Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 39

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 39 Sælkeri vikunnar er Ingiríður Á. Karlsdóttir á Ísafirði Leyndarmálsdrykkur og Þórhildarhleifur Þessi föngulegi hópur hjálpaði mér að smala í haust. Ég sendi þeim öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Flest af þessu fólki er búið að koma í leitir í mörg haust. Bestu kveðjur til ykkar allra. Ragna á Laugabóli. „Þrátt fyrir að blaðið komi út á Þorláksmessu langar mig að deila með ykkur uppskrift af hinum vinsæla drykk My secret og hægt er að lesa nánar um hann á síðunni mysecret.is. Hér er líka hollustubrauð sem ég kalla Þórhildarhleif og kjúkl- ingaréttur.“ My secret –engiferdrykkur 150 g engifer – skorið í þunnar sneiðar 3 msk límónu-/sítrónusafi 2 msk agave síróp 2 greinar myntulauf 1,5L vatn Allt sett í pott og láta suðuna koma upp. Látið kólna í pottin- um í 2 klst. Sigtið, setjið safann á flösku og kælið. Ráðlagt er að drekka 250 ml á dag. Þórhildarhleifur 1dl haframjöl 1 dl graskersfræ 6-7 stk döðlur 4 dl spelt (fínt) ½ tsk salt ½ tsk kúmen 1 dl kúmen (sleppti) 1 dl hörfræ 1 msk vínsteinslyftiduft 2 ½ dl vatn 1 msk sítrónusafi 2 msk hunang 2 msk olía Blandið þurrefnum saman. Hrærið vandlega saman með skeið. Bakið við 180° ca. í 35 mín. Kjúklingabringur – fylltar 4 kjúklingabringur 20g rautt pestó úr sólþurrk- uðum tómötum 250 g rjómaostur m sólþurrk- uðum tómötum 4 sólþurrkaðir tómatar Nokkrar svartar ólífur saxaðar Salt og grófmalaður pipar Örlítil mjólk Fletjið/ berjið kjúklingabring- urnar aðeins út með bufffhamri. Maukið tómatpestóið og látið marinerast í um 30 mín. Setjið þá 1 msk af rjómaosti á miðju hverrar bringu og 1 sólþurrkaðan tómat og ólífur. Lokið bringunni og festið með tannstöngli. Raðið síðan bringunum upprúlluðum í eldfast mót, stráið salti og pipar yfir og bakið við 180° í um 40 mín. Búið til sósuna rétt áður en elduninni lýkur. Takið afganginn af rjómaostin- um og hitið varlega í potti eða örbylgjuofni. Þynnið sósuna með örlítilli mjólk. Berið fram með fersku salati, risottó eða soðn- um hrísgrjónum. Ég skora á Rögnu Arnalds- dóttur á Ísafirði. Ragna er frá- bær kokkur og sér um að elda hádegismat handa okkur í Landsbankanum, allt sem hún gerir er bæði gott og glæsilega framborið. Maturinn hennar er eitt af fjölmörgu sem ég mun sakna héðan frá Ísafirði. Tilkynningum til barnaverndar- yfirvalda á Vestfjörðum fjölgar Tilkynningum til barnavernd- aryfirvalda á norðanverðum Vestfjörðum fjölgaði töluvert fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Einnig fjölg- aði tilkynningum í Vesturbyggð og á Tálknafirði á tímabilinu en þó ekki eins mikið. Frá ársbyrjun og fram í nóvember bárust barna- verndarnefnd 142 tilkynningar vegna 116 barna en tilkynning- arnar voru 99 vegna 95 barna á sama tímabili í fyrra. Tilkynn- ingarnar eru 2% af öllum tilkynn- ingum sem bárust á landinu í ár. Í Vesturbyggð og á Tálknafirði bárust 15 tilkynningar vegna 14 barna en þær voru 11 á sama tíma í fyrra. Er það 0,2% af tilkynn- ingum á landsvísu. Þetta kemur fram í samantekt Barnaverndar- stofu. Ef litið er á landið í heild fjölg- aði tilkynningum til barnavernd- arnefnda um rúmlega 1% fyrstu níu mánuði ársins 2010 saman- borið við fyrstu níu mánuði ársins 2009. Þetta er minni fjölgun en var í samanburði fyrstu þrjá mán- uði og fyrstu sex mánuði áranna 2009 og 2010, en fjölgunin þá var um 3%. Nokkur munur er eftir landsvæðum, en í þessum samanburði kemur fram að til- kynningum fækkaði um tæplega 2% á höfuðborgarsvæðinu, en fjölgunina á landsbyggðinni var tæplega 7%. Flestar tilkynningar voru vegna áhættuhegðunar barna eða 47,1% tilkynninga fyrstu níu mánuði ársins 2010, en 46,3% fyrstu níu mánuði ársins 2009. Alls voru 31,3% tilkynninga vegna van- rækslu fyrstu níu mánuði ársins 2010, en 35,2% fyrstu níu mán- uði ársins 2009. Hlutfall tilkynn- inga um ofbeldi var 21,1% fyrstu níu mánuði ársins 2010, en 18,0% fyrstu níu mánuði ársins 2009. Hlutfall tilkynninga vegna þess að heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu var 0,5% fyrstu níu mánuði ársins 2010, en 0,4% fyrstu níu mánuði ársins 2009. Samanlagður fjöldi barna sem tilkynnt var um fyrstu níu mánuði ársins 2010 var 5.773 börn, en sambærileg tala fyrir árið 2009 var 5.720 börn. Tilkynnt var því um tæplega 1,0% fleiri börn fyrstu níu mánuði ársins 2010 en fyrstu níu mánuði ársins 2009. Þess ber að geta að tilkynning til barnaverndarnefndar verður að barnaverndarmáli ef tekin er ákvörðun um könnun máls í kjöl- far tilkynningar. 230 milljónir í fræðslumál Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla í Bolungarvík á næsta ári verði alls 230,6 milljónir króna en tekjur verði 26,4 milljónir króna. Af skatttekjum fara því í fræðslumál 204 milljónir kr. sem skiptast þannig að Grunn- skólinn fær til sín 152,5 milljónir eða 75%, Leikskólinn 18% eða 37 milljónir kr.og Tónlistarskólinn 7% eða 13,3 milljónir kr. Þetta kemur fram í stefnuræðu bæjarstjóra Bolungarvíkur, Elíasar Jónatanssonar, með frumvarpi að fjárhagsáætlun. Tilkynningar bárust til barnaverndarnefndar á norðanverð- um Vestfjörðum vegna 116 barna á fyrstu níu mánuðum ársins.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.