Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 15 mjög vænt um þann kór. Hann er svolítið eins og fyrsta ástin,“ seg- ir Bea og brosir. Hún hafði sömu- leiðis umsjón með Hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem stofnaður var til að flytja stærri verk. „Við fluttum til dæmis Messías Händels og Requiem eftir Mozart. Það var mjög skemmti- legt fyrir mig líka, að fá að vinna með svona stór verk og prófa mig svolítið í því,“ segir Beata. Hún hóf sömuleiðis snemma störf sem píanókennari í Tónlist- arskóla Ísafjarðar, þar sem hún starfar enn. „Mér finnst verulega gaman að kenna, það gefur mér mjög mikið. Kórastarfið er líka skemmtilegt, en það tekur millj- ón sinnum meiri orku frá mér líka. Það er alltaf erfitt að vinna með svona mörgum,“ útskýrir Bea. Í dag er það Karlakórinn Ernir sem nýtur starfskrafta hennar. „Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert, að vinna með þeim. Andinn í kórnum er mjög góður. Það er virkilega skemmti- leg tilfinning að stjórna fjörutíu körlum – manni líður stundum eins og Marilyn Monroe þarna fyrir framan þá!“segir Bea. Kór- inn hefur nú nýlokið við upptökur á jólaplötu sem komin er í versl- anir. „Þetta eru nítján jólalög, sex íslensk og þrettán erlend. Þetta er búið að vera mjög skemmtileg vinna og við erum búin að vera í jólaskapi alveg síðan í septem- ber,“ segir hún brosandi. Erfiðasta tungumálið Eftir rúmra tveggja áratuga bú- setu á Íslandi talar Bea afskaplega góða íslensku. Hún segir tungu- málið þó afar erfitt. „Ég hef lært ítölsku, ensku, frönsku og rúss- nesku og mér finnst ekkert af því jafn erfitt og að læra íslensku! Mér finnst fáránlegt að hafa verið hér í meira en tuttugu ár og tala samt ekki alveg rétt,“ segir hún og hristir höfuðið. Ungverska og íslenska hafa á stundum verið nefndar erfiðustu tungumál í heimi og Bea nýtur góðs af því á sumum sviðum. „Ég held að framburðurinn minn sé alveg ágætur. Ungverska er líka alltaf með áherslu á fyrsta atkvæði í hverju orði og við erum með svipaða sérhljóða. En að orð skuli vera kvenkyns og karl- kyns og hvorugkyns, ég hef ekki nokkra tilfinningu fyrir því,“ segir Bea og skellir upp úr. Hún á sér uppáhalds íslenskt orð sem hún segir forvitnum blaðamanni frá. „Fyndnasta ís- lenska orðið finnst mér vera „gestrisni“. Það hljómar alveg rosalega rússneskt,“ segir hún kímin. „Og svo fannst mér líka mjög fyndið þegar við vorum að vinna með Söngvaseið. Þá var alltaf verið að segja „nunnun- um“. Það finnst mér líka fyndið orð,“ segir hún að lokum og hlær. ég svo bréf frá honum, með at- vinnuumsókn. Þá brá mér nú svo- lítið. Mér datt ekki í hug að hann væri að meina þetta og hafði ekkert hugsað alvarlega um þetta. Ég vissi ekki einu sinni hvað Ísland var þá! Ég vissi að höfuð- borgin héti Reykjavík og ég var búin að heyra af Vigdísi Finn- bogadóttur. En fyrir utan það vissi ég bara að það væri líklega mjög kalt á þessu landi,“ segir Bea brosandi. Hún segist hafa verið lítt heill- uð af tilboðinu. „Mamma mín sagði mér að prófa þetta og fara í eitt ár. Svo ég kom, en var alveg harðákveðin í að fara aftur heim eftir árið!“ Fyrsti veturinn erfiður Bea kom til Íslands 1. október 1986. „Daginn áður en ég fór var ég í sólbaði við ána heima, þetta var mjög heitt haust í Ungverja- landi. Það fyrsta sem ég gerði á Íslandi var svo að detta á svellinu við Keflavíkurflugvöll,“ segir hún og hlær við. Veður var slæmt og fyrstu fjóra daga Beu í Reykjavík var ekkert flogið. „Ég var bara veðurteppt. Ég hélt að þetta væri eitthvað alveg sérstakt ástand. Þegar snjór- inn kom hugsaði ég með mér, nei, þetta hlýtur nú að vera mjög sérstakt, þetta hlýtur að lagast. En svo gerðist það aldrei,“ segir hún brosandi. Upphaflega stóð til að Bea tæki við stjórn kórs í Reykjavík. „Alveg þangað til í ágúst hélt ég að ég væri að fara til Reykjavíkur, en svo breyttist það alveg á síð- ustu mínútu. Kórnum bauðst ís- lenskur kórstjóri og þau vildu það frekar – af því að útlendingur