Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 35

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 35 Útgjöld hækka í Bolungarvík Útgjöld vegna félagsþjónustu hækka talsvert á komandi ári í Bolungarvík eða í 33 milljónir króna úr 27 milljónum ef miðað er við áætlun ársins 2010. Hækk- unin stafar m.a. af aukinni fé- lagslegri aðstoð og liðveislu. „Styrkur að upphæð tvær millj- ónir króna vegna sérverkefnis sem er að ljúka og átti að vera til greiðslu á árinu 2010 hefur ekki verið greiddur ennþá, en vænta má að hann verði greiddur á árinu 2011. Ekki hefur verið gert ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun,“ segir í stefnuræðu Elíasar Jóna- tanssonar bæjarstjóra Bolungar- víkur í stefnuræðu með frum- varpi að fjárhagsáætlun sem lögð var fram til fyrri umræðu á dög- unum. Eins og kunnugt er fer yfir- færsla á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga fram um næstu áramót og verður eitt byggðasamlag fyrir Vestfirði. Verkefni Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra á Vestfjörðum mun flytjast til fjögurra félagsþjón- ustusvæða samkvæmt þjónustu- samningi við Byggðasamlag Vest- fjarða. Samkvæmt samningnum mun Ísafjarðarbær sinna sumum verk- efnanna fyrir öll svæðin, en önnur verkefni mun hvert og eitt félags- þjónustusvæði sjá um fyrir sína íbúa. Ísafjarðarbær tekur þannig við verkefnum Svæðisskrifstofu hvað varðar:Skammtímavistun (tímabundin – en oftast regluleg – dvöl fyrir börn/fullorðna sem eru mikið fötluð, ætluð sem hvíld fyrir fjölskyldur og þá sem eru fatlaðir). Hæfingarstöðina Hvestu, geðræktarmiðstöðina og starfs- endurhæfinguna Vesturafl. Eitt þjónustusvæðanna er Fé- lagsþjónustan við Djúp, sem er samvinnuvettvangur Bolungar- víkurkaupstaðar og Súðavíkur- hrepps. Þau verkefni sem Félags- þjónustan við Djúp tekur við eru: Frekari liðveisla, sem er marg- háttuð persónuleg aðstoð í dag- legu lífi fyrir 18 ára og eldri, og stuðningsfjölskyldur, sem taka fatlað barn í umsjá sína í skamm- an tíma til að létta álagi af fjöl- skyldu barnsins. Ráðgjöf (til fatlaðra og að- standenda, bæði vegna barna og fullorðinna, ráðgjöf um fatlanir, ráðgjöf um réttindi, aðstoð við samskipti við aðrar stofnanir, mat á þörf á þjónustu ofl.) Félags- málastjóri verður í „Verkefna- hópi um málefni fatlaðra“, en í honum sitja félagsmálastjórar fé- lagsþjónustusvæðanna ásamt verkefnastjóra Byggðasamlags- ins. Bolungarvíkurkaupstaður hefur á að skipa góðu starfsfólki sem hefur bæði þekkingu og reynslu til að takast á við þau verkefni sem fylgja tilflutningi á þjónustu við fatlaða til sveitarfé- lagsins. Fólk sem einnig er fullt af áhuga að takast á við ný verk- efni. – thelma@bb.is Bolungarvík.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.