Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2014, Side 20

Frjáls verslun - 01.08.2014, Side 20
20 FRJÁLS VERSLUN 8-9 tbl. 2014 Þegar Netflix fór af stað voru starfsmenn um 30 talsins; fyrir ­ tækið einbeitti sér í fyrstu að sölu og dreifingu á dvd­disk­ um sem á örskömmum tíma gjörbreytti bandarískum mynd ­ bandamarkaði. Með framförum netsins skipti Netflix um gír og ein beitti sér að netáskrift og aðgangi að kvikmyndum og sjónvarps þátt um í stafrænu formi. Fyrir tækið sætti færis, kom inn á hárréttum tíma og nær samstundis náði það öruggri og góðri markaðsstöðu á þessu sviði. Hlutabréf í fyrir ­ tækinu hafa rokið upp allt frá aldamótum. Stjórnendur hafa náð hagstæðum samn ing um við kvikmynda­ og sjónvarps ­ framleiðendur, ráðið til sín snjallt fólk og fylgst vel með hin um miklu tækniframförum og breytingum á fjölmiðlun síðastliðin ár. Almennt þykir Net flix vera framúrskarandi fyrir tæki með afar jákvæða ímynd. Áhrif Netflix Venjulegt sjónvarpsáhorf minnkaði um 13% á síðasta ári í Bandaríkjunum hjá fólki yngra en 56 ára. Það er gífur ­ legt hrap. Ungt fólk virðist vera að yfirgefa hefðbundið sjónvarp. Þar með er ekki sagt að hefðbundið sjónvarp sé að deyja út. Það er tvenns konar markaður að myndast, tvenns konar notkun. Annars vegar fylgist fólk með fréttum, umræðum um samfélagsmál, beinum útsendingum af kapp leikjum og stórum við ­ burð um í hefðbundnu sjón ­ varpi. En þegar kemur að af ­ þreyingu, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum notar það veitur eins og Netflix í síauknum mæli. Áhrifin eru enn óljós. Í Frakk landi hefur umræðan verið á þann veg að sjónvarp hafi samfélagslega og menn ­ ingar lega þýðingu. Þar þykja kvik myndir vera listgrein en ekki iðnaður. Franskar sjón ­ varps stöðvar hafa lögbundið menningarlegt hlutverk í Frakk landi og 40% af öllu efni skulu vera innlend. Þær þurfa svo að borga lögbundin gjöld til franskrar kvikmyndagerðar, sem er mikilvæg tekjulind fyrir greinina. Þar sem Netflix er skráð í Lúxemborg og ekki skilgreint sem venjuleg sjónvarpsstöð sleppur það við ýmsar lagalegar skyldur og gjöld. Því spyrja margir: Á Netflix eftir að ganga af franskri kvikmyndagerð dauðri? Aðrir benda hins vegar á að öll fjölmiðlun og afþreying breytist hratt og þar sé sjón ­ varpið ekki undanskilið; tæki ­ færin séu ærin. Þeir sem fylgist ekki með hverfi af markaði og aðrir komi í staðinn. Netflix hefur þegar hleypt lífi í staðnaða sjónvarpsmenningu og aukið samkeppni. Flestar sjónvarpsstöðvar eru að laga sig að breyttum tímum og harðari samkeppni – það á við um ís ­ lensku sjónvarpsstöðvarnar líka. Hefur innkoma Netflix á íslenskan sjónvarpsmarkað breytt einhverju? Þessi óformlega innkoma Netflix hefur sjálfsagt breytt heilmiklu. Áhrifin hafa þó líkast til verið minni á sjónvarpsstöðvar sem senda út í opinni dagskrá en áskriftar ­ stöðvar. Við erum að tala um stóraukið framboð af efni, upp að ákveðnu marki meiri fjölbreytni og breyttar áhorfsvenjur þar sem hægt er að horfa á hvern þáttinn á fætur öðrum eða mynd ofan á mynd þegar viðkomandi hentar. Stóra breytingin og mögulega sú áhrifa ­ ríkasta til lengri tíma litið er enn meira framboð af erlendu efni og það mis góðu eins og gengur og gerist. Sem er auð vitað gott og blessað, þ.e. að framboð sjónvarps ­ efnis aukist, ef þetta efni berst með réttum hætti til landsins