Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 54
UMSJÓN HALFDAN ÓMAR HALFDANAR OG ÞURÍÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR
Verdur regnskógunum bjargað?
Mjúkum viði má breyta í harðvið
Harmleikurinn um eyðingu
regnskóganna er þyngri en
tárum taki. Nú er talið að ár-
lega séu ruddir um 120 þús-
und ferkílómetrar af regn-
skógi eða með öðrum orðum:
árlega hverfur regnskógur af
landsvæði sem er fimmtungi
stærra en Island!
Það sem er sárgrætilegast
við eyðinguna er að hún er alls-
endis ónauðsynleg. Aflvaki
hennar er skammtímagróða-
hyggja auðfyrirtækja og ein-
staklinga sem ýmist ryðja
skóginn til að skapa nautgrip-
um beitiland eða til að afla
harðviðar sem er einkum flutt-
ur til vesturlanda og notaður
þar í íburð í húsgögnum og
öðrum húsbúnaði.
Nautgriparæktin miðast við
að anna sífellt aukinni eftir-
spurn eftir hamborgurum en
verð þeirra er býsna hátt þegar
sú staðreynd verður mönnum
ljós að til þess að framleiða
einn hamborgara þarf að ryðja
rúmlega sex, segi og skrifa sex,
fermetra af regnskógi. Þessi
tala er ótrúleg en hún verður
skiljanlegri þegar það er haft í
huga að sú sviðna jörð sem
kemur undan regnskóginum
tapar ofurfljótt frjómætti sín-
um og þegar land hefur verið
beitt í fimm til tíu ár þarf að
ryðja nýtt land og færa hjörð-
ina þangað.
Það er augljóst að nautgripa-
rækt er mjög dýr við þessi skil-
yrði og það hlýtur að vera unnt
að beina kröftum og áhuga
þessara hamborgaraframleið-
enda annað. Það hefur reyndar
verið sýnt fram á það að menn
geta borið meira úr býtum með
því að nýta afurðir regnskóg-
anna og það án þess að ganga á
nokkurn hátt á þá. Þessar af-
urðir eru endurnýjanlegar ef
þess er gætt að ganga ekki um
of á þær, rétt eins og gildir til
að mynda um fiskistofna okk-
ar. Nýtanlegar auðlindir regn-
skóganna eru meðal annars
ávextir, hvers kyns trjákvoða
og olíur, lækningajurtir, ilmj-
urtir og drykkjarjurtir svo fátt
eitt sé nefnt.
Harðviðar hefur yfirleitt
verið aflað þannig í regnskóg-
unum að stór hluti trjánna er
felldur og það besta nýtt og
ekkert hefur verið hirt um að
planta trjám í stað þeirra sem
falla. I Evrópu er harðviður
mikið notaður í húsagerð,
einkum í ytra timburverk, svo
sem útihurðir og glugga-
karma. Mýkra timbur sem
fæst úr skógum í Evrópu og
víðar, til dæmis fura og greni,
endist einungis tíunda hluta
þess tíma sem harðviður stenst
fúa og veðrun.
Nú hafa vaknað bjartar von-
ir um að minnka megi ásókn í
harðviðinn til mikilla muna.
Það sem vekur þessar vonir er
aðferð sem hollenskur máln-
ingarframleiðandi datt niður á
og með henni er kleift að gæða
mjúkt timbur eiginleikum
harðviðar. Hollendingarnir
voru að leita leiða til að nota
vatnsgrunn í málningu í stað
lífræns grunns þegar þeir upp-
götvuðu þessa nýju aðferð til
að verja timbur. Rannsóknir
þeirra beindust að því að
blanda alkýðkvoðu og vatn en
alkýðkvoða er mikið notuð í
málningu. Kvoðan vildi illa
ganga í eina lausn við vatnið en
með því að beita blönduna af-
aröflum mátti hræra kvoðuna í
dropa sem voru ekki stærri en
400 nanómetrar í þvermál,
sannkallaða ördropa. Örsmáar
kvoðuagnirnar héldust í svif-
lausn í vatninu og þannig varð
til þykkni sem mátti nota sem
hefðbundna málningu. Það
sem kom á óvart og skiptir
sköpum í þessu samhengi er að
örsmáar kvoðuagnirnar
smugu inn í viðinn og sköpuðu
óvænt miklu öflugri varnar-
hjúp gegn raka og fúa en búist
hafði verið við.
Skýring þessa er að sam-
eindir alkýðkvoðunnar breyt-
ast er þær þorna og þær mynda
efnafræðileg víxltengi hver við
aðra í viðnum. Með þessum
hætti vaxa inni í viðnum sterk-
ar og þolnar alkýðstórsam-
eindir úr smáum alkýðsam-
eindum. Ef þessi örkvoða er
borin á kvistalausan, þurran
mjúkvið, til dæmis furu, verð-
ur hann jafn harður og þolinn
og hitabeltisharðviður. Sá
hængur er þó á þessu að al-
kýðkvoðan er allt að sólarhring
að ná fullri hörku.
Hollendingarnir reyndu einn-
ig að blanda saman alkýð-
kvoðu og akrílkvoðu sem einn-
ig er mikið notuð í málningar-
Arlega eru ruddir 120 þús. ferkílómetrar af regnskógi.
54 ÞJÓÐLÍF