Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2014, Side 29

Frjáls verslun - 01.08.2014, Side 29
FRJÁLS VERSLUN 8-9 tbl. 014 29 Eiginleikar náðarleiðtoga En hverjir eru eiginleikar svona leiðtoga? Rannóknir benda m.a. á eftirfarandi eiginleika: Sýn: Náðarleiðtogar eru snill­ ingar í að kynna hugmyndir sínar og hvert þeir vilja fara og hverju þeir stefna að. Fylgjend­ ur heillast af þessari sýn, taka undir af einhug og sameinast um að fylgja sýn leiðtogans. Persónutöfrar: Náðarleiðtog­ ar byggja upp áhuga, trú, tryggð, traust og stolt meðal fylgjenda og nota til þess persónutöfra og höfða til tilfinninga fylgjenda. Táknræn tjáning: Náðarleið­ togar eru duglegir að halda upp á sigra og fagna þegar yfirburðaframmistöðu og ár­ angri er náð. Í þessu sam hengi auðkenna þeir og tilnefna gjarnan hetjur og verðlauna þær með áberandi hætti. Valddreifing: Náðarleiðtogar hafa oft mikil völd enda eru þeir oft í þeirri stöðu að hafa mikil áhrif. Það er þó vissulega mismunandi hvernig völd og áhrif náðarleiðtogar hafa. Eitt sem virðist þó einkenna marga svona leiðtoga er að þeir vilja deila ábyrgð og fela fólki völd til þess að vinna að krefjandi verkefnum. Vitsmunaleg örvun: Náðar­ leiðtogar afla fylgis og tryggja þátttöku fylgjenda sinna með því að skapa skilning á vanda­ málum og með því að örva hugmyndaflug þeirra. Heilindi: Náðarleiðtogar eru heiðarlegir og trúverðugir og hegða sér samkvæmt faglegri sannfæringu og standa við skuldbindingar sínar. Þetta er atriði sem virðist stundum gleymast í umræðunni því við sjáum oft leiðtoga sem hafa gríðarleg áhrif en en starfa ekki af heilindum. Hvað með slæma leiðtoga? Ef leiðtogar hafa slæm áhrif og/ eða valda skaða þá teljast þeir ekki vera náðarleiðtogar heldur er þá um að ræða svokallaða Pseudo­transformational leiðtoga sem við gætum þýtt sem gervi­náðarleiðtoga. Heilindi skipta nefnilega máli og eru lykilatriði í náðarleiðtoga­ mennsku og ef leiðtogar eru ekki siðferðilegir leiðtogar eru þeir ekki sannir náðarleiðtogar. Hitler er stundum nefndur til sögunnar í forystufræðunum. Hann hafði skýra sýn og mark­ mið auk þess að hafa gríðarleg áhrif á fylgjendur sína. En hegð un hans og aðgerðir höfðu skelfi legar afleiðingar í för með sér. Þess vegna er hann dæmi um pseudo­transformational leiðtoga. Persónutöfrar Það má segja að náðarleiðtoga ­ mennska sé samofin þeirri tegund forystu sem kölluð er karisma­forysta (e. charisma leadership), en í henni eru persónutöfrar leiðtoga í önd­ vegi. Slíkir leiðtogar hegða sér með einstökum hætti og hafa það sem margir kalla mikla útgeislun. Þessir leiðtogar hafa í raun alveg sérstök og töfrandi áhrif á fylgjendur sína. Eigin­ leikar slíkra leiðtoga eru m.a. að búa yfir miklu sjálfsöryggi, vilja hafa áhrif og vera ráðandi, jafnframt því að skilja vel eigin siðferðileg gildi. Svona leiðtogar ná að heilla með sýn sinni og hugmyndafræðilegum markmið­ um og virka afar drífandi. Í þessu samhengi er við hæfi að rifja upp það sem Dwight D. Eisenhower sagði eitt sinn: Forysta er listin að fá einhvern annan til að gera það sem þú vilt að sé gert vegna þess að hann langar að gera það. Í þessu felst traust af hálfu leið­ toga en líka það að fylgjendur helga sig stefnu og hugmynda­ fræði leiðtogans. Þeir trúa á leiðtogann og það sem hann stendur fyrir, leggja sig fram við að sýna frumkvæði og í raun umbreytast. Hægt er að taka mörg dæmi um náðarleiðtoga, t.a.m. Martin Lúther King en skýr sýn hans á réttlátari tilveru hafði gríðar­ leg áhrif. Hann barðist fyrir réttindum sem þykja sjálfsögð í dag en þó eru liðin aðeins 50 ár síðan hann fékk friðarverðlaun Nóbels. Martin Lúther King höfðaði m.a. til réttlætiskenndar og tilfinninga. Margir upplifðu mikla persónutöfra hjá honum, m.a. í þekktustu ræðu hans I have a dream, sem jafnframt þykir ein besta ræða sögunnar. Eru náðarleiðtogar nauðsynlegir? Raddir efasemda um svokall­ aða náðarleiðtoga hafa m.a. bent á að þeir öðlast gjarnan mikil völd, sem getur verið vandmeðfarið. Fylgjendur eiga það til að fylgja í blindni og leiðtoginn verður eins og stjarna á stalli, fjarlægur og yfir aðra hafinn. Margir leiðtogar í slíkri stöðu hafa brugðist trausti og farið út af sporinu. Það eru þó ekki allir sammála þessu og halda því fram að ef þessi tegund forystu er iðkuð samkvæmt bókinni, við réttar kringumstæður, og ef siðferði­ legi þátturinn er hafður í heiðri þá getur náðarleiðtogamennska nýst vel, t.d. ef mikilla breyt­ inga er þörf og þegar þörf er á miklum drifkrafti. Dwight D. Eisenhower sagði eitt sinn: Forysta er listin að fá einhvern annan til að gera það sem þú vilt að sé gert vegna þess að hann langar að gera það. Sigurður Ragnarsson, sviðsstjóri viðskiptafræðisviðs við Háskólann á Bifröst.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.