Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 29

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 29 það allt á bezta veg. Einstaka sinnum sá hann Beru og sneri undan, skipti um leið og lézt aldrei taka eftir henni. En henni fór nýi stíllinn vel. Eftir nokkrar vikur í Háskólanum rakst hann á Ásrúnu og ætlaði að leika sama leikinn og við Beru, en hún gekk beint að honum, tók í hand- legg hans og sagði ,,Á ekki að heilsa manni? Hvað varð eiginlega af þér? Ég hélt að við værum félagar í nám- inu og þú bara lézt þig hverfa. Nú skulum við fá okkur kaffi.“ Höskuldur sagðist vera á leiðinni heim og mætti ekki vera að því að tala við hana. Hún sagðist ekki hlusta á það og vildi fá hann með sér á kaffistofuna. Hann játti því. Þegar hann sá Beru sitja við borð þar inni stífnaði hann upp og vildi ekki fara þar inn. Ásrún leit yfir salinn, roðn- aði, kinkaði kolli og sagðist skilja það vel. Þá sá hann Friðrik sitja við borðið með Beru. ,,Komdu heim með mér“. Þau fóru saman til Ás- rúnar þegjandi og samt leið honum ekki illa. Nei, honum leið vel. Þannig hófst samband þeirra, eiginlega án þess að þau tækju eftir því sjálf. Nú stóð hann í hríðinni og velti því fyrir sér hvort vandræðin hefðu byrjað vegna þess að þau voru bæði brotin og þorðu ekki að setja sam- bandi sínu nein mörk. Kannski var það svo kannski ekki. Þetta var fyrir níu árum. Allt gekk vel. Það hafði hann hald- ið. Ásrún kláraði námið á undan honum og fékk strax vinnu og þau keyptu sér íbúð á hagstæðum lánum. Árinu seinna fæddist Elísabet, falleg ljóshærð stúlka með blá augu, auga- steinn foreldra sinna. Ásrún tók stutt fæðingarorlof. Hún vann í Glitfari, einum af bönkunum sem varð gjald- þrota. Pressan á starfsfólkið var mikil og Ásrún vann mikið. Höskuldur var á síðasta ári í lögfræðinni og tók að sér að gæta telpunnar með aðstoð foreldra þeirra beggja, en móðir hans sá ekki sólina fyrir nöfnu sinni og samband hans við foreldrana hafði aldrei verið betra. Þau þekktu líka foreldra Ásrúnar. Allt gekk vel. Að loknu lögfræðiprófi fékk Höskuldur líka starf í banka, Kaupbót, sem var í mikilli útrás. Þá fengu þau sér au pair stúlku frá Svíþjóð, Marit, sem hjálpaði til á heimilinu og sá um barnið. Þeim virtist ganga flest í haginn. Höskuldur vann þó styttri vinnudag en Ásrún, sem sinnti alls kyns samn- ingum og útreikningum þeim tengd- um. Einhvern veginn hefði það frem- ur átt að vera á starfsviði lögfræð- inga. En þau voru ánægð. Hún var talsvert í ferðum til London og Kaup- mannahafnar með fleiri starfsmönn- um í bankanum í tengslum við kaup á fasteignum bæði fyrir bankann og stóra viðskiptavini og bankinn opn- aði útibú í Noregi. Skiljanlega tók það bæði tíma og mikla vinnu. Starf- ið hans var aðallega í bankanum hér heima. Eftir þriggja ára starf var Ásrúnu boðið að gerast yfirmaður í greining- ardeildinni í Glitfari. Hann var hins vegar enn óbreyttur lögfræðingur, en stefndi á að ljúka prófi til réttinda sem héraðsdómslögmaður. Eitt kvöldið bauðst au pair stúlkan til að gæta Elísabetar og Höskuldur ákvað að hringja í starfsfélaga sinn og fara út, fá sér bjór og slaka á. Þeir ætluðu að ræða saman um námskeiðið og hvernig bezt væri að ná árangri í prófinu. Þegar þeir komu á hverfis- barinn sá hann hvar einn yfirmanna í Glitfari sat við borð og með honum kona. Það fór vel á með þeim. Þetta var Ásrún og svei mér ef þetta var ekki Jói vinur hans. Honum var nokkuð brugðið, en ætlaði ekki að trufla neitt og vildi fara á næsta bar þegar kunninginn koma auga á parið og sagði ,,Er þetta ekki konan þín með honum Jóa?