Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 44

Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 44
BÆKUR HÆTTULEGAR FORTÍÐARSÖGUR Fríða Á. Sigurðardóttir Meðan nóttin líður Forlagið 1990, bls. 193 Vissi ekki um hættur þess að ganga á vit orða, um vald þeirra og töfra, hélt sig geta markað þeim bás. Sest í orðhauga og valið þau úr sem henni hentuðu, hennar lífi (188). að er Nína sem veit ekki hættur þess að ganga orðunum á vald. Hún rekur auglýsingastofu og er sjálfstæð kona sem telur tilfinningar best komnar í auglýsing- um. Skipulagt líf hennar raskast allt í einu þegar móðir hennar liggur fyrir dauðan- um og það fellur í Nínu hlut að vaka yfir henni á dánarbeðinu. Nína vakir í þrjár nætur en þá þriðju deyr móðir hennar. Næturnar eru lengi að líða og návistin við dauðann verður krefjandi og þung og liðin tíð leitar á hana. GUÐRÚN ÞÓRA GUNNARSDÓTTIR Meðan nóttin líður sver sig í ætt við síðustu bók Fríðu, Eins oghafiðe n í henni fetaði Fríða inn á nokkuð nýjar brautir í skáldskap sínum; ljóðrænan og hið óræða verður í fyrirrúmi. Veruleiki draums og hugsana ríkir yfir veruleika raunverulegra athafna. Þetta tvennt, hugsunin og ímyndunaraflið annars vegar og veruleik- inn hins vegar er þó ekki andstæða hvors annars að mati Fríðu heldur rennur það saman og fléttast í eitt. Það er einmitt ekki fyrr en söguhetjur Fríðu viðurkenna þennan samruna að þær ná að lifa sáttar við tilveruna. Nína neitar þessu lengi vel. Veruleikinn er fyrir henni klipptur og skorinn og óræðir hlutir eiga þar ekki heima. Tími Nínu er bein lína og það sem er liðið er liðið og skiptir hana ekki máli, það hefur verið „gleypt af gráðugum tíma, eins og Sunneva, Jakob, Katrín, María, eins og við öll“ (144). Það er ekki fyrr en hún vakir við dánarbeð móður sinnar að hún missir allt tak á tímanum. Klukkan hennar seinkar sér, augnablikin verða óendanlega lengi að líða og þenjast út í liðna tíð, að lokum upphefst allt í einn punkt: huga Nínu. Nútíð og fortíð renna saman og í sögulok hefur Nína samþykkt hið liðna, getur ekki annað því hún hefur gert hið forboðna: litið aftur: Við öll hangandi á naflastrengjunum Oghorfiálíkamann írúminu, horfi á lík móður minnar. Horfi í kertaljósin. Loginn svo skín- andi bjartur. Sit hér, Nína, Katrín Sunn- eva. Saltstólpi (193). Líkt og í Eins og hafið eru konurnar, formæður Nínu, sterkar persónur, ákveðnar en ólgandi tilfinningaverur; karlarnir hins vegar flestir ákaflega svip- lausir og lítt lifandi, þeir eru alfarið bak- sviðs. Konurnar breyta ætíð eftir tilfinn- ingum sínum, þær eru mælistikan á rétt og rangt og ekkert fær hnikað þeirra dómi. í þeim er fólginn kraftur sem sigrar dauð- ann, ólgandi lífskraftur sem Nína hefur reynt að hunsa. En sjalið sem er minning Steinunn Sigurðardóttir Síðasta orðið Iðunn 1990,182 bls. Scí íslenski siður að rita ítarleg og frjálsleg eftirmœli vœri fagur og sérstœður, ef betur tcekist til en raun ber oft vitni [■■■] Á þessu fyrirkomulagi eru þó miklir annmarkar, einkum sá að höfundar minningargreina eru margir hverjir ekki sendibréfsfœrir [...] Hitt erþó algengara og alvarlegra líka, hve oft höfundar skrifa hlœgilegan texta án þess að œtla sér það (bls. 103-104). 44 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.