Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Síða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Síða 24
VISINDAÞING SKI/SGLI FYLGIRIT 55 vélinda og maga sem var eðlileg. Smám saman rénaði verkurinn og sólarhring síðar var hann útskrifaður nánast verkjalaus. Skoðun þremur dögum síðar var eðlileg og röntgenmynd af lungum sýndi minna loft í miðmæti, sérstaklega vinstra megin. Rúmu hálfu ári frá þessu er hann við góða heilsu. Ekki hefur borið á endurteknum einkennum. Hann hefur haldið áfram iðkun jógaæfinga. Umræða: Loftmiðmæti getur greinst án áverkasögu, jafnvel eftir iðkun jóga eins og í þessu tilviki. Slíku tilfelli hefur aðeins verið lýst einu sinni áður. Þetta tilfelli sýnir mikilvægi þess að rann- saka einstaklinga með brjóstverki ítarlega til að finna orsakir. V-06 Taugslíðursæxli á þvagfæraskurðdeild 2002-2007 Jóhann Páll Ingimarsson', Guðmundur Geirsson1, Guðjón Haraldsson1, Guðjón Birigisson2, Bjarni Torfason3, Ingvar Hákon Ólafsson4, Agústa Andrésdóttir’, Sigfús Nikulásson6, Eiríkur Jónsson1 'Þvagfæraskurðdeild, 2skurðlækningadeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild, 4heila- og taugaskurðdeild, hnyndgreiningardeild, ‘rannsóknarstofu í meinafræði, Landspítala johannpa@landspitali.is Inngangur: Taugaslíðursæxli (schwannoma) við þvagvegi eru sjaldgæf og jafnan góðkynja æxli. Einkenni og myndrann- sóknir eru ósértæk og æxlin oft innvaxin í taugar við greiningu. Tilgangur greinarinnar er að lýsa slíkum tilfellum á íslandi, greiningu þeirra, meðferð og afdrifum. Efniviður og aðferðir: Á Landspítala greindust fimm taugaslíð- ursæxli við þvagvegi á árunum 2002-2007. Gögn voru fengin úr sjúkraskrám. Niðurstöður: Tveir sjúklinganna voru konur og þrír karlar, 26 til 52 ára. Tveir greindust vegna viðvarandi verkja, tveir fyrir til- viljun og einn vegna verkja við holdris. Nokkur töf var á greiningu þeirra þriggja sem höfðu einkenni. Beðið var með eina aðgerð vegna meðgöngu. Þrjú æxlanna voru aftan skinu (retroperitoneal), þar af eitt einnig vaxið upp í brjósthol aftan fleiðru. Eitt æxli fannst í lim og eitt í sáðstreng (funiculus). Enginn sjúklinganna hafði von Recklinghausen sjúkdóm eða aðra þekkta taugasjúkdóma. Öll æxli voru kortlögð með tölvu- sneiðmynd og segulómun. Eitt var fjarlægt um kviðsjá en hin í opinni aðgerð. I öllum tilvikum náðist að fjarlægja allan æxlis- vöxt. í fjórum tilvikum var komist hjá stórsæjum skaða á taug- um. Æxlin voru 1-8 cm og reyndust öll góðkynja. Sjúklingurinn með æxlið aftan fleiðru fékk loftbrjóst í kjölfar aðgerðar, en ekki voru aðrir snemmkomnir fylgikvillar við aðgerðir. Einu til fimm árum frá aðgerð eru allir sjúklingar á lífi án endurkomu á æxli. Tveir hafa langvinn taugaeinkenni, einn tilfinningarglöp (paresthesia) á skynsvæði fyrstu spjaldhryggstaugar og annar viðvarandi verki í aðgerðaröri. Umræða: Æxli aftan skinu eru algengustu taugaslíðursæxli við þvagvegi. Skammtímahorfur af meðferð á Landspítala eru góðar, en fylgikvillar frá taugum til