Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2014, Síða 12

Frjáls verslun - 01.08.2014, Síða 12
12 FRJÁLS VERSLUN 8-9 tbl. 2014 Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu Þjónusta við fyrirtæki Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á. Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratuga reynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávalt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast. Þekking sprettur af áhuga. Ragnar Guðjónsson hefur starfað við fjármögnun sjávarútvegs í 40 ár. Ragnar er viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka. islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook E N N E M M / S ÍA / N M 6 5 0 8 3 Frelsið í atvinnulífinu með tilkomu EES, sem aðrar þjóðir höfðu viðhaft í áratugi, hét allt í einu nýfrjálshyggja. Það er þessi nýfrjálshyggja N ýlega birti Fréttablaðið könnun sem sýndi að 70% vilja ekki að einokun ÁTVR á sölu áfengis verði afnumin og að leyft verði að selja vín í matvöruverslunum. Ekki má víst vera of greiður aðgangur að víninu – en samt gleðjast allir yfir því hvað þjónusta ÁTVR hefur batnað mikið, vöruval sé fjölbreytt og afgreiðslu tím ­ inn rúmur. Það er eðlilegt að staldrað sé við niður stöðu þessarar könnunar þótt eflaust séu mörg verk efni brýnni á vettvangi stjórnmála en afnám einok unar ÁTVR. Hér er hins vegar mál sem snýst um grunnafstöðu til frelsis í verslunarrekstri og ríkis afskipta. Í ljósi þessarar niðurstöðu má spyrja hvort allur innflutningur og smásala eigi ekki að vera í hönd um ríkisins? Fæst ekki mesta hagræðið og vöruvalið með því? En hvernig má það annars vera að allir rjúki upp til handa og fóta með hávaða og látum þegar rætt er um einokun í mjólkuriðnaði en séu hlynntir einokun í verslun með áfengi? Er sum einokun betri en önnur? Það er mikið rætt um ríkisstyrki og tollavernd í landbúnaði – sem er afar eðlileg og þörf umræða – en hinir sömu taka andköf þegar rætt er um að afnema ríkisrekstur í fjölmiðlum og hafa jafnvel á orði hvort menn ætli að láta Jón Ásgeir alveg um markaðinn. Allt í einu eru ríkisstyrkir og ríkisrekstur þá af allt öðrum toga. Eftir að RÚV varð hlutafélag hefur það fengið um 26 milljarða króna í ríkisstyrki frá skattgreiðendum í gegnum nefskattinn svonefnda. Er það eðlilegt? Hvers vegna á RÚV að fá slíka meðgjöf til að keppa við vel á annan tug einkarekinna fjölmiðla á Íslandi? Ríkisútvarpið er ekki sú ramma taug í samfélaginu sem það var á árum áður. Líklegast verður RÚV ekki til í núverandi mynd eftir fimmtán ár. Það fellur innan frá vegna taprekstrar og nýrrar tækni. Ungt fólk er að yfirgefa hefðbundið sjónvarp og hefðbundna prentmiðla. Ungt fólk vill ekki kaupa fréttir og telur eðlilegt að þær fáist frítt á netinu. Það verða þess vegna engin „ljót utanaðkomandi nýfrjálshyggjuöfl“ sem fella RÚV með tíð og tíma. Hvernig getur staðið á því að við viljum stundum ríkisrekstur í atvinnulífinu og stundum ekki? Stundum einokun og stundum ekki? Hvað þá að okkur finnist sum einokun betri en önnur? Auðvitað kallar þetta á einhvers konar sálfræðiskýringu. ASÍ og vinnuveitendur undirbúa nýja samningalotu og það hitnar í kolunum. En hvers vegna beina