Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2014, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.08.2014, Qupperneq 59
FRJÁLS VERSLUN 8-9 tbl. 014 59 tengdust veraldarvefnum stóðu sem hæst (annaðhvort í raun eða stundum ein fald ­ lega að nafninu til), sem varð til þess að fjárfestar „gleymdu“ sér og keyptu oft bréf í slíkum fyrirtækjum án þess að athuga með nokkrum hætti væntan hagnað slíkra fyrirtækja. Reyndar fór rekstur margra þeirra í þrot áður en þau náðu nokkurn tíma að skila hagnaði af rekstri sínum. Nýleg önnur dæmi eru bréf í fyrirtækjum eins og Google, Facebook og á þessu ári Alibaba. Ávöxtun á bréfum Google er sú besta af þeim bréfum sem mynda S&P 500­hlutabréfavísitöluna síðan frumútboð þeirra átti sér stað árið 2004. Gengi Facebook hefur hér um bil tvö ­ faldast eftir að frumútboð þeirra átti sér stað árið 2012 en í millitíðinni féll virði þeirra töluvert. Slíkar sögur um velgengni bréfa í útboðum skýra einnig hugsanlega það aðdráttarafl sem frumútboð annarra bréfa njóta, jafnvel þó að sögulega séð veiti slík bréf slakari ávöxtun en sambærileg hlutabréf í öðrum fyrirtækjum. Miðað við hlutfall innra virðis samanborið við markaðsvirði VÍS og sambærilegs hlutfalls erlendra trygg ingarfélaga var VÍS hugsan­ lega í dýrari kantin um þegar gengi þess var sem hæst en það skar sig samt ekki úr í þeim efnum. larry Pace, forstjóri Google og annar stofnenda fyrirtækisins. Ávöxtun á bréfum Google er sú besta af þeim bréfum sem mynda S&P 500­hlutabréfa ­ vísitöluna síðan frumútboð þeirra átti sér stað árið 2004. Frumútboð hlutabréfa á Íslandi: Hvernig hefur til tekist? Hvernig koma kenningar Jays Ritters, prófessors hjá University of Florida, út á íslenska hlutabréfamarkaðnum? Við skoðum hér gengi í nokkrum félögum eftir frumútboð þeirra, þ.e. í VÍS, tM, Eimskip og Vodafone. Á Íslandi hafa fyrirtæki skráð bréf sín á markað eftir endurskipulagningu í rekstri þeirra. Þó svo að rekstur margra þeirra fyrirtækja hafi verið byggður á gömlum grunni má segja að útboð á hlutabréfum þeirra hafi verið frumútboð, enda verið að skrá hlutabréf fyrirtækja í Kauphöllina sem höfðu í sumum tilfellum orðið verðlaus fyrir fyrrverandi eigendur sína í kjölfar hrunsins árið 2008. Á meðal almennings var takmarkaður áhugi á frumútboði Haga hf. síðla vetrar 2011. Lokagengi félagsins á fyrsta degi var u.þ.b. 16 krónur á hlut en er nú komið í u.þ.b. 45 krónur. Slík undraverð ávöxtun hefur sjálfsagt haft áhrif á almenna fjárfesta samhliða góðu gengi hlutabréfa í frumútboðum fyrstu mánuðina eftir að útboð áttu sér stað. Hér verður lauslega litið til ávöxtunar hlutabréfa nokkurra þeirra fyrirtækja sem hafa nýlega verið skráð í fyrsta sinn. Ekki verður þó gerður samanburður á ávöxtun þeirra og annarra fyrirtækja enda eru flest íslensk hlutabréf skráð í Kauphöllinni nýlega skráð bréf og samanburður því ekki raunhæfur. Litið verður á helstu þróun í rekstri fyrirtækjanna síðan frumútboðin áttu sér stað og hvernig sú þróun hefur hugsanlega haft áhrif á gengi hlutabréfa þeirra. Vátryggingarfélag Íslands hf. F yrsta frumútboð íslensks tryggingar félags var í apríl 2012 þegar Klakki ehf. seldi af eign sinni í VÍS og nam það vel yfir helmingi útistandandi hluta félagsins. Útboðsgengið var 7,95 krónur á hlut en gengi félagsins hækkaði strax mikið og endaði í 9,22 krónum í lok fyrsta við skiptadags hinn 24. apríl. Gengi bréf anna hækkaði því strax um 16% á fyrsta degi. Rúmri viku síðar hafði gengið hækkað enn frekar og var komið í 10,20 krónur hinn 7. maí. Rúmlega þremur mánuðum síðar fór gengi bréfanna í 11,51 krónu á hlut og hafði þá hækkað um fjórðung frá lokagengi fyrsta viðskiptadags og um 45% frá útboðsgenginu! Síðan þá hefur gengi bréfanna sigið jafnt og þétt. Hluti af þeirri lækkun skýrist af arð greiðslu sem greidd var út í apríl en hún nam 73 aur um á hlut. Greiddi félagið stór an hluta hagnaðar í arð en hann var 86 aurar á hlut sem þýðir að u.þ.b. 80% hagnaðar voru greidd í arð. Það þýðir að lítið af hagnaði rekstrar var nýtt í vöxt félagsins sem dregur úr vexti þess. Jafnvel að teknu tilliti til hárrar arðgreiðslu hefur ávöxtun hlutabréfa VÍS verið slök frá fyrsta viðskiptadegi. Þegar búið er að taka tillit til arðgreiðslunnar er gengi bréfa VÍS rúmlega níu krónur á hlut í október 2014. Það þýðir að ávöxtun allra sem keyptu bréf í félaginu frá og með fyrsta viðskipta degi er neikvæð fram að október 2014 (þetta á auðvitað ekki við um fjárfesta sem hafa síðan í millitíðinni selt bréf sín, sumir jafnvel með gróða), enda var gengi bréfanna ávallt hærra en það er þegar þessi orð eru skrifuð. Það að gengi hlutabréfa VÍS er þó nálægt lokagengi fyrsta við skipta dags sýnir að það var vissulega góð ávöxtun fyrir þá aðila sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.