Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Síða 31

Bæjarins besta - 22.12.2010, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 31 Auglýsing um deiliskipulag, Tungu- skógur í Tungudal, Ísafjarðarbæ Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar auglýsir hér með tillögu að deiliskipu- lagi, Tunguskógur í Tungudal, Ísafjarðarbæ skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Deiliskipulagstillagan tekur svæðis sem er rúmir 13,5 ha. að stærð og liggur í 25-80 m hæð. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir heimild til að byggja 6 ný sumarhús. Á sumarhúsalóð er heimild fyrir einu sumarhúsi ásamt geymsluskúr og/eða garðhúsi. Húsið skal vera einnar hæðar en jafnframt er heimilt að nýta rishæð. Á lóðum sem þegar eru byggð- ar er heimilt að stækka hús að þeim mörkum sbr. töflu á uppdrætti. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum í Stjórn- sýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði og á heimasíðu Ísafjarðarbæjar www.isafjordur.is frá og með 23. desember 2010 til og með 20. janúar 2011. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 3. febrúar 2011. Skila skal inn athugasemdum á bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði. Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipulags- tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Ísafirði 14. desember 2010. Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstarsviðs. Niðurskurður dregur verulega úr efnhaglegum áhrifum Háskólaseturs Fyrir hverja krónu sem Há- skólasetur Vestfjarða fékk í fram- lög og tekjur árin 2009 og 2010 skiluðu sér tvær krónur til baka sem efnahagsleg áhrif fyrir Vest- firði. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu sem Atvinnuþróunarfé- lag Vestfjarða (Atvest) vann ný- lega á efnahagslegum áhrifum af starfsemi Háskólaseturs . Tekjur og framlög til Háskólaseturins ár- ið 2009 voru 128 milljónir króna og samkvæmt útreikningum skýrsluhöfunda voru efnhagsleg áhrif stofnunarinnar fyrir Vest- firði það ár 203 milljónir króna. Í ár nema framlög til Háskóla- setursins 91 milljón króna og eru áhrifin fyrir Vestfirði talin vera um 189 milljónir króna. Ef boðaður niðurskurður í fjárlögum næsta árs upp á 30%, nær fram að ganga, er ljóst að leggja þarf niður meistaranám í haf og strandsvæðastjórnun. Slíkt myndi draga verulega úr efnahagslegum áhrifum Háskólasetursins. Sam- kvæmt útreikningum Atvest yrðu framlög til stofnunarinnar þá 64 milljónir króna og efnhagsleg áhrif fyrir Vestfirði yrðu um 68 milljónir króna. Ástæðan fyrir þessum mikla mun liggur aðallega í því að hve mikil efnhagsleg áhrif nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun hafa á svæðið. Hjá Háskólasetr- inu eru um 50 nemar í staðbund- nu námi í haf- og strandsvæða- stjórnun. Þeir fjármagna nám sitt að mestu leyti með erlendu fjár- magni og kemur 94,5% af fram- færslufé þeirra erlendis frá. Þessir fjármunir fara í að greiða fyrir neyslu og uppihald á svæðinu. Samkvæmt útreikningum skýr- sluhöfunda er aukning á neyslu á ársgrundvelli um 49 milljónir króna. Þá sækja einnig nemar styttri námskeið til Vestfjarða og er áætluð neysluaukning vegna þeirra um 11 milljónir króna. Til viðbótar við nemana koma til þeirra gestir sem nýta sér verslun og aðra þjóustu á svæðinu og er árleg neysluaukning vegna þeirra áætluð um 17 milljónir króna. Háskólasetrið er launagreið- andi og greiðir um 60 milljónir króna til aðila innan Vestfjarða. Ætla má að þeir fjármunir fari í að greiða einkaneyslu viðkom- andi starfsmanna. Háskólasetrið kaupir einnig þjónustu innan svæðisins fyrir 63 milljónir króna og af aðilum utan þess fyrir 32 milljónir króna, sem þýðir að keypt þjónusta nemur samtals 95 milljónum króna. Þá fær Há- skólasetrið kennara og fyrirlesara og er áætlað að neysla slíkra aðila sé í kringum 3 milljónir króna. Atvinnuþróunarfélagið hefur unnið úttekt á efnahagslegum áhrifum af starfsemi Háskólasetursins. Eldisbátar fengu ekki byggðakvóta Aðalsteinn Ó. Ásgeirsson og Konráð Eggertsson á Ísafirði hafa farið þess á leit við bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ að þau beiti sér fyrir því við sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytið að bátar, sem eiga heimahöfn á Ísafirði og landa í kvíar HG, eigi sama rétt til byggðakvóta sveitarfélagsins og bátar sem landa í kvíar í Skut- ulsfirði. Í bréfinu til bæjarstjóra vísa þeir til fundar um byggða- kvóta sveitarfélagsins frá því í nóvember þar sem fram kom að þeim bátum með heimahöfn á Ísafirði og veitt hafa í eldiskvíar Hraðfrystihússins - Gunnvarar hefur verið hafnað við úthlutun byggðakvótans. „Ástæðan er sögð sú að eldisfiskurinn úr kví- um HG er að lang stærstum hluta landað í Súðavík (þó einnig á Ísafirði) og ekið til vinnslu í fisk- vinnslu HG á Ísafirði og í Hnífs- dal,“ segir í bréfinu. Bréfaritarar segja að sam- kvæmt upplýsingum frá sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneyt- inu þurfi að koma beiðni frá Ísa- fjarðarbæ þess efnis að bátar sem fiska í Álftafirði og sem að mestu leiti er landað í Súðavík og fer til vinnslu á Ísafirði og Hnífsdal, eigi sama rétt og þeir bátar sem landa í kvíar í Skutulsfirði. „Þess ber einnig að geta að allur eldis- fiskur HG, nálægt 1.000 tonnum, hefur verið unninn í landvinnslu HG á Ísafirði og Hnífsdal auk þeirrar ýsu sem komið hefur með sem meðafli við veiðarnar.“ Bæjarráð hefur óskað eftir frekari upplýsingum áður en tekin verður ákvörðun um erind- ið. Bæjarstjóra hefur verið falið að taka saman þær upplýsingar. Frá þorskeldi Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Álftafirði.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.