ASÍ og vinnuveitendur yfirleitt orðum sínum að ríkinu og fjár málaráðherra frekar en hvorir öðrum? Hefur forseti ASÍ verið kosinn fjármálaráðherra? Þegar fyrri ríkisstjórn tók þátt í gerð samninga fyrir fjórum árum var haft eftir þáverandi fjármálaráðherra, Stein grími J. Sigfússyni, að þeir samningar myndu kosta ríkissjóð um 60 milljarða á kjörtímabilinu. Hvers vegna bera aðilar vinnu markað arins ekki ábyrgð á sínum samningum sjálfir? Hvers vegna finnst mönnum í lagi að ríkisstyrkja frjálsa kjarasamninga ASÍ og vinnu veitenda en agnúast yfir öðrum ríkisstyrkjum í at vinnu lífinu? Læknar hafa verið í verkfalli og málefni Land spíta l­ ans og starfsfólks þess eru eilíft í umræðunni. En hvers vegna getur aldrei orðið málefnaleg umræða um að ná fram aukinni hagræðingu í heilbrigðiskerfinu með því að rýmka til fyrir auknum einkarekstri? Núna eru 34 þúsund skurðaðgerðir framkvæmdar á Íslandi á ári, þar af helmingur, um 17 þúsund, hjá einkastöðvunum sem spara skattgreiðendum stórfé vegna þess að reksturinn er allur miklu ódýrari og hagkvæmari og aðgerðirnir ekki eins dýrar fyrir skattgreiðendur – sem skiptir máli því almenn sátt er um að þeir greiði þær að mestu áfram. Um leið og þessi umræða um hagræðingu fer fram hrópa vinstriöflin að bölvuð nýfrjálshyggja hafi náð tökum á mönnum, að verið sé að troða auðugum burgeisum fram fyrir á biðlistum og hvort svo sé komið að við viljum ekki sinna okkar minnstu bræðrum og tekjulægstu; sjúkum og fátækum. Málið er einfalt; einkastöðvarnar verða að fá leyfi til að reka sjúkrahús, framkvæma stærri aðgerðir og leggja sjúklinga inn yfir nótt. Hvernig ætla læknar og hjúkrunarfólk annars að fá hærri laun nema með aukinni framleiðni og hag ræð ­ ingu innan heilbrigðiskerfisins? En hver er svo þessi nýfrjálshyggja á Íslandi sem vinstriöflin grípa alltaf til í örvæntingu sinni í umræðum um hagræðingu og minni ríkisafskipti? Hún er nú ekki meiri en svo að þegar Íslendingar skrifuðu undir EES­samninginn fyrir rúm ­ um tuttugu árum öðluðust þeir loksins sama frelsi í viðskiptum og atvinnulífi og viðgengist hafði í áratugi í nágrannalöndum okkar. Það er nú öll nýfrjálshyggjan. Frjálsir fjármagnsflutningar í EES­samningnum voru hins vegar forsenda fyrir útrásinni svonefndu, stækkun íslenskra fyrirtækja til útlanda, og þar af leiðandi stækkun íslenska bankakerfisins. Við hrun hins vest ­ ræna bankakerfis haustið 2008 tókst vinstriöflunum á Íslandi að skíra það „hrun nýfrjálshyggjunnar“. Lands menn í reiði, geðshræringu og búsáhaldabyltingu þess tíma kokgleyptu þetta heiti. Það varð að kenna einhverju öðru um en okkur sjálfum – helst einhverri markaðshugsun sem vill að einstaklingar, fyrirtæki og bankakerfi beri meiri ábyrgð á sjálfu sér og eigin gjörðum. Brotthvarfið frá austantjaldsmenningunni; þ.e. frelsið í atvinnulífinu með tilkomu EES, sem aðrar þjóðir höfðu viðhaft í áratugi, hét allt í einu nýfrjálshyggja. Núna er raunar svo komið að vinstrimenn segjast sakna gamla íhaldsins vegna þess að í sovét­andrúminu hér á landi var það ekki eins andsnúið ríkisstofnunum, ríkisrekstri og ríkisstyrktu atvinnulífi. Jón G. Hauksson leiðari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.