönd, svik, byssubar- daga, svik, slagsmál, svik og svik. Þetta handrit myndi gleðja jafnvel Dashiell Hammet og Mickey Spillane. Það sem er skemmtilegast við myndina er leikstjórn hennar og öll tæknivinna, þó einkum lýsing og kvikmyndataka og skapa þessir þættir ótrúlega stemmningu. Gabriel Byrne fer með hlutverk ráðgjafa leiðtoga annarra glæpasamtakanna, trúir á lævísi frekar en ofbeldi og fær í laun bar- smíði út alla myndina. Hann spilar á bæði glæpasamtökin sem eru í allsherjarstríði og reynir með kænsku að koma á friði. Albert Finney leikur Leo, annan leiðtog- anna af mikilli innlifun og sannfæringu og stelur senunni frá öðrum leikurum í atriði þar sem andstæðingarnir gera tilraun til að stytta honum aldur. Sena sem er jafn kraftmikil og hún er ofbeldisfull. Aðrir leikarar standa sig með stakri prýði, t.d. Marcia Gay Hardens í hlutverki Vernu ástkonu Leo og John Turturro (Breyttu Rétt) sem leikur aumingjalegan en jafn- framt lævísan bróður hennar. Einstök mynd sem er og verður ógleymanleg og hátt skrifuð í bók ódauðlegra og góðra kvikmynda. Sýnd í Bíóborginni. The Russia House - ** Mig hryllir við þeirri tilhugsun hvernig myndin The Russia House væri án þeirra stórleikara sem í henni eru. Handritið ger- ir ekkert fyrir þessa mynd sem er hæg, torskilin og óspennandi. Helstu kostir hennar eru sem áður segir gott leikaralið og það að hún er að mestu tekin í Sovét- ríkjunum sem gefur áhorfanda möguleika á að virða fyrir sér glæsilegar byggingar í Moskvu og Leningrad. Þetta tvennt hefði átt að hjálpa mikið til við að skapa rétt andrúmsloft en vegna þurrs söguþráðar og engrar stígandi verður allt saman grátt og ómerkilegt. Sean Connery og Michele Pfeiffer gera sitt besta til að skapa áhuga- verðar söguhetjur og Albert Cox er mjög góður í hlutverki deildastjóra innan bresku leyniþjónustunnar en það þarf meira til. Mikil vonbrigði. Sýnd í Bíóhöllinni. KDP. ÞJÓÐLÍF 43

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.