Þjóðlíf - 01.05.1991, Síða 55
Vitaskuldir
Nú er gerð jarðganga undir
Ermarsund að ljúka en
langt er síðan fyrst var
ymprað á þessari fram-
kvæmd. Um 1920 höfnuðu
til að mynda breskir for-
svarsmenn varnarmála því
að ráðast í gerð ganganna.
Þeir óttuðust innrás herja
frá meginlandi Evrópu
gegnum göngin.
Sovéskir fræðimenn hafa
lífgað salamöndru nokkra
úr dái sem var innlyksa í ís
og hafði sofíð þar í níutíu
ár, segi og skrifa níutíu ár.
(Þessi er nú með þeim ótrú-
legri! Ætli þeir veki ekki
loðfíl næst?)
í júlí í sumar, nánar tiltekið
þann 11. dag mánaðarins
geta menn í Mexíkó og á
Havaj (og aðrar skepnur
jafnframt) fylgst með
lengsta sólmyrkva á jörðu
allt frá árinu 1973. Hann
mun vara í heilar sjö mínút-
Ósonþurrðin eykur
tíðni krabbameins
Á norðurhveli þynnist óson-
lagið tvisvar til fimm sinnum
hraðar en spáð hafði verið.
Þynningin nær ennfremur
lengra suður og er langærri en
búist hafði verið við. Afleið-
ing þessa er að mati banda-
rísku umhverfisverndarstofn-
unarinnar sú að miklu meiri
fjöldi mun láta lífið vegna
húðkrabbameins næstu hálfa
öldina en verið hefur.
Þessar óhugnanlegu upplýs-
ingar eru niðurstöður tæpra 12
ára rannsókna á vegum Geim-
rannsóknastofnunar Banda-
ríkjanna. Þeir sem þar fara
fremstir bera brigður á þær
kenningar sem settar hafa
verið fram um áhrif ýmissa
efna á ósonlagið, bæði á suður-
og norðurhveli jarðar.
Ný gögn frá Geimrann-
sóknastofnuninni sýna að
veruleg rýrnun verður á óson-
laginu norðan 30. breiddar-
gráðu á vetrum og virðist sú
rýrnun ná hámarki á 45. gráðu
og nema um 8 % á áratug. Á
þessu svæði er öll Evrópa,
meginhluti Norður-Ameríku,
Norður-Afríka og nær öll So-
vétríkin.
Samkvæmt gögnum Geim-
rannsóknastofnunarinnar má
gera ráð fyrir því að næstu
fimmtíu árin muni greinast 12
milljónir húðkrabbameinstil-
vika í stað hálfrar milljónar
eins og áður var talið. Þetta
mun hafa í för með sér dauða
um 200 þúsunda manna en
ekki um 9000 eins og eldri
áætlanir gerðu ráð fyrir.
Nú þykir brýnast að efla og
flýta átaki sem beinist að því að
finna efni sem ekki skaða
ósonlagið og styrkja þá aðila
sem vilja skipta út ósoneyð-
andi efnum fyrir ósonkær.
Ennfremur má benda á að jafn
mikilvægt er að breyta hugar-
fari fólks og árangursríkast
væri án nokkurs vafa að breyta
tískunni og koma því í hátísku
að vera fölur og gugginn. Þá
Aukin tíðni húðkrabbameins í
kjölfar ósonþynningar.
yrði gjörvöll íslenska þjóðin
skyndilega eins og klippt út úr
tískublöðum Parísarborgar og
þyrfti ekkert að leggja á sig til
þess að tolla í tískunni!
iðnaði. Akrílið myndar ekki
víxltengi líkt og alkýðið og það
þornar því hraðar en er mun
mýkra. Blanda þessara tveggja
efna reyndist vel því hún þorn-
aði nægilega hratt og myndaði
nægilega þolna vörn. Frekari
rannsóknir fara nú fram hjá
Hollendingunum og beinast
þær meðal annars að því að
finna eins konar þurrkefni til
að flýta þornun alkýðkvoð-
unnar. Ef það tekst vel er ekki
vafi á því að fura sem hlýtur
slíka meðhöndlun getur orðið
nægilega þolin til að hana megi
nota í glugga og hurðir. Um
leið hlýtur eftirspurn eftir
harðviði að minnka og vonandi
mun það verða hrjáðum og að-
framkomnum regnskógunum
til bjargar.
Nikótíntyggjó virkar
einungis ón kaffis
Þeir sem hafa lagt sígarett-
urnar á hilluna og tekið upp
þann sið að tyggja nikótín-
tyggjó ættu jafnframt að
hætta allri kaffidrykkju. Ni-
kótínið, hið eftirsótta og örv-
andi eitur, frásogast um slím-
húð munnsins.
Við rannsóknir í Bandaríkj-
unum uppgötvaðist að ef
menn höfðu samtímis neytt
kaffis eða kóladrykkja varð
frásog nikótínsins lítið sem
ekkert. Sú kenning hefur verið
sett fram að sýrur í þessum
drykkjum geri það að verkum
að upptakan verði mun minni
en ella. Ljóst þykir að aðrir
súrir drykkir vinni jafnmikið
gegn nikótínupptökunni en
hins vegar er það meinhollt að
drekka vatn með tyggjóinu.