Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is. · Kristján Torfi Einarsson, sími 456 4560, kte@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X Ritstjórnargrein Jólaljós Lítill drengur starir hugfanginn á kertaljósin á jólatrénu sem faðir hans smíðaði og móðir hans vafði marglitum pappír. Á einni rúðu stofugluggans mótar fyrir útlínum jólatrés sem hann hefur dregið í hrímið á glerinu innanverðu og reynt að líkja eftir frummynd föð- urins. Oft dundar hann sér við þá iðju að teikna á hélaðar rúðurnar. Fyrr um daginn hafði hann farið út í geitakofa með föðurnum, drukkið spenvolga mjólk úr emeleraða málinu sínu, eins og hann var vanur, og fundið kuldabola bíta í kinnarnar á leiðinni milli húsa. Nú nýtur hann ylsins og birtunnar frá kertaljósunum: Jólin eru kom- in. *** Gamall maður horfir aðdáunaraugum á fagurskreytt jólatré úti fyrir reisumiklu, skrautlegu og gömlu húsi við steinlagða götu í litlum bæ í framandi landi, sem er því líkastur sem hann hafi allur verið klipptur út úr aldagömlu ævintýri. Ljósin á trénu sindra í ný- föllnum snjónum á greinum þess líkt og stjörnurnar á himinhvolfinu. Ysinn og þysinn í mannhafinu á torginu gleymist. Umhverfið er ein ljósadýrð og kuldinn minnir ekki lengur á sig. Þótt aðventan sé enn aðeins á næsta leyti fyllir dýrð jólatrésins út í það sem á vantar að há- tíðin sé gengin í garð. Tvisvar verður gamall maður barn. Við hlið mannsins, nýkomnum af kaffihúsi, þar sem honum var skenkt sjóðheitt súkkulaði með hjartastyrkjandi fyrir fullorðna útí, stendur allt í einu lítill drengur. Saman horfa þeir á jólatréð. Gleðin flýtur um augu drengsins. Hljóðlátt rennur tár niður vanga mannsins. *** ,,Í gullnum ljóma, hver gjöf mér skín. En kærust voru mér kertin mín.“ Bæjarins besta sendir lesendum sínum nær og fjær sem og lands- mönnum öllum hugheilar óskir um björt og gleðirík jól. s.h. – Stefán frá Hvítadal: Jól. Spurningin Verður árið 2011 erf- iðara fyrir Íslendinga en árið 2010? Alls svöruðu 541. Já sögðu 370 eða 68% Nei sögðu 171 eða 32% Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Helgarveðrið Horfur á föstudag (Þorláksmessu), laug- ardag (aðfangadag) og sunnudag ( 2 í jólum): Líkur á austlægum áttum með éljum í flestum landshlutum. Dregur smám saman úr frosti. Rekstrarniðurstaða sam- stæðureiknings Súðavíkur- hrepps er jákvæð um 9,6 milljónir króna. Þetta kom fram er fjárhagsáætlun sveit- arfélagsins var samþykkt samhljóða í síðustu viku. Með áorðnum breytingum á fjárhagsáætlun eru tekjur samstæðureiknings Súðavík- urhrepps, (A og B hluta), áætlaðar 181,5 milljónir króna og útgjöld áætluð 156 millj- ónir króna. Niðurstaða rekst- urs án fjármagnsliða og af- skrifta er því jákvæð um 25,5 milljónir. Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur eru áætlaðar 6,4 milljónir og afskriftir eru áætlaðar 9,5 milljónir. Áætlað er að fram- kvæma fyrir 3,6 milljónir á árinu 2011. Helstu verkefni eru fram- kvæmdir við uppsátur á Lang- eyri, í endurbyggingu Eyr- ardalsbæjar og í göngustíga- gerð. Verða framkvæmdir fjármagnaðar af eigin fé. Jafnframt er gert ráð fyrir að 1,5 milljónum verði varið í atvinnumálastyrki á árinu 2011 vegna nýrra starfa sem til urðu á árinu 2010. Í fjár- hagsáætlun er ekki reiknað með tekjum og gjöldum vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga um n.k. áramót og gengið út frá því að tekjur vegna mála- flokksins verði jafnar út- gjöldum og hafi því ekki áhrif á heildarniðurstöðu rekstrar. – thelma@bb.is Jákvæð rekstrar- niðurstaða Gjaldþrotaskiptum lokið eftir 17 ár Gjaldþrotaskiptum á útgerðar- fyrirtækinu Einari Guðfinnssyni ehf. í Bolungarvík er loks lokið eftir 17 ára uppgjörsferli. Grein var frá þessu í vefútgáfu Lög- birtingarblaðsins í síðustu viku. Tæplega 56% greiddust upp í tæplega 1,8 milljarða króna kröf- ur. Einar Guðfinnsson hf. var upphaflega stofnað af Einari Guðfinnssyni útgerðarmanni og afa Einars Guðfinnssonar alþing- ismanns þann 1. nóvember árið 1924. Var dagsetningin miðuð við kaup Einars á eignum Nathan & Olsen í Bolungarvík. Varð fé- lagið fljótlega mjög öflugt og starfaði nánast á öllum sviðum atvinnulífs í Bolungarvík um ára- tuga skeið. Átti m.a. stóran hlut í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Tryggingamiðstöðinni. Í kjölfar erfiðleika sem urðu í rekstrinum á níunda áratugnum voru gerðar skipulagsbreytingar á félaginu 1. janúar árið 1991 en það dugði þó ekki til að forða því frá gjaldþroti. Hafði gjaldþrotið því víðtæk áhrif á allt atvinnulífið. Einar Guðfinnsson ehf., var tekið til gjaldþrotaskipta með úr- skurði héraðsdóms Vestfjarða uppkveðnum 15. febrúar 1993. Lýstar kröfur námu samtals 1.757.928.018 krónum. Skiptum á búinu var ekki lokið fyrr en 23. mars 2010. Greiddust 1.012.904. 274 krónur upp í kröfur eða 55,692%. Af þeim voru sam- þykktar veðkröfur 1.500.392.155 krónur og upp í þær greiddust 894.045.837 krónur eða 59,587%. Samþykktar forgangskröfur í búið voru 86.701.836 krónur og upp í þær fengust 84.972.425 krónur eða 98,006%. Ekkert fékkst hinsvegar upp í lýstar almennar kröfur. Greiddi útgerðarfélagi Guð- jóns Arnars fyrir ráðgjöf Sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytið hefur greitt útgerðarfélaginu Ískrók ehf. um 6,8 milljónir króna vegna ráðgjafar við fiskveiðistjórn- un. Félagið er í eigu Guðjóns A. Kristjánssyni, fyrrverandi alþingismanns. Þetta kemur fram í svari Jóns Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, við fyrirspurn frá Kristjáni Þór Júlíussyni al- þingismanni. Hann sagði í samtali við mbl.is að þessi ráðstöfun væri afar óeðlileg. „Það er spurning hvers vegna ráðherra ræðir ekki við Samherja, Granda eða Vinnslustöðina eða einhvern annan og borgar þeim kaup fyrir. Þetta er auðvitað ekki í lagi,“ sagði Kristján. Í svarinu kemur fram að ráðuneytið greiddi Ískrók ehf. 2 milljónir í fyrra fyrir „ráðgjöf vegna fiskveiðistjórnunar“ og 4,7 milljónir það sem af er þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytinu er Ískrókur félag í eigu Guðjóns Arnars Kristjánssonar og fjölskyldu hans. Guðjón Arnar hafi sinnt verkefnum í ráðuneytinu og þegið verktakagreiðslur fyrir. Guðjón Arnar Kristjánsson.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.