Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2014, Page 27

Frjáls verslun - 01.08.2014, Page 27
FRJÁLS VERSLUN 8-9 tbl. 014 27 Eignarhlutur íslenskra lífeyrissjóða er samtals um 30% og fjöldi hluthafa um 2.000. Félagið hefur sett sér markmið um að rekstrarhagnaður árið 2017 verði yfir 100 milljónir evra. Það er gert ráð fyrir að þessi árangur náist með innri vexti og aukinni hagkvæmni í rekstri og jafnvel einhverjum smærri fyrirtækjakaupum. Það eru góðar markaðs­ og rekstrarforsendur fyrir vexti, aukinni arðsemi og auknu virði hluthafa. Hvar finnst þér hafa tekist best til í viðskiptalífinu undanfarið ár? Ég hef ofurtrú á að vaxtartækifæri íslensks atvinnulífs og lykilinn að aukinni hagsæld sé að finna í alþjóðageiranum þar sem þekking, hugvit og sköpun eru megingrundvöllur verðmætasköpunar. Mér finnst umræðan um hvað þarf til að þessi geiri vaxi og dafni hafa aukist og þokast í rétta átt á árinu. Það eru m.a. teikn á lofti um úrbætur í mennta ­ mál um, auknar fjárveitingar til vísinda og nýsköpunar og hvata til fjárfestinga fyrirtækja í rannsóknum og þróun. Auk ­ inn verðstöðugleiki á árinu er vissu lega jákvæður en það verður líka að gæta þess að háir raunvextir kæfi ekki fjárfest ­ ingavilja fyrirtækja. Hverjir eru helstu veikleikar íslensks viðskiptalífs? Fjármagnshöft í sex ár – nú er nóg komið og enn frekari virðisrýrnun og glötuð tækifæri fyrirsjáanleg ef ekkert verður að gert. Við verðum líka að huga að viðhorfi til erlendra fjárfesta. Ranghugmyndin um að hagnaður erlendra fjárfesta hljóti að vera tilkominn vegna taps íslenskra aðila er býsna lífseig. Hvaða þrír lykilþættir í stjórnun finnst þér mikilvægastir? Skýr sýn, samskiptahæfni og traust. Finnst þér lífeyrissjóðir vera orðnir of áhrifamiklir í viðskiptalífinu? Það gefur augaleið að verulegar takmark ­ anir á fjárfestingakostum lífeyris sjóðana vegna fjármagnshafta og á sama tíma veruleg fjárfestingaþörf þeirra, yfir sex ára tímabil og í örhagkerfi, er óheppileg staða sem eykur enn þörfina fyrir gagnsæi og góða stjórnarhætti. Hins vegar er að sjálfsögðu mikilvægt að lífeyrissjóðirnir, fulltrúar fjármagns fólksins í landinu, fjárfesti í íslensku atvinnulífi og stuðli að verðmætasköpun hér á landi. Hyggst fyrirtæki þitt fjárfesta á næstu sex mánuðum og/eða bæta við sig starfsfólki? Marel hefur verið að skerpa áherslur og auka skilvirkni í markaðssókn og rekstri á undanförnum mánuðum. Kostn ­ aður við aðgerðirnar eru fjárfesting í framtíðararðsemi og gera félagið betur í stakk búið til að nýta vaxtartækifæri og skapa verðmæti til framtíðar. Einhver erlendur leiðtogi – lífs eða liðinn – sem hefur hrifið þig vegna stjórnkænsku? Ég heimsótti Suður­Afríku 1996 og hef síðan verið heilluð af Nelson Mandela. Hann afrekaði að leiða saman sundraða þjóð með gríðarlegri staðfestu, hugrekki og auðmýkt. Ein af mínum uppáhalds ­ tilvitnunum í hann er: „It always seems impossible until it’s done.