Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Síða 10

Bæjarins besta - 22.12.2010, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 Við óskum Samfylkingarfólki og öllum íbúum Norðvesturkjördæmis gleði- legra jóla og farsældar á nýju ári. Guðbjartur Hannesson, alþingismaður og Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að nýta for- kaupsrétt sinn til kaupa á hlutafé í Melrakkasetri Íslands ehf. Leggur bæjarráð til að keypt verði hlutir fyrir 200.000 krónur. Stjórn Melrakkasetursins ákvað fyrr í haust að auka við hlutafé setursins úr rúmum 2 milljónum króna í 5 milljónir. Í viðtali við bb.is sagði Ester Rut Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri setursins að langflestir hluthafar hafi ákveðið að nýta forkaupsrétt sinn en kaupin voru á gjalddaga þann 20. desember. Hluturinn kostar 10 þús. krónur á genginu einn. Nýta forkaupsréttinn Ákveðið hefur verið að árleg vetrarfuglatalning Náttúru- fræðistofnunar Íslands fari fram 9. janúar. Markmið vetrar- fuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Í síðustu talningu á norðanverðum Vest- fjörðum var æðarfugl algengastur í vetrartalningu sem fór fram í lok síðasta árs. Tæplega 8800 æðarfuglar voru taldir og var hávellan næst algengust eða um 1700 fuglar. Flestar hávellur sáust í Súgandafirði eða 6-700 fuglar. Heildarfjöldi fugla svipaður og árið áður ári og má nefna að aðeins munaði um 70 æðarfuglum á milli ára. Árlegar vetrarfuglatalningar hófust á Íslandi um jólaleytið 1952 að amerískri fyrirmynd. Þetta verkefni er ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi og sú sem tekur til flestra fuglategunda. Árleg vetrarfuglatalning Súðavíkurhreppur hefur lagt fram kröfulýsingu á hendur þrotabúi Sparisjóðsins í Keflavík. Var hún send var til slita- stjórnar 6. desember. Kröfulýsingin er byggð á því að for- sendur fyrir stofnfjáraukningu í Sparisjóði Vestfjarða hafi verið rangar m.a. þannig að eignir Sparisjóðsins í Keflavík hafi við samruna sparisjóðanna verið stórlega ofmetnar og aldrei hefði komið til umræddra stofnfjáraukninga, ef réttar upplýsingar hefðu legið fyrir á þeim tíma sem þær fóru fram og samruni sparisjóðanna var samþykktur. Sveitarstjóra hefur verið falið að fylgja málinu eftir í samvinnu við lögfræð- ing Súðavíkurhrepps. Lýsa kröfu í þrotabúið Síðasti hópurinn var útskrifaður fyrir jól frá Fræðslumið- stöð Vestfjarða í síðustu viku. Um var að ræða fólk sem hefur lokið á milli 50 og 60 kennslustundum í nokkrum greinum, einkum þeim sem flokkast undir sköpun, svo sem tónlist og hannyrðir. Samstarfsaðilar Fræðslumiðstöðvarinnar voru Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vestfjörðum og Fræðslu- setrið. Í tilefni útskriftarinnar var slegið upp veislu og borið fram heitt súkkulaði og bakkelsi. Þá voru jólalögin sungin og leikin undir öruggri stjórn kennarans Guðrúnar Jónsdóttur söngkonu og meðreiðarsveina hennar, þeirra hafnarkarlanna Guðmundar Kristjánssonar og Hjalta Einars Þórarinssonar. Útskriftir í FRMST Þessi myndarlegi hópur var sá síðasti til að út- skrifast frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða fyrir þessi jól. „Akstursþjónusta dýr og lítið notuð“ Félagsmálanefnd Súðavíkur- hrepps hefur lagt til að skoðaðir verði aðrir möguleikar á aksturs- þjónustu við dreifbýli. Segir nefndin það fyrirkomulag sem nú er til staðar vera bæði dýrt og ekki mikið notað af þeim sem á því þurfa að halda. „Mikilvægt er að það fjármagn sem lagt er í slíka þjónustu sé notað mark- visst,“ segir í fundarbókun. Súða- víkurhreppur hefur undanfarin ár greitt Íslandspósti hluta af kostn- aði af póstferðum frá Ísafjarðar- djúpi til Ísafjarðar í þeim tilgangi að íbúar í Djúpinu geti nýtt ferð- irnar sjálfir til að sækja þjónustu á Ísafjörð. „Ef þessar greiðslur hreppsins hefðu ekki komið til þá hefði póstþjónusta Íslandspóst verið einungis frá Ísafirði í djúpið og til baka. Á þessu ári greiðir Súða- víkurhreppur eina og hálfa millj- ón vegna ferða einu sinni í viku,“ segir í fundarbókun. Nefndin seg- ir að ferðirnar hafi ekki verið mikið nýttar af farþegum, aðeins 37 ferðir (aðra leiðina) hafa verið nýttar það sem af er þessu ári og aðeins hluti þeirra eru ferðir íbúa með lögheimili í Súðavíkurhreppi. Félagsmálanefnd telur mikil- vægt að áfram verði veitt aksturs- þjónusta, til að sækja þjónustu á Ísafjörð, við þá íbúa í djúpinu sem eiga lögheimili í hreppnum og eru ekki færir um að keyra sjálfir. Í fundarbókun segir að þetta eigi mögulega við um tvö til þrjú heimili. – thelma@bb.is Súðavík. Ljósm: © Mats Wibe Lund.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.