Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 9 „Það er náttúrulega frekar mik- ið að leika svo til stöðugt í sautján ár, svo ég ákvað að söðla um og prófa eitthvað nýtt. Á Patreksfirði setti ég upp sýningar með krökk- unum í skólanum, og kenndi öll- um bekkjum hans leiklist á þess- um tveimur árum. Þetta voru sprækir krakkar og það var mjög gaman að vinna með þeim. En þetta verkefni með krökkunum í Menntaskóla Ísafjarðar er raunar fyrsta eiginlega leikstjórnarverk- efnið mitt,“ segir Halldóra, sem er ánægð með þá áskorun sem það felur í sér. „Maður vaknar svolítið og kynnist nýjum hliðum starfsins, sem mér finnst bara mjög gaman. Mér finnst þetta mjög spennandi áskorun,“ segir hún. Auk starfsins með Leikfélagi MÍ kennir Halldóra ýmiss nám- skeið á vegum Fræðslumiðstöðv- ar Vestfjarða – allt frá leiklistar- námskeiðum, til íslensku fyrir útlendinga. „Það er alveg yndis- legur vinnustaður og mjög öflugt starf sem á sér stað hjá Fræðslu- miðstöðinni. Það er mikil gróska hérna og margt spennandi á prjónunum,“ segir Halldóra. Óttaðist sólarleysið Hún fluttist sem áður segir til Ísafjarðar ásamt fjölskyldu sinni í ágúst síðastliðnum og segir ný heimkynni leggjast vel í sig. „Sumarið tók ofsalega vel á móti okkur. Það var hérna sól og blíða og spegilsléttur fjörður dag eftir dag, alveg fram í október. Svo kom veturinn með látum og þá brá mér svolítið,“ segir hún og brosir. „Á Patreksfirði virtist veðráttan nefnilega alveg fylgja Reykjavík, en svo er aftur á móti ótrúlega mikill munur á veðrinu hér og á Patreksfirði,“ bætir hún við. „En ég hugsaði líka að náttúr- an, eða almættið, sér um sína. Um leið og snjórinn kemur, kem- ur líka svo mikil birta. Þá hættir maður að óttast sólarleysið, sem maður velti kannski aðeins fyrir sér svona til að byrja með – að hafa ekki sólina svona lengi! Mér finnst nefnilega voðalega gott að hafa hana, ég er svolítið sólar- barn,“ segir Halldóra og hlær við. Fleiri einstaklingar leita til fjölskylduhjálpar kirkjunnar „Undanfarin tvö ár höfum við tekið eftir að fleiri leita til okkar eftir aðstoð en aukningin er þó ekkert í líkingu við það sem gerst hefur á höfuðborgar- svæðinu,“ segir séra Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði. „Við finnum fyrir því að það er minna af peningum á svæðinu en var hér fyrir nokkr- um árum. Hins vegar var ekki þessi mikli skellur hér eins og í Reykjavík enda náði upp- sveiflan hér ekki sömu hæðum og fyrir sunnan. Þannig að- stoðin hér hefur aukist jafnt og þétt undanfarin misseri,“ segir Magnús. Hann segir presta einnig starfa sem umboðsmenn fyrir hjálpastarf kirkjunnar. „Fólk sem þarf á hjálp á að halda, hvort sem það er yfir jólahátíðarnar eða á öðrum árs- tímum, getur snúið sér til síns sóknarprests. Yfirleitt er um að ræða aðstoð við matarinnkaup. Það heyrir þó til undantekninga að við stöndum fyrir matarúthlut- unum hér á Ísafirði heldur er al- gengast að við veitum fólki út- tektarkort sem gildir þá bæði í Bónus og Samkaup,“ segir Magn- ús. „Þá er einnig algengt að þegar fyrirtæki og félagasamtök rétta samborgurum sínum hjálparhönd að þeir leiti til sóknarpresta til að hafa milligöngu í slíkum mál- um,“ segir Magnús og bætir við að fleiri aðilar á svæðinu sinni álíka hlutverki. „Það er umtals- vert starf sem hér unnið að hálfu kirkjunnar, sveitarfélagsins og líknarfélaga í þágu fátækra þó svo þetta starf fari ekki hátt,“ segir Magnús sem að endingu vill hvetja fólk um gleðja hvert annað. „Því þegar allt kemur til alls þá eiga jólin að snúast um að gleðja náungann og gildir þá einu hvort þeir eru ríkir eða fátæk- ir,“ segir Magnús Erlingsson, sóknarprestur. – kte@bb.is Ísafjarðarkirkja.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.