Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 47

Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 47
Gyrðir Elíasson ríthöfundur. hafið er dimmuheimur þar sem „skrímsli og hvasstenntir fiskar svamla í sorta fram með skörðóttum neðansjávarfjöllum" (bls. 48). Það er fyrst og fremst þessi ímyndun sem knýr atburðarásina áfram því ferðalag sögupersónunnar liggur frá hinu röklega til hins óröklega og fjarlæga sem nauðsynlegt er að skynja á einhvern hátt; snerta það, finna af því lyktina eða sjá það berum augum og samlagast því. Bilið milli veruleika og draums, lífs og dauða er brúað. Allt rennur saman í frá- sögninni og myndar afmarkaðan heim en um leið óendanlega víðan. inn röklegi þáttur sögunnar segir frá ungum rithöfundi sem er kominn í sumarhús fjölskyldunnar til að skrifa. Hann ekur um á mótorhjóli og er með ferðatösku og ritvél sem heitir kolibri. En honum tekst ekki ætlunarverk sitt því skriftirnar láta á sér standa en upplifunin eykst að sama skapi. Þannig skrifar hann verk sitt með skynjunum og ímyndunum. Hann upplifir en skrifar ekki. Ekki fyrr en í sögulok þegar hann ritar pabba sínum bréf um alla þá hluti sem fyrir augu hans hafa borið. Þannig lýkur hann sögu sinni á sama hátt og hann hóf hana. Hann vísar í pabba sinn og stöðvar svefnhjólið. Hann lokar heim sinn inni í flösku og kastar í hafið. Niðurstaða hans verður sú að hann er ekki röklegur heldur óröklegur; hann er draugur og hefur sætt sig við það. Þetta stöðuga vitundartvítog í söguper- sónu Gyrðis má skoða með hliðsjón af átökum forms og innihalds í verkum hans en sá er munurinn að rithöfundurinn þjónar hvoru um sig á meðan sögupersón- an samlagast hinu óröklega og dauða- kennda og hafnar að lifa á meðal manna enda á hún ekkert val. Skilin á milli lífs og dauða eru gleggst þegar sögupersónan gengur fram á sjórekið lík. Við það verður hann hræddur og flýr af hólmi í dauðans ofboði. Ef til vill hefur hann séð sjálfan sig eða að minnsta kosti eitthvað sem vakti honum óhug og hræðslu. Hann reynir að flýja þennan óhugnanlega heim en tekst það ekki því stúlkan sem hann fer til og svaf hjá nóttina áður er orðin að gamalli konu. Því er engin leið til baka: Það opnaði gömul gráhærð kona, góð- leg til augnanna. Hún var írósóttum kjól. „Erhún — ?“ byrjaði ég, en þagnaði. Ég vissi ekki nafnið. Gamla konan horfði fast á mig.„ Nei, “ sagði hún. „Hún er ekki. Hún er horfin, og kemur ekki aftur. Eg var hún...“(bls. 29) Dauðinn er niðurstaða þessa verks. Hann er staðfestur í lok sögunnar en á dálítið írónískan hátt. Með orðunum og kveðjunni „ÞINN AFTURGEN GNI SONUR“ er sögupersónan að staðfesta eigin dauða og um leið leggur Karonsfley- ið að bryggju í bæ bólstrarans. Skáldsaga Gyrðis er ákaflega skemmti- leg og kallar á ýmsar pælingar. Hún styrk- ist við aukinn lestur en það er eðli góðra bóka. Hún er vandlega upp byggð og ákaf- lega huglæg og draumkennd. Stíllinn er einfaldur og málfar mjög skýrt. Orð afans á róluvellinum langar mig til að gera að lokaorðum þessa ritdóms, þau segja svo margt um þessa sérkennilegu skáldsögu: Þú sæir okkur ekki, væri allt með felldu - (bls. 132). 0 ÞJÓÐLÍF 47

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.