Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 19

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 19 Bæjarstjórn Ísafjarðar- bæjar hefur samþykkt að auglýsa sjö fasteignir bæjar- ins til sölu eða leigu. Eign- irnar eru staðsettar á Ísafirði, Þingeyri og í Hnífsdal. Þær eru Skólagata 10 á Ísafirði, leikskólinn Bakka- skjól í Hnífsdal, Kaupfé- lagshúsið á Ísafirði, áhalda- húsið á Þingeyri, bæjarskrif- stofurnar á Þingeyri, Silfur- gata 5 á Ísafirði sem kallað er Straumshús í daglegu tali og íbúð að Sundstræti 14 á Ísafirði eða svokölluð Kálfa- vík. Var tillaga um að leitast eftir sölu eða leigu eignanna samþykkt samhljóða á síð- asta bæjarstjórnarfundi. Vill selja og leigja sjö fasteignir Skólagata 10. Frystihúsi breytt í listahús Hópur listamanna er að koma upp listahúsi í húsnæði Norður- tangans á Ísafirði. Félagarnir leita nú að fólki sem vill deila þessu verkefni með þeim og segja möguleikana fyrir nýtingu húss- ins vera óendanlega. „Það sem rak okkur af stað var skortur á vinnustofum og húsnæði fyrir hljómsveitir,“ segir Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, einn lista- mannanna sem hefur aðsetur í húsinu. Meiningin er að aðstaða verði leigð til listamanna í húsinu gegn sanngjörnu verði. „Fólk sem hefur listina sem áhugamál á að geta staðið undir þessu. T.d. ef einhver er einn heima að mála getur hann komist inn með stæði í sal hér. Það er mikið skemmtilegra og meira gefandi að vera innan um aðra,“ segir Matthildur. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband en fyrst um sinn verður leigan í formi vinnu við að gera upp húsið. Húsið er ætlað listamönnum af öllum stærðum og gerðum. „Mjög gaman verður að fá ólíka listamenn undir sama þak og þannig leiða saman leikarana, ljósmyndara og listmálara og hvað eina. Það gætu komið nýir og spennandi hlutir út úr því,“ segir Matthildur. Meðal þess sem nú þegar er komið með fast aðsetur í húsinu er Kómedíuleikhúsið, eina at- vinnuleikhús Vestfjarða. Elfar Logi Hannesson segist telja að verið sé að auka verðmæti húss- ins með því að fylla það lífi og menningu. „Hér getur fólk komið saman til að skapa menningu í sátt og samlyndi. Það vantaði aðstöðu fyrir einyrkjana sem eru að dútla heima í stofu en eru samt að gera mjög áhugaverða hluti.“ – thelma@bb.is Meðal þess sem hýst er í Norðurtangahúsinu er fyrsti leiklistarskóli Vestfjarða sem rekinn er af Kómedíuleikhúsinu. Mynd: Ágúst G. Atlason.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.