Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 Spennandi áskorun Leikkonan Halldóra Björns- dóttir hefur tekist á við mörg viða- mestu kvenhlutverk heimsbók- menntanna frá því að hún út- skrifaðist frá Leiklistarskóla Ís- lands fyrir nítján árum síðan. Í dag tekst hún hins vegar á við nýtt hlutverk, þar sem hún hefur tyllt sér í leikstjórastólinn og vinnur að uppsetningu verksins Grænjaxla með leiklistarsinnuð- um nemendum Menntaskóla Ísa- fjarðar. Viðeigandi verk Löng hefð hefur verið fyrir því að Leikfélag Menntaskóla Ísafjarðar frumsýni verk á árlegri Sólrisuhátíð í bænum. Félagið hefur áður sett upp verk á borð við Túskildingsóperuna og Djöfla- eyjuna, en að þessu sinni verður bæjarbúum boðið upp á verkið Grænjaxla eftir Pétur Gunnars- son. Leikstjóri er Halldóra Björns- dóttir, leikkona, sem fluttist til Ísafjarðar nú í sumarlok. „Við skoðuðum nokkur verk og þetta varð svo fyrir valinu að lokum. Mér líst mjög vel á að setja upp Grænjaxla. Krakkarnir komu sjálf með þessa hugmynd og mér finnst hún alveg frábær. Það er líka alltaf svo gaman þegar hugmyndirnar koma frá þeim sjálfum,“ segir Halldóra. Söngleikurinn Grænjaxlar var fyrst settur á svið í Þjóðleikhús- inu árið 1977, en tónlist í sýning- unni er eftir Spilverk þjóðanna. Í verkinu eru margir vel þekktir smellir, eins og dæmis Söngur skýjanna og Því er ég Arinbjarn- arson. Halldóra segir verkið eld- ast vel og eiga furðuvel við í dag. „Þetta er spennandi verk og það er ýmislegt í því sem passar við daginn í dag. Það fjallar líka tölu- vert um æskuna og unglingsárin,“ útskýrir Halldóra. Söguhetjur Grænjaxla ganga í gegnum ýmsar þær breytingar og á stundum hremmingar sem fylgja unglingsárunum, en leggja sömuleiðis af stað í leit að Krepp- unni – nokkuð sem óneitanlega virðist hæfa andrúmsloftinu í þjóðfélagi samtímans. Halldóra og leikfélagar hafa þegar hafið undirbúningsvinnu og blásið til áheyrnarprufa. „Svo þarf að smala saman í hljómsveit líka,“ segir Halldóra, sem kveðst lítast afar vel á starfið framundan. „Krakkarnir eru mjög virk og skemmtileg og þetta leggst bara ægilega vel í mig.“ Stílaði inn á leiklistina Halldóra tók sjálf þátt í leiklist af miklum krafti á menntaskóla- árum sínum í Reykjavík. „Ég var í Herranótt í Menntaskólan- um í Reykjavík, svo ég þekki þetta menntaskólastarf vel og hef mjög góða reynslu af því. Það er oft svo skapandi og skemmti- legt,“ segir Halldóra. Á þeim tíma var fyrstubekk- ingum í MR, sem heita þó þriðju- bekkingar á MR-máli, hins vegar meinað að taka þátt í starfi Herra- nætur. Hún þurfti því að sitja á sér og bíða þess að vera gjaldgeng í félagið. „Ég var með næstu tvö ár og var í aðalhlutverkum í bæði skiptin,“ segir Halldóra, sem kveðst alltaf hafa stílað inn á að leggja leiklistina fyrir sig. Eftir að hún útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík tók hún sér árs hlé frá námi, en sótti síðan um ingöngu í Leiklistar- skóla Íslands. „Ég komst inn í hann og var þar í fjögur ár. Við vorum átta saman í bekk þá. Í dag er leiklistarskólinn deild inn- an Listaháskóla Íslands, en hann var sjálfstæður skóli þegar ég var þar. Þetta er orðið mjög breytt umhverfi,“ segir Halldóra. Eldskírn í Þjóðleikhúsinu Halldóra útskrifaðist frá Leik- listarskóla Íslands vorið 1991 og fékk strax samning í Þjóðleik- húsinu, sem ungum og nýútskrif- uðum leikurum hefur oft þótt eft- irsóknarvert. „Það var í rauninni frekar sjaldgæft á þessum tíma, en við vorum nokkrir ungir leik- arar sem vorum strax fastráðin við húsið. Ég var þá bara tuttugu og fjögurra ára og yngst í hópn- um,“ útskýrir Halldóra. Hennar beið ansi strembinn tímabil, þennan fyrsta vetur sinn á fjölunum. „Ég lék þarna í leik- riti sem heitir Kæra Jelena, eftir Ljudmilu Razumovskaju, sem sýnt var á Litla sviðinu. Við sýnd- um það leikrit tvö hundruð sinn- um og fórum tvisvar sinnum í hringferð um landið með það. Sama ár lék ég svo Júlíu í Rómeó og Júlíu. Það var ansi mikið að gera þetta fyrsta ár mitt!