og gengur hér kaupum og sölum eins og íslensk lög gera ráð fyrir. Stóra áhyggjuefnið í þessu sambandi er hins vegar að á meðan Spotify er ekki með formlega starfsemi á Íslandi verður litla sem enga innlenda dagskrárgerð þar að finna, ekkert efni með íslenskum texta og það sem verra er; ekkert barnaefni talsett á íslensku. Ekkert efni sérstaklega ætlað íslenskum áhorfendum, rétt eins og í þeim löndum þar sem Netflix rekur opinberlega starfsemi, sbr. í Danmörku, en á danska Netflix má nálgast fjölmargar kvikmyndir, sjónvarpsþáttaraðir og annað efni sérstaklega sniðið að þörfum danskra áskrifenda. Hvernig hafið þið á RÚV brugðist við? Rétt eins og okkur ber að bregðast al ­ mennt við; með því að leitast við að bjóða að megninu til upp á annað en það sem mark aðurinn, hinar einkareknu sjónvarps ­ stöðv ar, hafa og geta sinnt farsællega. Þegar Netflix starfar í 40 lönd um og eru áskrif ­ endur þess þegar orðnir 50 milljónir, þar af 37 milljónir í Bandaríkjunum. Fyrir ­ tækið er um þess ar mundir að koma sér fyrir í Evrópu. Netflix var stofnað í Kali forníu 1997 af Marc Randolph og Reed Hastings. Saga Netflix byrjaði á einni vídeóspólu. Þegar Hastings þurfti að greiða heila fjörutíu dollara í sekt á myndbandaleigu fyrir að skila kvikmyndinni Apollo 13 nokkrum dögum of seint fór hann í bræði sinni að upphugsa nýja staf ræna myndbandaleigu. Áskrifendur Netflix á Íslandi eru rúmlega 20.000 sem er svipaður fjöldi og áskrifendahópur Stöð­ var 2. Þá má geta þess að í Bandaríkjunum minnkaði venjulegt sjónvarpsáhorf um 13% á síðasta ári hjá fólki yngra en 56 ára. Það er gífurlegt hrap. Ungt fólk virðist vera að yfirgefa hefðbundið sjónvarp. En hver eru áhrif Netflix á Íslandi? Áhrif Netflix Á ÍslaNdi? Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV: Mjög breyttar áhorfsvenjur Traustsins verðir Vörður nýtur trausts hjá öflugum íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Áhersla okkar á einföld og þægileg viðskipti er nokkuð sem fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum kunna að meta. Hafðu samband og fáðu tilboð í tryggingar þíns fyrirtækis. VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÍNU FYRIRTÆKI BETUR Við stöndum vörð um öflug fyrirtæki RÚV Til að tryggja landsmönnum fréttir, skemmtun og fróðleik þarf fjölda starfsmanna, tæknibúnað og húsnæði. Hér er góður staður fyrir þitt fyrirtæki Brim Þrír afkastamiklir frystitogarar og öflugt starfslið tryggja Íslendingum hærri útflutnings- tekjur af gæðahráefni. Atlantsolía Með 19 sjálfsafgreiðslu- stöðvum, birgðastöð og fjórum olíubílum er hægt að tryggja aukna samkeppni á eldsneytismarkaði á Íslandi. Landsbankinn Stærsta fjármálafyrirtæki á Íslandi með víðtækasta útibúa- netið tryggir trausta og alhliða fjármálaþjónustu um allt land. Marel Eitt af stærstu útflutnings- fyrirtækjum Íslands tryggir markaðnum hugvitsamlegar lausnir til vinnslu matvæla. Isavia Það þarf mikil umsvif til að tryggja öryggi á öllum flugvöllum landsins og sjá um nærri 5,5 milljóna km² flugstjórnarsvæði. Landsvirkjun Stærsta fyrirtæki landsins í orkuvinnslu vinnur 73% allrar raforku innanlands til að tryggja fólki og fyrirtækjum rafmagn. Össur Rannsóknir og nýsköpun styrkja stoðir atvinnulífsins með framleiðslu sem tryggir að fólk geti staðið á eigin fótum. Netflix
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.