Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 37

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 37 Mikilvægt að tryggja réttindi fatlaðs fólks Mikilvægt er að tryggja að í löggjöf sem fjallar um málefni fatlaðs fólks og réttindi þess sé tekið mið af réttarbótum í löggjöf nágrannaríkja, að mannréttindi séu tryggð, að samráð sé haft við fatlað fólk og að löggjöf sé til samræmis við samning Samein- uðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta kemur fram í nefndar- áliti félags- og tryggingamála- nefndar með frumvarpi þar sem lagðar eru til breytingar á lögum um málefni fatlaðra til að tryggja yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Segir nefndin að slíkt sé ekki að fullu tryggt í gildandi lögum. Í frum- varpinu er þó kveðið á um að við framkvæmd laganna skuli tekið mið af þeim alþjóðlegu skuld- bindingum sem íslensk stjórn- völd hafa gengist undir, einkum fyrrgreindum samningi Samein- uðu þjóðanna. Þá er kveðið á um að stjórnvöld skuli tryggja heild- arsamtökum fatlaðs fólks og að- ildarfélögum þeirra áhrif á stefnu- mörkun og ákvarðanir er varða málefni fatlaðs fólks. Fagnar nefndin þessu sem og því að til standi að lögleiða samning Sam- einuðu þjóðanna um réttindi fatl- aðs fólks. Þá áréttar nefndin að sú skylda sem lögð er á stjórnvöld í 1. grein frumvarpsins um að tryggja heildarsamtökum fatlaðs fólks og aðildarfélögum þeirra áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir er varða málefni fatlaðs fólks á við um alla þá þætti sem frumvarpið og lög um málefni fatlaðs fólks kveða á um. Til að brýna mikil- vægi þessa samráðs leggur nefnd- in til að samráðsákvæði verði bætt við frumvarpið þar sem kveðið er á um stefnumótun og gerð þjónustu- og gæðaviðmiða. Nefndin bendir þó jafnframt á að samráðsskyldan er þar með ekki tæmandi talin og á hún í samræmi við 1. grein frumvarpsins ávallt við þegar mótuð er stefna eða ákvarð- anir teknar er varða málefni fatl- aðs fólks. Lagt er til að svæðisskrifstofur og svæðisráð í málefnum fatlaðra verði lögð niður. Jafnframt verði trúnaðarmenn skipaðir af ráð- herra en ekki svæðisráðum líkt og gildandi lög kveða á um. Auk þess er lagt til að Framkvæmda- sjóður fatlaðra verði lagður niður og fjármunir hans færist í sérstaka deild hjá Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga sem sjái um að jafna fram- lögum til sveitarfélaga í samræmi við kostnað af þjónustu. Skýrt verður kveðið á um bann við því að ráða fólk til starfa sem hlotið hefur refsidóma vegna brota á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Þá er lagt til að notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögfest sem samstarfsverk- efni og hún verði eitt meginform þjónustu við fatlað fólk 2014 en þá skal fara fram sameiginlegt endurmat ríkis og sveitarfélaga á yfirfærslunni auk þess sem þá skal ljúka heildarendurskoðun laganna. – thelma@bb.is Frumvarpið byggist að mestu leyti á vinnu verkefnisstjórnar um yfirfærsluna og samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu þjónusta við fatlaða sem undir- ritað var 23. nóvember. Megin- markmið yfirfærslunnar er að stuðla að samþættingu félags- legrar þjónustu við íbúa sveitarfé- laganna og stuðla þannig að heildstæðari og um leið bættri þjónustu við einstaklingana sem þurfa á þjónustunni að halda. Helstu breytingar í frumvarpinu eru þær að fatlaðir einstaklingar sækja nú um þjónustu hjá því sveitarfélagi þar sem þeir eiga lögheimili. Þar munu fagteymi meta með samræmdum hætti þjónustuþörf einstaklinga sem þurfa á þjónustu að halda. Sveit- arfélög skulu starfrækja teymin en lagt er til að þau sameinist um þau. Landinu á að skipta upp í þjónustusvæði þannig að á hverju þeirra búi að lágmarki 8.000 íbú- ar en undanþága er veitt vegna landfræðilegrar legu einstakra sveitarfélaga. Búið er að skipu- leggja 14 þjónustusvæði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.