“ segir Halldóra og brosir. „Þetta var eiginlega svolítil eldskírn, að sýna svona margar sýningar á Litla sviðinu og svo debútið mitt á Stóra sviðinu, sem var Júlía. Það er alveg hægt að finna minni hlutverk en það,“ segir hún og hlær við. Antígóna, Hester og öll hin hlutverkin Á þeim sautján árum sem Hall- dóra lék í Þjóðleikhúsinu tók hún að sér fjöldann allan af hlutverk- um, allt frá Antígónu Sófóklesar til hinnar íslensku Stellu í sum- arfríinu í Sólarferð. „Síðasta aðalhlutverk sem ég lék í Þjóðleikhúsinu var árið 2005. Það var mjög stórt og mikið hlutverk, í leikriti sem heitir Mýr- arljós, sem Edda Heiðrún Bach- man leikstýrði. Leikritið er eftir unga írska konu og svo komu tveir Grikkir til landsins og unnu með okkur. Þetta var mjög æv- intýraleg uppfærsla,“ segir Hall- dóra, sem var tilnefnd til Grímu- verðlaunanna fyrir frammistöðu sína í hlutverki Hester Svan. Leikarar á Íslandi fara þó oft yfir víðari völl en þann sem leik- sviðið sjálft stendur fyrir og Hall- dóra er þar ekki undanskilin. „Hérna á Íslandi snertir maður náttúrulega á þessu öllu. Ég hugsa að ég hafi komið að öllum hliðum leiklistarinnar á Íslandi. Ég lék mikið í útvarpinu á tíma- bili og hef líka verið í sjónvarps- leik. Ég lék til dæmis lögreglu- konu í myndaseríunni Manna- veiðar,“ segir Halldóra frá. Hún hefur sömuleiðis tekið að sér hlutverk í kvikmyndum og leikið í vinsælu barnamyndinni Stikkfrí og farið með hlutverk í 101 Reyk- javík. Hlé frá leiknum Árið 2008 fluttist Halldóra og fjölskylda hennar á Patreksfjörð, þar sem þau dvöldust í tvö ár. Halldóra starfaði þá sem grunn- skólakennari í Grunnskóla Vest- urbyggðar og kenndi skólabörn- um sömuleiðis leiklist. Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar er nú að samþykkja eina þá erf- iðustu fjárhagsáætlun, sem hún hefur staðið frammi fyrir um langa hríð,“ segir í bókun bæjar- fulltrúa minnihlutans á fundi þar sem fjárhagsáætlun Ísafjarðar- bæjar fyrir árið 2011 var tekin til síðari umræðu og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Fjárhagsstaða bæjarfélagsins er erfið, skuldir eru miklar og tekjur fara lækkandi. Ekkert rými er til framkvæmda og dregið er saman í þjónustu hjá bæjarfélag- inu og þar með í starfsmanna- haldi. Bæjarstjórn hefur þurft að velja á milli margra erfiðra leiða við skipulagningu starfsseminnar á næsta ári, það er því miður nauðsynlegt ef ekki á að fara á enn verri veg fyrir okkur,“ segir jafnframt í bókuninni sem Arna Lára Jónsdóttir bæjarfulltrúi Í- listans lagði fram. „Í ljósi þess hvernig fjárhags- áætlunin hefur verið unnin að þessu sinni og í trausti þess að minnihlutinn verði áfram hafður með í ráðum, eins og gert hefur verið á þessu hausti, hafa fulltrúar Í-listans ákveðið að samþykkja áætlunina og veita þar með meiri- hlutanum stuðning við þær erfiðu aðgerðir sem hann stendur frammi fyrir.“ Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði í stefnuræðu sinni við síðari umræðu grein fyrir fjárhagsáætl- un fyrir árið 2011 en hún var lögð fram til fyrri umræðu á 288. fundi bæjarstjórnar þann 1. des- ember. Eins gerði bæjarstjóri grein fyrir breytingum er orðið hafa á frumvarpinu frá fyrri um- ræðu. Jafnframt gerði bæjarstjóri grein fyrir áætluðum fjárfesting- um á árinu 2011, efnahag, rekstri og sjóðstreymi 31. desember 2011. Bæjarstjóri lagði einnig fram bréf frá Skóla- og fjölskyldu- skrifstofu þar sem óskað er eftir að gjaldskrá fyrir þátttöku í rekstri Hlífar á Ísafirði, fyrir árið 2010, verði áfram í gildi, þar til gengið hefur verið frá breyting- um á fyrirkomulagi er gjald- skrána varðar. Áætlað er að ný gjaldskrá geti legið fyrir í janúar 2011 og verður þá lögð fyrir bæj- arstjórn til samþykktar. Bæjar- stjórn samþykkti breytingu hvað varðar gjaldskrá fyrir þátttöku í rekstri á Hlíf með átta atkvæðum. „Fjárhagsstaða bæjarfélagsins er erfið, skuldir eru miklar og tekjur fara lækkandi,“ segir í bókun frá bæjarfulltrúa Í-listans.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.