“ Svo gekk hann að þeim og heilsaði. ,,Gaman að hitta þig Ásrún. Höskuldur talar allt- af svo vel um þig.“ Þau höfðu ekki hizt áður. Ásrún brosti vandræðalega og leit flóttalega um salinn þar til hún kom auga á Höskuld. Augu þeirra mættust. Hann fann að eitt- hvað var ekki í lagi. Jói stóð upp gekk til hans og heilsaði honum. ,,Ég vissi ekki þú værir Höskuldur hennar Ásrúnar. Við höfum ekki sézt síðan í Kaup- mannahöfn um árið. Eru það ekki að verða sex ár?“ Höskuldur fann ónotatilfinningu læðast að sér, heils- aði án þess að segja nokkuð og sagði við félaga sinn. ,,Við skulum koma annað.“ Augu þeirra Ásrúnar mætt- ust og hann sá ekkert þar. Óræður svipur hennar fylgdi honum á leið- inni út. Hvað var að gerast? Ekkert, vonaði hann. Þeir fóru á næsta bar án þess að segja mikið. Eftir tvo bjóra þar í þögn tóku þeir upp þráð- inn um námskeiðið. Hann kom seint heim. Ásrún var sofnuð og á eldhúsborðinu var miði, sem á stóð að hún elskaði hann og þau þyrftu að tala saman á morgun. Af því varð ekki því hann var beðinn um að vinna lengur, en bankinn hans var að vinna að stórri lántöku og lögfræðingurinn sem vanur var að sinna slíku var veikur og því varð Höskuldur að sinna því. Þegar leið á daginn varð ljóst að hann yrði að fara ásamt fleirum til London. Eftir að hafa árangurslaust hringt í Ásrúnu til að láta hana vita hringdi hann heim og náði sambandi við stúlkuna, Marit, sem ekki hafði heyrt heldur í Ásrúnu, og bað hana að skila því að hann væri á leiðinni til London. Þeg- ar hann kom heim um kvöldið til þess að taka saman föt og leggja sig fyrir flugferðina hafði ekkert heyrzt frá Ásrúnu. Hann tók saman fötin sín með aðstoð Marit, sem var elskuleg og hjálpsöm, en sagði fátt, enda íslenzk- an ekki orðin góð enn. Þótt hún talaði við Elísabetu, barnið, var hún feimin við Höskuld. Hann bauð þeim góða nótt og sofnaði. Ásrún var ekki komin þegar hann fór í flug um morguninn og honum var ekki rótt og ákvað að hringja þegar til London væri komið. Flugið gekk vel og ferðafélagarnir voru þægilegir, enda svaf hann alla leiðina. Við tóku fund- ir, þref og málsverðir, yfirlestur samninga og breytingar á þeim. Öllu öðru gleymdi hann. En hann velti því fyrir sér hvort bankinn teldi sig líka eiga starfsfólkið og hvort það sogaðist á endanum inn í þennan lífstíl, hugsunarlaust. Um kvöldið hringdi hann aftur í Ásrúnu sem svaraði strax og baðst afsökunar á því að hafa ekki hringt, en Marit hefði átt að taka skilaboð. Hún sagð- ist vera í London á vegum bankans og hann spurði hvar og með hverjum. ,,Bara þessum venjulega hópi.