staðar. Ekki hefur áður verið lýst taugaslíðursæxli sem orsök verkja við holdris. V-07 Tjáning próteina í nýrnakrabbameini og eðlilegum nýrnavef skoðuð með örflögutækni Hrefna Guðmundsdóttir', Fjóla Haraldsdóttir2, Eiríkur Jónsson3, Guðmundur Vikar Einarsson3, Rósa Björk Barkardóttir2, Tómas Guðbjartsson34, Sverrir Harðarson2, Vigdís Pétursdóttir2 'Nýmadeild, 2rannsóknarstofu í meinafræði, 3þvagfæraskurðdeild Landspítala, 4 *læknadeild Háskóla íslands hrefnag@iandspitaii.is Inngangur: Tíðni nýrnafrumukrabbameins hefur vaxið und- anfarin ár, að hluta vegna bættra greiningaraðferða. Greinast nú fleiri sjiiklingar á fyrri stigum sjúkdómsins, en dánartíðni hefur þó haldist tiltölulega óbreytt. Tilgangur rannsóknarinnar var að leita að mismunatjáðum próteinum í nýmafrumukrabbameini og bera saman við eðlilegan nýrnavef. Efniviður og aðferðir: Vefjasýni 48 sjúklinga með tærfrumugerð nýmafrumukrabbameins voru fengin frá lífsýnasafni rann- sóknarstofu í meinafræði. Vefjasneiðar úr hverju sýni voru smásjárskoðaðar og aðlægar sneiðar leystar upp í urea og CHAPS-lausn til próteingreiningar. Sýni voru slembiröðuð og tvíkeyrð á CM10 flögu (neikvætt hlaðið yfirborð, BioRad Inc.). Próteintjáning var greind með SELDI örflögutækni (Surface Enhance Lazer Desorption/ Ionization) og skoðuð með CiphergenExpressClient forriti (Ciphergen Inc.). Tjáning á próteinum í nýmafrumukrabbameini og eðlilegum vef var borin saman með Mann Whitney prófi og var núll-tilgátan sú að ekki væri munur á tjáningu í vefjunum tveimur. Niðurstöður: Samtals fengust 71 sýni frá 48 einstaklingum. Alls voru 59 sýni úr krabbameinsvef og 40 þeirra frá æxlum sem voru stærri en 7 cm (T2). Tólf sýni fengust frá eðlilegum vef. Þegar borin var saman próteintjáning milli eðlilegs nýmavefs og tærfrumukrabbameins fvmdust 46 mismunatjáð prótein þar sem munurinn var marktækur upp á p-gildi <0,05, þar af 13 prótein mismunatjáð með p-gildi <0,001. Ályktun: SELDI örflögutækni hentar vel til að skoða prótein- tjáningu úr nýmavef, bæði á tærfrumukrabbameini og eðlileg- um nýmavef. Fjöldi próteina aðgreinir eðlilegan nýrnavef og tærfrumukrabbamein og má hugsanlega nota slík prótein í framtíðinni sem æxlismerki (tumor marker). V-08 ígræðsla á nýrnahluta (autotransplantation) vegna nýrnakrabbameins í báðum nýrum Bjarni G. Viðarsson', Jón Guðmundsson3, Ólafur S. Indriðason2, Eiríkur Jónsson1 'Þvagfæraskurð-, 2myndgreiningar-, 3nýmalækningadeild Landspítala bjamigv@landspitali.is Inngangur: Hlutabrottnám á nýra er viðurkennd aðgerð vegna nýmakrabbameins. Sérstaklega á hún við ef til staðar er minnk- uð starfsemi eða vöntun á gagnstæðu nýra. Forsenda slíkrar meðferðar eru krabbameinsfríar skurðbrúnir. Ef erfitt reynist að framkvæma slíkt hlutabrottnám, á nýrnastaðnum, kemur til greina að fjarlægja allt nýrað, kæla niður og framkvæma hlutabrottnámið á hliðarborði. Tilfelli: 55 ára kona greinist, í kjölfar gallblöðrubólgu, með æxli 24 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.