Þjóðlíf - 01.05.1991, Side 51

Þjóðlíf - 01.05.1991, Side 51
Filippseyjar: nýrnamarkaður fyrir ríka Japani sagði stundarhátt að nú ætluðu menn að slíta úr honum augun. Þegar hann vaknar hefur hann bindi fyrir augum. Hann er blindur. Fátækir ættingjar hans sjá um hann. í hálft ár bíð- ur hann þess að fá sjónina aftur. Hann talar stöðugt um að hann vilji fá augun til baka. Saga Froilan Jiménez berst smám saman til æsifregnablaðsins Cronica Pol- icial sem mætti þýða með„ Afbrot vikunn- ar“ og mál hans er tekið til rannsóknar. Hann er skoðaður af sérfræðingi í augn- skurðlækningum sem kveður upp þann úrskurð að augu Jiménez hafi sennilega verið fjarlægð með skurðaðgerð. Sönnun þess sé sú að tárakirtlarnir séu heilir og án áverka. Ef hann hefði misst augun við högg eða þau hefðu verið stungin úr hon- um í slagsmálum væru tárakirtlarnir ekki óskaðaðir. Sögunni hefði trúlega lokið hér ef skrif Cronica Policial hefðu ekki sett af stað holskeflu sögusagna sem lengi höfðu gengið manna á milli í Caracas. Sögusagna um skurðlækna sem rændu líffærum fá- tæklinga í Caracas og seldu til Bandaríkj- anna. Stórblaðið Diario de Caracas birtir sögu Froilan Jiménez og bætir við sögum af börnum fátæklinga sem rænt hafi verið og fundist blind nokkrum vikum síðar. Jiménez ákærir forstöðumenn drykkju- mannaathvarfsins fyrir að hjálpa líffæra- ræningjum og stefnir þeim. Við réttar- höldin segist lögreglan hafa fundið augu Jiménez. Til sönnunar eru réttinum sýnd augu sem liggja í formalíni í glerkrukku. En rétturinn hefur sínar efasemdir. Aug- un í krukkunni eru svo heilleg, hvernig er það mögulegt ef hann missti augun í slags- málum? Nánari athugun leiðir í ljós að augun er misstór og mislit. Rétturinn dregur í efa að augun séu úr Jiménez. Lögreglan segir Jiménez þjást af drykkjubrjálæði og hafa alvarlegar trufl- anir á minni, það sé ekkert að marka vitn- isburð hans. Lögfræðingarnir krefjast þess að læknar og starfslið Perez Carenno sjúkrahússins séu yfirheyrðir. Þangað hefði átt að færa Jiménez ef hann hefði skaðast í slagsmálum í athvarfinu. Læknir þaðan staðfestir að augu Jiménez hljóti að hafa verið fjarlægð með skurðaðgerð. En yfirlæknir sjúkrahússins neitar að taka þátt í rannsókn málsins. Hann ávítar und- irmann sinn fyrir vitnisburð hans og full- yrðir að Froilan Jiménez hafi misst augun í slagsmálum. annsókn málsins nær ekki lengra og yfirvöld reyna að þagga það niður. Þá afhjúpar lögreglan hóp manna sem fæst við stuld á líffærum. Það eru 11 starfsmenn Japönsk lög banna líffæraflutning úr látnum. Það hefur leitt til þess að Japanir sækja í vaxandi mæli til nágr- annalandanna, Filippseyja og jafnvel Ástralíu til að fá nýrnagræðslu. Stjórn- völd á Filippseyjum líta verslun með líf- færi velþóknunarauga og dauðadæmdir afbrotamenn fá dómi sínum breytt í fangelsisdóm ef þeir gefa annað nýra sitt. Þá geta fangar sem sitja af sér langa refsivist fengið vistina stytta ef þeir gefa að hljómar kaldhæðnislega en það er skortur á dauðu fólki sem hefur skapað svarta líffæramarkaðinn. For- senda líffæraflutninga er að það sé fram- boð af líffærum úr ungu, heilsuhraustu fólki. Enginn tekur líffæri úr eftirlauna- þegum. Vandamálið er að svo fáir deyja ungir nú á tímum á Vesturlöndum. Lög- gjöfin er líka oft hindrun í vegi líffæra- flutninga. Ef dauði er skilgreindur sem að öndun sé hætt, hjartað sé hætt að slá og augasteinarnir bregðist ekki lengur líkhúss Caracas sem skorið hafa augu úr látnum og selt til augnlæknis í borginni. Á læknastofu hans er hægt að kaupa horn- himnuígræðslu fyrir um 35.000 krónur sem samsvarar tveggja mánaða launum al- þýðumanns í Venesuela. Það hefur sann- ast að verslun með stolin líffæri á sér stað. Hornhimnuígræðsla er tiltölulega einföld gerð líffæraflutninga en yfirleitt krefst líffæri. Morðingi sem var dæmdur til 25 ára fangavistar fékk vistina stytta í 5 ár eftir að hafa gefið annað nýra sitt. Fleiri ríki í Asíu hafa nýstárlega afstöðu til lfffæraflutninga: Ríkisstjórn Taiwan stakk nýlega uppá því að bjóða dauða- dæmdum uppá að vera teknir af lífi með skoti í höfuðið í stað þess að vera skotnir í hjartastað ef þeir gengjust inná að gefa hjarta sitt... við ljósi, takmarkast mjög hvaða líffæri er hægt að fjarlægja. Ef löggjöfin krefst auk þess að viðkomandi einstaklingur eða nákomnir ættingjar gefi samþykki sitt þá takmarkar það enn frekar fram- boð líffæra. Ef heiladauði nægir sem skilgreining fáum við fljótlega ástand sem minnir á atriði úr spennumyndinni Coma, heiladauðir einstaklingar sem liggja í öndunarvélum. Þegar líffæri vantar er slökkt á vélinni... 0 hún að auga gefanda sé fjarlægt. Þess vegna eru hornhimnur nánast alltaf teknar úr látnu fólki. Það verður aldrei sannað hvort augum Froilan Jiménez og fátækra barna í Caracas hafi verið stolið af bíræfn- um líffæraræningjum. En það er skelfilegt til þess að hugsa að svo geti vel verið. Frumheimild: Hugo Prieto; Exceso/ Caracas. Líkskortur í ríka heiminum ÞJÓÐLÍF 51

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.