Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 46

Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 46
SVEFNHJOL GYRÐIS JÓN ÖZUR SNORRASON Gyrðir Elíasson. Svefnhjólið. Skáldsaga 144 bls. Mál og menning 1990. Gyrðir Elíasson sendi frá sér skáldsög- una Svefnhjólið fyrir síðustu jól. Þetta er önnur skáldsaga Gyrðis en sú fyrsta, Gangandi íkorni, kom út árið 1987. Auk þess hefur komið út eftir hann eitt smásagnasafn, Bréfbátarigningin árið 1988 og sex ljóðabækur. Kröfunni um að staðsetja Gyrði í ís- lenskri bókmenntasögu eða sjá verk hans í víðara samhengi verður ekki fullnægt hér. Sérstaða hans er þó nokkur og erfitt er að finna honum andleg skyldmenni. Sem rit- höfundur er hann ofurlítið einn á báti, kannski á líkan hátt og persónur hans en margt í stíl hans minnir þó á meistara Þórberg og kannski Thor og til að gerast enn gáfulegri er ekki úr vegi að minnast á Marques. Sérstaða Gyrðis liggur helst í því að hann skrifar agaðan stíl en reynir um leið að lýsa óröklegum heimi. Þessar andstæð- ur milli forms og inntaks eru sífellt að takast á í verkum hans og kalla fram þessi sérstöku áhrif; að þrátt fyrir kaotískan og óreiðukenndan heim er orðræða hans rök- leg. Lesandinn skynjar orðin sem rökleg tákn en heiminn umhverfis þau sem skrýt- inn og hverfulan. Fyrir vikið samþykkir lesandinn heim Gyrðis og hafnar honum ekki. Skáldsagan Svefnhjólið er draugasaga og er ef til vill skrifuð sem tilbrigði við þjóðsagnaarfinn og til heiðurs mórum og skottum. Hún er í þremur köflum og vandlega upp byggð. Hún hefst á því að lykli er snúið í skrá og um leið fer at- burðarás sögunnar af stað: Með lyklinum frá pabba gamla opna ég dyrnar. Hurðin hefur þrútnað í falsinu í vetur, og þegar ég geng inn í þetta litla sumarhús mæta mér breiður af dauðum flugum og drungi liggur í loftinu, eins- konar vitund um skuggalegt líf sem fyllir svefnherbergið innaf, en ég er ekki kom- inn hingað til að elta slæm hugboð. (bls. 7) Lesandinn skynjar þetta hlutverk sögu- persónunnar; að koma aftur til að ganga úr skugga um eitthvað en ekki til að elta slæm hugboð. En um leið og hann kemur aftur þá gengur hann aftur í bókstaflegri merk- ingu því hann er draugur sem getur ekki samþykkt hlutskipti sitt og verður því að ganga aftur og upplifa það sem hann áður hafði gert. Að minnsta kosti má sjá söguna á þessa leið; að hún fjalli um dauðan mann sem smátt og smátt uppgötvar hlutskipti sitt og sættir sig við það að lokum. Með lyklinum frá pabba lýkur Gyrðir upp afmarkaðri veröld sem lýtur í einu og öllu eigin lögmálum. Henni er skipt í þrennt eftir köflum og gerist sá fyrsti í einhverju óskilgreindu þorpi, annar kafl- inn líklega á Sauðárkróki en sá þriðji í Reykjavík. Á milli fyrsta og annars kafla sofnar sögupersónan í baðvatni og vaknar í sama vatni á milli annars og þriðja kafla. Þannig tengir vatn kaflana saman og færa má rök fyrir því að annar hluti sögunnar gerist að öllu leyti í vatni. Sögupersónan er þar fiskur í vatni. Vitund hans er þannig síbreytileg eftir því hvort hann vakir eða sefur og heimur hans breytist á einu augnabliki. Skiljanlegir og hversdagslegir hlutir vaxa í meðförum hans og verða sí- fellt stærri; steinar verða loftsteinar, bólstrari er með höfuð af tröllfugli, fjöllin handan fjarðarins eru galdraheimar og Þær eiga þó ekkert sameiginlegt með groddalegum samlokum eins og við þekkjum þær, heldur eru þær meira í ætt við íslensku snittuna sem er sennilega dönsk að uppruna“ (bls. 63). Það má því segja að orð Friðþjófs hér í upphafi spegli nokkuð þá sýn sem gefin er af minningar- greinum í Síðasta orðinu. Sögusamúðin liggur þó ekki hjá Friðþjófi frekar en öðr- um persónum í bókinni. Við fyrstu sýn virðist hann vera á eitthvað hærra plani en hinar persónurnar en höfundur kippir stoðum undan þeirri hugsun með lang- dreginni afhjúpunargrein Friðþjófs um sjálfan sig. að er mikil fjarlægð milli höfundar og persóna. Steinunn Sigurðardóttir er að gera grín og hún tekur það svo alvarlega að ekkert annað kemst að. Höfundur ligg- ur yfir þessum texta sínum eins og mara og engin önnur rödd fær að hljóma. Persónur hennar eru flestar hverjar einfaldar og illa skrifandi. Verst er þó þegar Steinunn beinir spjótum sínum að hugmyndum manna um framhaldslíf; lýsingin á lífinu fyrir handan er of afkáraleg til að vera skopleg. „Þetta sýndi sig þannig að fyrir skemmstu féll Hrefna í millibilsástand fram á eldhúsborðið með bláköflótta dúknum á Sogavegi. Það varlán íólániað enginheit súpa varídiskiá borðinu, held- urritfóng. Hrefna greip til þeirra og tók að skrifa með háttbundnum rykkjum, um leið og hún ranghvolfdi fallegu augunum sínum. Ég sá strax hvers kyns var: SENDIBRÉF GEIRÞRÚÐAR ÓLSEN AÐ HANDAN“ (bls. 171-172). Það er þessi sterka meðvitund í textanum sem gerir gys að öllu — háðið er of augljóst. Lesandanum er ekki látið neitt eftir, fyndnin er matreidd ofan í hann eins og á árshátíð. Þessi hugmynd Steinunnar að nota minningargreinar er hins vegar stórfín; gallinn er bara sá að bókin er einungis þessi eina hugmynd, formrannsókn á minningargreinum, annað nær ekki að lifna. Það er frekast að Síðasta orðið bjóði upp á rannsókn á óáreiðanlegum sögu- mönnum því það er öldungis ómögulegt að vita hver eða hvort nokkur segir satt í skrifum sínum. Hver greinarhöfundurinn eftir annan grefur undan því sem fyrr var sagt og útgefandinn Lýtingur Jónsson er líka iðinn við að koma með athugasemdir. Hámarki nær þetta niðurrif ef svo má að orði komast í fyrrnefndri afhjúpunargrein Friðþjófs ívarsen. Þessi pæling er að mörgu leyti skemmtileg og mér finnst að Steinunn hefði að ósekju mátt vinna betur úr henni. Spila meira inn á þessi mannlegu tengsl sem eru svo flókin sem raun ber vitni; hvernig þekkjum við annað fólk? Það hefði líka verið til bóta ef höfundur hefði ekki séð viðfangsefni sitt í jafn eins- leitu ljósi og raun ber vitni. Þetta er ekki vond bók. Hún hefði hins vegar getað orð- ið svo miklu betri. 0 46 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.