“ Á að selja áfengi í matvörubúðum? Nei. „Ég hef ofurtrú á að vaxtar ­ tæki færi íslensks atvinnulífs og lykilinn að aukinni hagsæld sé að finna í alþjóðageiranum þar sem þekking, hugvit og sköpun eru megingrundvöllur verðmætasköpunar. Mér finnst umræðan um hvað þarf til að þessi geiri vaxi og dafni hafa aukist og þokast í rétta átt á árinu.“ Ásthildur Margrét Otharsdóttir er Reykvíkingur að ætt og uppruna, Vestur bæ ingur og afkomandi fólks sem áður var áberandi í við skipta ­ lífi á Íslandi. Sumir jafn vel þjóð sagnapersónur í lifanda lífi eins og afinn, Örn Ó. Johnson, frumkvöðull í flugi á Íslandi og síðar forstjóri og stjórnar formaður hjá Flugleiðum. Starfsferill Ásthildar á Íslandi spannar í raun aðeins tíu ár eftir að hún kom heim frá námi og störfum erlendis 2004. Síðan hefur ferillinn verið brattur og hún er nú í ábyrgðarstöðum í tveimur stærstu félögunum í Kauphöll­ inni, Marel og Icelandair. Áður en Ásthildur fór utan var hún fyrst sölumaður hjá Eimskip frá árinu 1988 og svo bókari þar. Hún varð viðskipta fræðingur frá Há­ skóla Íslandi árið 1992 og tók síðan MBA­gráðu frá Rotter­ dam School of Management. Þaðan lá leiðin til Danmerkur. Þar starfaði hún hjá alþjóð ­ lega ráðgjafarfyrirtækinu Accenture í Kaupmannahöfn til ársins 2000 og var eftir það sjálfstætt starfandi við ráðgjöf í Bandaríkjunum til 2004. Eftir átta ára dvöl í útlöndum kom hún heim árið 2004 og réðst fyrst til Kaupþings og var þar í tvö ár. Árið 2006 flutti hún sig yfir til Össurar og var þar í forsvari fyrir viðskipta ­ þróun og fjármögnun í fjögur ár. Árið 2010 þótti henni enn kominn tími til breytinga og gerðist á ný sjálfstæður ráðgjafi. Árið 2010 var hún kosin í stjórn hjá Marel, fyrst sem vara­ formaður og svo árið 2013 stjórnarformaður eftir að Árni Oddur Þórðarson, frá farandi formaður, varð forstóri. Hún er auk þess í stjórn un ýmissa stofnana og hjá Marorku. Ásthildur býr því að reynslu úr atvinnulífinu og við stjórnun bæði innanlands og utan. Eiginmaður Ásthildar er Sigtryggur Hilmarsson, fram­ kvæmdastjóri Medor. Sigtryggur er með meistara­ gráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands og MBA­próf frá Rotterdam School of Manage ­ ment. Medor er fyrirtæki í Veritas­samsteypunni og sinn­ ir ráðgjöf, sölu og þjónustu á lækninga­, hjúkrunar­ og rannsóknarvöru. Þau Ásthildur eiga þrjá syni. Foreldrar Ásthildar eru Othar Örn Petersen, lögmaður hjá Logos, og Helga Johnson Petersen. Othar er sonur Norðmanns­ ins Bernhards Petersen stór kaupmanns og Önnu Magnúsdóttur Petersen frá Kleif um í Kaldbaksvík. Helga móðir Ásthildar er dóttir Arnar Ó. Johnson flugstjóra og Margrétar Thors, dóttur Hauks Thors, fram­ kvæmdastjóra hjá Kveldúlfi. Örn var sonur Ólafs Johnson stórkaupmanns og Helgu Pétursdóttur Thorsteinsson, dóttur Péturs J. Thorsteins­ son, athafnamanns á Bíldudal og í Viðey. HVER ER ÁStHilDUR MARGRét OtHARSDóttiR? Ásthildur Margrét Otharsdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.