Þjóðlíf - 01.05.1991, Side 57

Þjóðlíf - 01.05.1991, Side 57
Verður sjórinn eldsneyti framtíðarinnar? I einu vetfangi blandast vetnisperoxíð og hýdró- kínón og sérsmíðuð ensím framkalla ofursnöggt efnahvarf. Hitinn stígur leifturhratt í 100° á sels- íuskvarða. Þrýstingurinn vex óðfluga og skyndi- lega spýtist baneitruð og sjóðheit blandan gegn óvininum. Þetta er ekki lýsing á eiturefnavopni frá Sadd- am Hússein í Irak heldur er hér lýst varnaraðferð hríðskotabjöllunnar (Brachinus crepitans) en óhætt er að fullyrða að hún sé búin afar áhrifarík- um búnaði til að stökkva á flótta óvinum, einkum ýmsum smádýrum og fuglum. Það má með sanni kalla hana Eitur-Pésa! Það hefur lengi verið vitað að í afturbol sprengi- bjöllunnar eru tveir kirtlar sem seyta ætandi vökvum þegar mikið liggur við. Hvorir um sig eru þessir vökvar tiltölulega meinlausir en þegar þeir koma saman með réttum ensímum verður gríðarlega magnað efnahvarf þar sem hiti stígur upp úr öllu valdi. Þetta efnahvarf á sér stað í útgangsrásum kirtlanna og þar blandast vökvinn ensímunum. Rannsóknir við Cornellháskólann í Bandaríkjunum hafa leitt það í ljós að þessi stæki vessi skýst úr bol bjöllunnar í eiturbunum sem eru allt að 500 á sekúndu. Við rannsóknirnar voru notaðar myndavélar sem taka allt að 4000 myndir á sekúndu og þær hafa nú staðfest að vopnabúnaður hríðskotabjöll- unnar tekur V 1 eldflaugum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni langt fram. Þýsku eldflaugarn- ar voru knúnar hreyfli þar sem 42 sprengingar urðu á sekúndu. Að þessu leyti slær hríðskota- bjallan öllum sjálfvirkum vopnum við. Ellihrumur alheimur Þýskir fræðimenn telja að alheimurinn sé tvöfalt eldri en álitið hefur verið fram til þessa. Hans Joachim Blome og samstarfsmenn hans við Bonnháskóla halda því fram að stjörnuþokur geti engan veginn myndast á þeim 15 milljörðum ára sem flestir vísinda- menn telja að sé liðinn frá því að alheimurinn varð til. Þess í stað trúa þeir því að þessi magn- þrungnu stjörnukerfi verði ekki til á skemmri tíma en 30 milljörðum ára. Eins og Flosi sagði: „svo lengist lærið sem lífið“. Pinotex VIÐARVÖRN Grunnviðarvörn fyrir nýtt, óvarið tréverk og einnig fyrir gamalt, flagnað og uppþornað tréverk. Berið ríkulega á þar til viðurinn hættirað drekka í sig. Muniðað rétt undirvinna tryggir endinguna. PINOTEX BASE Útsölustaðir um land allt. PINOTEX CLASSIC Lítið þekjandi en áhrifarík viðarvörn sem kallar fram æðar og áferð viðarins. Frábært efni í 17 staðallitum auk hundraða litatóna til viðbótar af Sadolin-litabarnum. PINOTEX EXTRA Hálfþekjandi viðarvörn sem endist í mörg ár. Mikið þurrefnisinnihald tryggir góða endingu. Áferð og æðar viðarins njóta sín. 12 fallegir staðallitir auk hundraða litatóna af Sadolin-litabarnum. PINOTEX SUPERDEC Þekjandi acryl-viðarvörn. Lyktarlaus og slettist ekki. 17 staðallitir auk hundraða litatóna. Superdec má nota yfir allar aðrar tegundir. Rétta efnið þegar breyta á um lit, meira að segja úr svörtu i hvítt. PINOTEX VERNDAR VIÐINN OG GÓÐA SKAPIÐ!

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.