“ Hann hafði aldrei spurt hvaða fólk væri í hópnum, en hann vissi hvar hótel Cumberland var og ákvað að fara þangað án þess að nefna það við Ásrúnu. Þar sá hann þau Jóa saman og annan sem hann þekkti. Það var Frið- rik. Þau Friðrik kvöddu Jóa og héldu í átt að lyftunni. Hann sá að þau fóru á 5. hæð og tók næstu lyftu og náði að sjá þau fara saman inn á herbergi. Hann varð máttlaus í hnjánum og féll næstum því í gólfið. Svo varð hann reiður og rauk út. Hann fann krá rétt utan við hótelið rétt vestan við Marble Arch. Eftir klukkutíma var hann orðinn nokkuð drukkinn og ætlaði heim á hótel. Þá sá hann hvar Bera kom út úr Odeon bíóinu og ætlaði að forðast hana. Hún lét hann ekki sleppa og tók hann með sér inn á næstu krá. Þar fékk hann alla söguna. Þau Friðrik voru enn kunningjar. Þetta hafði verið eitt skipti sagði hún í Kaupmannahöfn. Hann hafði verðið þar fyrir Þjóð- bankann og hitt hana á krá. Hún var drukkin og leiddist og leiddist út í þetta ævintýri sem kostaði slit milli þeirra Höskuldar. Nú var Jói farinn að leita á Ásrúnu og Friðrik ætlaði að tala við hana. ,,Hafa þau sofið saman?“ ,,Ég veit það ekki.“ svaraði Bera, en svipurinn sagði annað. Hann saknaði Beru allt í einu. ,,Komdu.“ sagði Höskuldur. Hún neitaði, sagðist ekki ætla að eyði- leggja fleiri sambönd. Hann vildi þá rjúka upp Cumberland og fá skýring- ar Ásrúnar. Bera talaði hann ofan af því og fylgdi honum heim á hótelið hans. Þar sat hann og drakk meira og reyndi að sofna. Hvað yrði um Elísa- betu og hann? Ásrún hélt örugglega við Jóa. Daginn eftir hringdi Ásrún í hann og sagðist vilja tala við hann þegar hún kæmi heim. Hann sagðist vera í London og hafa séð hana á Cumber- land hótelinu með Jóa og Friðrik. Löng þögn kom í símann. Svo spurði Ásrún reiðilega hvort hann væri að njósna um sig. ,,Ég ætlaði bara að hitta þig. Þú er aldrei heima og alltaf með þessum bankamönnum.“ Þau rifust í símanum og hún skellti á hann. Hann fór heim daginn eftir. Ásrún kom ekki fyrr en þremur dögum seinna. Hann var ekki vel á sig kom- inn og var hálf lasinn. Marit sá um heimilið og sinnti honum um kvöld- ið. Hún var góð við Höskuld og það rann upp fyrir honum að hún var bráðlagleg. Þau enduðu í rúminu. Morguninn var vandræðalegur. Mar- it leit ekki á hann, sá um morgun- matinn og Elísabetu. Samvizkan var svo slæm að hann varð verklaus í vinnunni. Samt skilaði hann skýrsl- unni. Marit vildi hætta í vistinni þeg- ar heim kom, en hann gat talið hana á vera til jóla. Ásrún kom frá London tveimur dögum seinna og sagði hon- um frá því að hún væri með barni. Hann sagði ekkert, spurði einskis og þorði ekki að hugsa þá hugsun til enda hver ætti barnið. Svo fór lífið í fastan farveg líkt og þau væru bara í bankavinnunni heima. Þau sváfu í sama rúmi, en ekki saman. Marit féllst á að vera fram yfir fæðingu Sigurðar, sem skírður var í höfuðið á móðurafa sínum. Hann var feginn því. Smám saman komst lífið í fastar skorður. Marit fór til Svíþjóðar og þau Ásrún fóru að sofa saman í fæðingarorlof- inu. Þau frestuðu að kaupa stærri íbúð. Kannski voru bæði efins um framhaldið. Þau höfðu látið undan gylliboðum og keypt hlutabréf í bönkunum. Nú voru þau horfin og ekkert eftir nema skuldir. Þau fengu sig bæði flutt vestur, hvort í sinn bankann eftir hrunið. Þar gekk lífið betur. Hægt gekk á skuldir. Fyrir nokkrum mánuðum var haldinn sameiginlegur vinnufundur bankanna á Eyri. Þar voru bæði Friðrik og Jói og reyndar Bera líka. Ekkert