væri líklegri til að fara eftir eitt eða tvö ár. Svo fór þetta nú reynd- ar þannig að Íslendingurinn hætti eftir eitt ár en ég er búin að vera í landinu síðan,“ segir Bea. Hún hélt því vestur á Ísafjörð, þar sem henni hafði boðist staða sem organisti og kórstjóri Sunnu- kórsins. „Þegar það kom í ljós að ég og Sunnukórinn ættum sama afmælisdag, 25. janúar, lá þetta nú bara beint við. Þetta átti bara að smella svona saman,“ segir Bea og brosir. Sunnukórinn fyrsta ástin Á þeim árum sem Bea hefur búið og starfað á Ísafirði hefur hún komið víða við. Hún stýrði Sunnukórnum, stúlknakór Tón- listarskóla Ísafjarðar, Hlífarkórn- um í tvö ár, var organisti á Ísafirði og í Súðavík og kenndi jafnvel tónmennt í grunnskólanum í eitt ár. „Það var reyndar aðeins of snemmt. Ég talaði ekki nógu góða íslensku þá. Hálfur tíminn fór í að ég útskýrði fyrir kennar- anum hvað ég vildi að krakkarnir gerðu, og hinn helmingurinn í að hann útskýrði það fyrir krökkun- um,“ segir Bea og hlær við. Hún segir kórstarfið hafa verið mjög gefandi. „Ég var í um níu ár með Sunnukórnum og þykir Mikil aukning í um- ferð til Vestfjarða Sá stórfelldi samdráttur sem verið hefur í umferð á hring- veginum svokallaða milli ára og fjallað var um í fréttum fyrir stuttu, nær ekki til Vestfjarða. Þvert á móti hefur umferð til Vestfjarða aukist um 5% fyrstu ellefu mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Umferð um hringveginn dróst hins veg- ar saman um ríflega 4% milli ára og þá mest á Suðurlandi eða um 8,2%. Tölur fyrir Vest- firði koma frá tveimur talning- arstöðum, annars vegar við Ög- ur í Ísafjarðardjúpi og hins vegar á Klettshálsi í Barða- strandarsýslu. Í byrjun desem- ber höfðu 60.205 bílar ekið fram hjá Ögri frá áramótum og um 27.065 bílar höfð ekið um Klettsháls. Athygli vekur að á meðan umferðin um Ögur eykst um- talsvert á milli ára eða um 13%, er mikill samdráttur í umferð um Klettsháls eða 11%. Leiða má líkum að því að nýr vegur um Þröskulda eða Arnkötlu- dal, sem tekin var í notkun seinni part síðasta árs, skýri að hluta til þetta misræmi. Þá hafa einnig verið umtalsverðar vegaframkvæmdir Vesturvegi um Barðarströndina í ár sem kunna að hafa dregið úr um- ferðinni. Eins og gefur að skilja er umferðin margfalt meiri yfir sumartímann. Þannig óku ríf- lega 32 þúsund bílar framhjá Ögri yfir sumarmánuðina þrjá sem er meira en helmingurinn af umferðinni yfir árið. Aukn- ingin umferðar yfir sumarið í Ögri var 15% sem er gríðarlega mikil og þá sér í lagi í saman- burði við samdráttinn annars staðar á landinu. Samdráttur- inn í umferð um Klettsháls var nær 20%, en sumarið 2009 keyrðu ríflega 20 þúsund bílar yfir hálsinn en í ár voru þeir aðeins rúm 16 þúsund talsins. Það var mikið hlegið á kaffi- stofunni í Vélsmiðju Ísafjarðar þegar kaffistofugestir fögnuðu útgáfu bókarinnar Það svíkur ekki Bragakaffið eftir dr. Þor- leif Ágústsson. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna, byggir hún á sögum sem eiga uppruna sinn á kaffistofunni sem jafnan er kennd við eig- anda vélsmiðjunnar, Braga Magnússonar, og kölluðu Braga- kaffi. „Þó hafa sumir leyft sér að kalla hana Svörtuloft vegna þeirrar meintu svartsýni sem þar ku stundum ríkja. En fasta- gestir Bragakaffis voru síður en svo þungir á brún þegar þeir glugguðu í nýju bókina og skemmtu þeir sér hið besta yfir þessari vitleysu eins og þeir kölluðu bókina,“ segir í tilkynningu. Sérstaka athygli vöktu mynd- ir af söguhetjunum við ýmsar aðstæður en listamaðurinn Ómar Smári Kristinsson tók að sér að myndskreytta bókina. „Vafalaust munu einhverjir efast um sannleiksgildi sumra þeirra sagna sem í bókinni eru en eins og þeir segja í Braga- kaffi þá skal heldur hafa það sem betur hljómar,“ segir í til- kynningu. – thelma@bb.is Bragakaffi fagn- að í Bragakaffi Kaffistofugestir í Vélsmiðju Ísafjarðar fögnuðu útgáfu bókarinnar Það svíkur ekki Bragakaffið eftir Þorleif Ágústsson.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.