Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2014, Side 182

Frjáls verslun - 01.08.2014, Side 182
182 FRJÁLS VERSLUN 8-9 tbl. 2014 „Mindfulness merkir að vera með fulla meðvitund og með athyglina hjá sér og upplifa það sem er að gerast á meðan það er að gerast. Við þekkjum hug ann okkar ótrúlega lítið en hann er oftast eins og ótaminn api.“ Á sdís Olsen hefur sérhæft sig í mind ­ fulness á vinnu ­ stöð um og kennir stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækja mind­ fulness með góðum árangri. „Mindfulness merkir að vera með fulla meðvitund og með athyglina hjá sér og upplifa það sem er að gerast á meðan það er að gerast. Við þekkjum hug ­ ann okkar ótrúlega lítið en hann er oftast eins og ótaminn api út um allar trissur. Mindfulness er í raun hugar­ eða heilaþjálfun sem miðar að því að virkja þau svæði í heilanum sem geyma sköpun, tengsl, flæði, vellíðan og sátt. Rannsónir sýna ótrúlegan ár ang ur af því að innleiða mind­ fulness á vinnustaði. Starfsmenn vitna um minni streitu, betri athygli og meiri ánægju. Þá kem ur í ljós að vinnustaðamenn­ ingin breytist, fólk er öruggara og einlægara og frekar tilbúið að viðurkenna mistök og læra af þeim. Samskipti verða betri, það er minna um fjarvistir, afköst aukast og fyrirtækin hagnast.“ Auk þess að kenna mind­ fuln ess er Ásdís aðjúnkt í lífsleikni við menntavísindas­ við Háskóla Íslands. Ásdís er mennt unar fræð ingur með meist­ arapróf í upplýsingamiðlun frá Ohio University í Bandaríkjunum. Þá lærði hún hugræna atferlis­ meðferð og mindfulness og er með kenn ara réttindi í mindful­ ness frá Bangore­háskóla. Söngur og hlátur Ásdís á fjórar dætur, tvö barna­ börn og að sögn lágmark tvo tengdasyni. Elsta dóttirin heitir Bergþóra og er lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, næst er Valgerður sem er að læra gerva­ og leikhúsförðun í Ósló, Brynhildur er nemi á dans listabraut í MH og Álfheiður er í grunnskóla og fimleikum og leikur um þessar mundir í sýningu Borgarleikhússins á Línu langsokk. Þær tvær yngstu búa hjá móður sinni. „Þær eru uppáhaldsfélags ­ skap urinn minn. Þær hafa alla hæfi leikana sem ég hef ekki og eiga svo mikinn söng og hlátur. Það er mikið staðið á höndum, sungið og dansað á heimilinu og þær eru með mér í fjallgöngum á sumrin og á skíðum á veturna. Ég fer ekki endilega auðveld ­ ustu leiðina í lífinu. Ég er stans laust að ögra sjálfri mér og sækjast eftir nýrri upplifun og reynslu og sumu lendir maður bara í og það þroskar mann líka. Það erfiðasta sem ég hef upplifað er að vera viðstödd skyndilegt fráfall pabba. Það tók líka á að skilja eftir 25 ára hjónaband. Þá lenti ég síðasta vetur í skíðaslysi í Austurríki. Mitt fyrsta þyrluflug hefði vel mátt vera við aðrar aðstæður. Ég hef hins vegar upplifað miklu fleira ánægjulegt – hef notið þess að ferðast um Balí með bakpoka, stýra raunveruleikaþætti í sjón­ varpi, vera viðstödd fæðingu barnabarnsins míns, keppa í golfi, sigla skútu, læra að sörfa og nýlega tók ég upp á því að synda í köldu Atlantshafinu. Það er ekki annað hægt en vera fullkomlega „mindful“ í sjónum, en þá er ég meðvituð um að ég sé í sama sjó og fiskar, selir og hákarlar. Það er eitthvað svo stórkostlegt við það. Meðal þess sem ég á eftir að gera er að klára doktorsnám og stofna hamingjusamfélag eða komm ­ únu í nágrenni Reykjavíkur.“ – segir Ásdís Olsen, framkvæmdastjóri Mindfulness-miðstöðvarinnar Hugurinn oftast eins og ótaminn api Nafn: Ásdís Olsen. Starf: Aðjúnkt við HÍ og framkvæmda stjóri Mindfulness - miðstöðvarinnar. Fæðingarstaður: Reykjavík, 21. desember 1962. Foreldrar: Halldóra Sigurðardóttir og Alfreð Olsen flugvélstjóri. Börn: Bergþóra, 30 ára, Valgerður, 28 ára, Brynhildur, 20 ára, og Álfheiður, 11 ára. Menntun: B.Ed.-gráða, MA-gráða í upplýsingamiðlun/skemmtimennt og kennaranám í mindfulness frá Bangor-háskóla í Wales. Sérfræðinám í hugrænni atferlismeðferð frá Endur- menntun Háskóla Íslands í samstarfi við Oxford-háskóla. Ásdís Olsen, framkvæmdastjóri Mindfulness­miðstöðvarinna fólk MARC O’POLO STORE Kringlan Shopping Center Kringlan 4-12 Reykjavik 180-4-770_AD_FC_Island_WomenFW14_210x279#.indd 1 21.10.14 16:16 Umsjón: svava jónsdóTTir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.