Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 33

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 33 Glíman: Sigurður Óli Rúnarsson, Birkir Örn Stefánsson, Hákon Óli Sigurðsson, Jóhann Friðriksson, Ísleifur Muggur Jónsson og Hermann Níelsson þjálfari. Fótbolti: Ólafur Atli Einarsson, Tómas Helgi Svavarsson, Aron Guðmundssson, Viðar Páll Júlíusson, Jón Hálfdán Pétursson þjálfari, Róbert Karl Boulter, Hinrik Elís Jónsson, Matthías Króknes Jóhannsson og Axel Sveinsson. Á myndina vantar Þorgeir Jónsson, Ásgeir Hinrik Gíslason og Kristján Andra Jónsson. Körfubolti: Hermann Óskar Hermannsson, Jón Kristinn Sævarsson, Sævar Þór Vignisson, Hákon Atli Vilhjálmsson, Gautur Guðjónsson, Andri Einarsson, Sigmundur Helgason, BJ Aldrigde þjálfari. Marelle Maekaelle, Vera Óðinsdóttir, Guðlaug Sigurðardóttir og Sunna Sturludóttir. Á myndina vantar Guðna Pál Guðnason og Leó Sigurðsson. n, Salmar Már Salmarsson Hagalín, Vagn Smelt, Jóhann ákon Elí Ólafsson, Baldur Geir Gunnarsson, Einar Bragi cia Diego. Á myndina vantar Hallberg Brynjar Guðmundsson. „Það þýðir ekkert annað fyrst maður er kominn þetta langt, þá þýðir ekkert að hætta.“ Aðspurður um áhrif íþróttaiðk- unar á það að krakkar haldist fremur frá neyslu óhollra efna tekur hann undir það. „Ég stend keikur og læt ekki bugast í nein áfengis- eða eitur- lyfjamál.“ Birkir Örn Stefánsson er glímukappi. Hann kann einnig vel við sig á afreksbrautinni en þar er hann á fyrsta ári. Hann viðurkennir þó að stundum sé svolítið erfitt að vakna á morgn- ana. Hann segist ekki vera viss hver framtíð sín sé í íþróttinni. „Ég ætla bara að sjá til hvert það leiðir mig.“ Eflir mann í íþróttinni Elín Jónsdóttir æfir alpagreinar í skíðum. „Þetta er þriðja árið sem ég er á afreksbraut en ég hef æft skíði síðan ég var sex ára. Það skilaði sínum árangri að vera á afreks- brautinni síðasta vetur en hann gekk mjög vel hjá mér. Það er gott að fá aukaæfingu til að efla mann í íþróttinni.“ Elín er komin í æfingahóp hjá landsliðinu og fór út til Noregs í tveggja vikna æfingaferð í haust. Hún fór svo til Austurríkis í októ- ber og er nú með landsliðinu í Noregi við æfingar. „Markmiðið er að vinna sér fast sæti í landsliðshópi.“ Eins og félagar hennar segist hún hafa orðið vör við að þeir sem eru í íþróttum neyti minna af áfengi og annarri óhollustu. „Það fer reyndar mikið eftir því hvert maður stefnir. Sumum finnst það ekki skipta svo miklu máli hvað maður geri í lífinu fyrir utan æfingarnar en mér per- sónulega finnst það skipta miklu máli og held að það skili þeim árangri sem ég hef verið að ná upp á síðkastið.“ Elma Guðmundsdóttir æfir sund og þetta er þriðja árið hennar á afreksbraut. Hún segist líka það afar vel að vera á brautinni. Hún er sammála samnemendum sín- um að íþróttaiðkun leiði til þess að ungmenni hugsi frekar um heilsuna. Aðspurð hver markmið hennar eru í íþróttinni segir hún ekki vera með nein stór plön. „Markmið mín eru að halda áfram að bæta tímann minn og persónuleg met.“ Elma hefur æft sund í áratug. – thelma@bb.is Skíði: Kristján Gunnar Flosason þjálfari, Ebba Kristín Guðmundsdóttir, Gauti Geirsson og Elín Jónsdóttir.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.