vantaði nema Marit til að hámarka flækjustigið. Eitt kvöldið snæddu allir saman og þá sauð upp úr. Þeir félagarnir urðu drukknir og fóru þá að metast í kvennamálum. Höskuldur þagði með sína slæmu samvizku. Án þess að honum væri ætlað að heyra það vildu bæði Jói og Friðrik meina að þeir hefðu sofið hjá bæði Beru og Ásrúnu. Það lá við slagsmálum. Þegar þeir hækkuðu róminn varð honum litið á Ásrúnu sem var dreyrrauð í framan. Hann gekk til hennar og spurði af hverju hún mótmælti þessu ekki. ,,Vegna þess að ég get það ekki.“ Hann rauk út frá Ásrúnu. Bera kom á eftir hon- um og bað hann að gera enga vit- leysu. Þau töluðu lengi saman, en Ás- rúnu gat hann ekki nálgast og vildi ekki hlusta á hana. Í gær, Þorláks- messu náði spennan hámarki og hann hótaði að fara ef hún gerði ekki hreint fyrir sínum dyrum. Hún reyndi að skýra fyrir honum málið og sagði að svona hefði þetta verið í bönkum, allir hefðu tapað hefðbundnum gild- um og hann hefði verið upptekinn í skólanum og sinni vinnu. Það féllu mörg þung, stór og ljót orð á báða bóga. Sem betur fer voru börnin ekki heima. Nú voru tveir tímar í jólahald. Hann saknaði barnanna og var feginn að foreldrar þeirra Ásrún- ar höfðu afþakkað boð um að dvelja með þeim um jólin. Hríðina herti. Hann hafði gengið nokkra hringi um eyrina, ekki tekið eftir neinu og stóð aftur á höfninni. Nú heyrði hann símann hringja. Það var Bera, sem Ásrún hafði leitað til með vanda sinn. Ásrún hafði marg sinnis hringt til hans, hann ekki heyrt í símanum eða ekki viljað. ,,Farðu heim. Börnin bíða. Þau hafa engum gert mein. Lögreglan fer að leita að þér.“ Þau kvöddust og Höskuldur sneri við og sá lögreglubílinn aka að höfninni. Þeir voru að leita að hon- um. Þegar heim kom, hljóp Ásrún á móti lögreglubílnum með tár í augum og þreytuleg og spurði hvort þeir hefðu ekki fundið hann. Þegar hann steig út úr bílnum hljóp hún í fang hans og hann tók við henni og faðmaði. ‚Ertu kominn heim?“ Höskuldur svaraði því játandi og sagðist ekki vera saklaus. Hún vissi það. ,,Börnin bíða. Ég kann ekki fleiri sögur að segja þeim um fjarveru þína. Já þú átt Sigðurð. Við skuldum halda jól og svo ákveðum við fram- haldið.“ Hún þakkaði lögreglumönn- unum sem brostu og óskuðu gleði- legra jóla, fegnir að þetta mannshvarf var leyst á farsælan hátt og höfðu orð á því.Margar hugsanir fóru um huga þeirra er börnin komu hlaup- andi á móti þeim. Hríðinni hafði slotað. Jólaljósin skinu í þorpinu. Sjórinn var nærri orðinn sléttur eins og hendi væri veifað. Það lygndi í huga þeirra. Hann sá hana fyrir sér sex ára gamla og fannst hún koma á móti sér þegar Elísabet kastaði sér í fangið á honum. Sigurður var eins myndin af honum sjálfum á öðrum jólunum hans. Þau skyldu eiga mörg jól saman. Og þau skyldu tala saman. Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrum skattstjóri og síðan sýslumaður á Ísafirði og nú sýslu- maður á Selfossi hefur um langt árabil ritað jólasögur í Bæjarins besta. Sú fyrsta birtist í jólablaði BB árið 1986 og síðan hafa sögur hans birst árlega an undanskildum árunum 1992 og 1993. Hér birtist nýjasta jólasaga Ólafs Helga „Eins og hendi væri veifað“

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.