Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 25

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 25 Auglýsing um deiliskipulag, Dagverðardalur, Ísafjarðarbæ Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar auglýsir hér með tillögu að deiliskipu- lagi í Dagverðardal, Ísafjarðarbæ skv. 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Deiliskipulagstillagan er tæpir 23 ha. að stærð, liggur í vestur af Hníf- um í mynni Dagverðardals. Svæðið er í 15-100 m h.y.s. og hallar til suð- vesturs. Gott útsýni er yfir Eyrina og Djúpið. Svæðið er ætlað fyrir íbúð- arbyggð, sumarhúsabyggð og léttan iðnað. Gert er ráð fyrir nýrri íbúð- arbyggð með 60 lóðum og fjölgun sumarhúsalóða um 22. Einnig er gert ráð fyrir 10 nýjum lóðum fyrir léttan iðnað í nágrenni við lóð Vega- gerðarinnar. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum í Stjórn- sýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði og á heimasíðu Ísafjarðarbæjar www.isafjordur.is frá og með 23. desember 2010 til og með 20. janúar 2011. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 3. febrúar 2011. Skila skal inn athugasemdum á bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði. Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipulags- tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Ísafirði 14. desember 2010. Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstarsviðs. Skoða flutning verkefna vegna heilsugæslu til sveitarfélaganna skráðir sem skjólstæðingar tiltek- ins heilsugæslulæknis á heilsu- gæslustöð í heimabyggð. Sérhver heilsugæslulæknir verði ábyrgur fyrir þeirri læknisþjónustu sem þeim einstaklingum er veitt sem eru á hans lista. Þessu fyrirkomu- lagi skuli komið á í áföngum sakir þess skorts sem enn er á heilsugæslulæknum.“ Ein tillagan í skýrslunni er sú að rafræn sjúkraskrá verði komin í fulla notkun á landsvísu innan þriggja ára. Heilbrigðisstofnun- um og starfsstofum heilbrigðis- starfsmanna, tveimur eða fleir- um, er nú þegar heimilt að færa og varðveita sjúkraskrár sjúkl- inga í sameiginlegu sjúkraskrár- kerfi. Tengdar hafa verið saman sjúkraskrár í Vesturlandsum- dæmi, Norðurlandsumdæmi, Aust- urlandsumdæmi, Suðurlandsum- dæmi og innan Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins. „Mikilvægt er að ráðist verði í að ljúka því að tengja saman öll sjúkraskrár- og upplýsingakerfi innan heilbrigðiskerfisins, að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett hafa verið varðandi færslu rafrænna sjúkraskráa, varðveislu þeirra, aðgengi að þeim, að- gangsstýringu og takmörkunum Lagt hefur verið til að forsend- ur fyrir flutningi verkefna heilsu- gæslu til sveitarfélaga verði skoð- aðar. Þessar tillögur og fleiri eru settar fram í skýrslu um leiðir til að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigð- iskerfinu. „Áhugi á flutningi heilsugæslu og jafnvel annarra þátta heilbrigðisþjónustu frá ríki til sveitarfélaga hefur vaxið í kjölfar sameiningar sveitarfélaga og vilja til þess að treysta sveit- arstjórnarstigið. Góð reynsla af þjónustusamningum ríkisins við Akureyrarbæ og Hornafjörð hef- ur sýnt að heppilegt er að flétta saman skipulag heilsugæslu og félagslegra þjónustu. Samband íslenskra sveitarfélaga er því fylgjandi að heilsugæsla fylgi með flutningi málefna fatlaðra og aldraðra til sveitarfélaga. Ganga verður úr skugga um hvort forsendur séu fyrir því að hrinda þessum flutningi í framkvæmd innan næstu fimm ára,“ segir í skýrslunni. Þar er einnig lagt til að heilsu- verndarstarf verði eflt á lands- vísu. „Heilbrigðisþjónustan hef- ur lagt vaxandi áherslu á for- varnir, heilsuvernd og fræðslu í því skyni að fyrirbyggja sjúk- dóma og stuðla að heilbrigðum lífsháttum. Til þess að heilsu- gæslan geti sinnt hlutverki sínu verður hún að taka þátt í marg- þættri samvinnu og þverfaglegu samstarfi við fjölda aðila utan lands sem innan. Nýlega hefur verið komið á fót Þróunarstofu heilsugæslu á höfuðborgarsvæð- inu. Mikilvægt er að þessi starf- semi nýtist allri heilsugæslu- þjónustu í landinu,“ segir einnig í skýrslunni. Þá skal komið á fót miðlægri skráningu sjúklinga á heimilis- lækna með það fyrir augum að allir íbúar landsins hafi ákveðinn heimilislækni að snúa sér til. „Meginreglan verði sú að ein- staklingar eigi rétt á að vera á aðgengi. Með slíkum ráðstöf- unum væri unnt að tryggja meiri samfellu í meðhöndlun sjúklinga og draga úr tvíverknaði og end- urtekningu á ónauðsynlegum rann- sóknum. Markmiðið er að innan þriggja ára verði rafræn sjúkra- skrá og víðtækt heilbrigðisnet komið í fulla notkun á landsvísu,“ segir í skýrslunni sem nálgast má í heild á vef heilbrigðisráðu- neytisins. – thelma@bb.is Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði. Kómedíuleikhúsið hefur gefið út nýja þjóðlega hljóðbók sem hefur að geyma sögur frá Horn- ströndum og Jökulfjörðum. Þetta er jafnframt sjötta þjóðlega hljóð- bókin sem leikhúsið gefur út. Fyrstu hljóðbækurnar voru upp- seldar en nú eru þær allar fáan- legar á nýjan leik. Þær eru: Þjóð- sögur úr Vesturbyggð, Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ, Þjóðsögur úr Bolungarvík, Þjóðsögur af Strönd- um, Þjóðsögur frá Súðavík og sú nýjasta Þjóðsögur frá Horn- ströndum og Jökulfjörðum. Sjötta hljóðbókin hefur að geyma sögur úr safni Arngríms Fr. Bjarnasonar. Þar segir af draugum, tröllum og fleiri furðu- verðum í þjóðsagnaheiminum. Þjóðsögur frá Hornströndum og Jökulfjörðum er vegleg og vönd- uð útgáfa á hinum magnaða þjóð- lega sagnarfi. Þjóðlegu hljóð- bækurnar fást hjá Kómedíuleik- húsinu og í verslunum um land allt. Þjóðsögur frá Hornströndum

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.