Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 Gistinætur á hótelum á Vestur- landi og Vestfjörðum voru rúmar 2.600 í október sem er 15% aukn- ing miðað við sama mánuð í fyrra. Á landinu öllu fækkaði gisti- nóttum um rúm 4% en samdrátt- urinn náði eingöngu til höfuð- borgarsvæðisins þar sem gisti- nóttum fækkaði um 10% milli ára, en í öllum landshlutum var aukning á gistinóttum milli ára. Hlutfallslega fjölgði gistinóttum mest á Norðurlandi eða um 35%. Fyrstu tíu mánuði ársins hefur gistinóttum á landinu öllu fækk- að um rúm 3% milli ára en á Suðurnesjum, Vestfjörðum og Vesturlandi fjölgaði þeim um sömu prósentu tölu. Annars stað- ar á landinu var um samdrátt að ræða. Af þeim 2.635 gistinóttum á Vestfjörðum í október sl., áttu Íslendingar 1.694 nætur og út- lendingar 941. Fjöldi útlendingar stóð nánast í stað á með gisti- nóttum Íslendinga fjölgaði um nær fjórðung. Gistinóttum yfir sumartímann, þ.e. frá maí til sept- ember, fjölgaði um 2.118 milli ára á Vestfjörðum og Vestur- landi, sem er ríflega 6% aukning. Hagstofan birtir talnaefni um gistinætur og á vef stofnunar- innar er athygli vakin á því að tölurnar taka eingöngu til gisti- nátta á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gisti- heimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. – kte@bb.is Gistinóttum fjölg- ar á Vestfjörðum „Þetta lítur afskaplega vel út. Nú þegar hafa 35 skip staðfest komu sína næsta sumar sem er nokkuð meira en á síðasta ári þegar skipin voru 30 talsins,“ segir Guðmundur M. Kristjáns- son hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar. „Síðasta sumar komu 28 skip til Ísafjarðar, en af þeim 30 sem höfðu pantað forfallaðist eitt vegna veðurs og annað vegna bilunar. Ég veit að eitt skipafélag, sem boðað hefur komu sína næsta sumar með tvö skip, er í rekstrar- erfiðleikum. Félagið hefur ekki afpantað en ekki er loku fyrir það skotið. Á móti kemur að ég veit um skip sem ekki hafa pantað en ætla engu að síður að koma hingað næsta sumar, þannig við getum áætlað að þessar 35 bók- anir standi, plús/mínus tvö skip,“ segir Guðmundur. Nýlega greindi Morgunblaðið frá því að útlit væri fyrir að færri skemmtiferðaskip myndu koma til Reykjavíkur en greinilega nær sá samdráttur ekki til Vestfjarða. Guðmundur var nýlega á ráð- stefnunni Sea Trade Europe sem haldin var í Cannes í Frakklandi og þar hitti hann marga forsvars- menn skipafélaga. „Það eru nátt- úrulega sveiflur í þessum geira eins og öðrum. Það er greinlegt að það efnahagsástandið í Evrópu hefur haft áhrif og nokkur þýsk félög eru í erfiðleikum. En það eru líka góða fréttir. Til dæmis byrjaði ítalska skipafélagið MSC að sigla til okkar síðasta sumar og það hefur bókað komu sína aftur næsta sumar, en þar að auki hefur það bókað tvö skip fyrir sumarið 2012. Þetta er mjög stórt félag sem hóf í fyrsta sinn að sigla til Norður Evrópu á þessu ári, þannig þetta gefur góð fyrir- heit um það sem koma skal,“ segir Guðmundur og bætir bætir við að bókanir fyrir sumarið 2012 gangi mjög vel. „Nú þegar liggja fyrir bókanir á 13 skipum sem miðað við árstíma er mjög gott.“ Aðspurður segir Guðmundur skemmtiferðaskipin skipti höfn- ina miklu máli. „Já, þau gera það svo sannarlega. Nú kemur um þriðjungur af tekjum hafnarinnar frá skemmtiferðaskipum og mun- ar um minna, sér lagi í ljósi þess að vertíðin stendur yfir í aðeins tvo og hálfan mánuð. Fyrir utan alla tekjurnar sem farþegarnir skapa fyrir samfélagið og þá fyrst og fremst í ferðaþjónustu.“ Hann segir þó að Ísafjörður gæti gert meira til að laða til sín umferð skemmtiferðaskipa. „Þróunin er sú að skipin fara stækkandi og við þurfum að bæta aðstöðu okk- ar til þess að geta tekið á móti stærstu skipunum. Okkar fram- tíðarsýn er sú að hægt verði að taka móti öllum skipum á nýupp- gerðum Ásgeirsbakkanum sem er 270 metra langur. En til þess þarf fjármagn svo hægt sé að dýpka sundin og breikka þau,“ segir Guðmundur. – kte@bb.is Stefnir í metár skemmtiferðaskipa

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.